Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Page 49
Þá þegar, því hiti að utan má ekki komast að hinum frosna,
nema smásaman hvað af hverju. Ef hann getur kíngt, þá má
gefa houum endurnærandi drykk, svosem lítið spónblað S einu,
helzt tevatn af blóðbergi og rjúpnalauíi, með sítrónu og sykri,
eða með vínediki og hunángi, en enganveginn vín, miklu síður
brernivín eða annað áfengt. Vilji andardrátturinn eigi aptur
koma, halda menn áfram að núa líkamann með eigi fullköldu
vatni, blönduðu með litlu af vlnediki; eða menn setja fæturna
volgt vatn og þvo hendur og fætur í því. Þegar handleggirnir
oru orðnir liðkaðir, færir maður þá upp og ofan og þrýstir að
‘ounurn, einsog áður var sagt um drukknaða, til að koma lopti
lungun; maður kitlar nasirnar til að vekja hnerra; maður
le?gur á hjartagrófina lepp, vættan I köldu vínediki eða kamfóru-
spiritus; maður nuddar vangana, ef kjálkarnir eru stirðir og
osvejgjaniegir, með köldu brennivíni, kamfóru-spiritus, eða
uelzt með kamfóru olíu.
Nú sjást enn merki til, að frost er í nokkrum limum, og
^ð þeir eru stirðir, ósveigjanlegir og tilfinníngarlausir, og er þá
bezt að þekja enn þessa limi með snjó, smámuldum ís eða
umslagi vættu í köldu vatni, eða að nudda þá uppúr því, þángað
tlj Hf og tilfinnlng færist í liminn aptur á ný. Þessa aðferð á.
Y'ð að hafa þegar t. a. m. nef, eyru, fíngur eða tær kell á manni.
J'oð verður mest að varast, að verma liminn eða smyrja, fyrir
Það hafa margir mist tær og fíngur, nef og eyru, að þeir hafa
verið látnir að ofni eða eldi til að þíða þá og lækna; en vel
uta þvo þá. með brennivíni eða kamfóru-spiritus, blönduðum
jneð vatni, þegar tilfinntngin er aptur komin í limi þá, sem
kahð hafa.
Ferðamenn, sem leggja út f hart frost, mega vara sig á
brennivíni og öðrum sterkum drykkjum; þeir fá þeim þýngsla
°g tæla þá til svefns, sem í fyrstu kann að finnast þeim sætur
lystilegur, en getur auðveldlega orðið þeirra banasvefn;
rlður þvi harðla mjög á að varast þenna svefn, og kosta
kapps um ag halda á sér hreyfingu, svo menn geti varazt
bæði svefn og kal.
Ai ,^xa£a11 befir reynzt gott meðal við kali og kalsárum.
Maður tekur það að hausti til, og þurkar það við hægan hita,
sker það síðan í sundur mjög smátt og sýður undir loki £
spenvolgri mjólk, til þess það verður eins og þykkur vellíngur
eða íþunnur grautur. Þá er það er kólnað, er því riðið á
kalið, og grær þá sárið fljótt, ef það er opið, en annars
stillir það verkinn innan nokkurra daga, og læknar skaðann
með öllu.
UM AÐ GJÖRA MJÖL ÚR KARTÖPLUM.
Höfundur einn, sem hefir ritað um kartöplurækt, talar'
Un>, _að hafa kartöplur til brauðgjörðar, ásamt rúgmjöli, og,
kennir aðferð til þess á þenna hátt:
(47)