Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Blaðsíða 50
Maður þvær fyrst kartöplurnar í vatni vel og vandlega,
þar eptir sýður maður þær í potti, unz þær verða meyrar, hellir
þá af seyðinu og hrærir í með þvöru, eða kreistir sundur með
hendinni meðan seyðið er volgt, þángað til allt er orðið að
mauki. Þegar blanda skal við rágmjölið, þá er mátulegt að
hafa einn kút af rúgmjöli til móts við hálfan annan eða
tvo kúta af kartöplu mauki. Sama kvöld skai hnoða fjótða
part mjölsins saman við kartöplurnar, og láta vökvann ráða sjálfan,
sem í þoim er, en hella engu vatni f mjölið. Súrdeig ogkvika(ger),
■sem í er látið, má ekki heldur vera eins mikið og í öðru brauði.
Mjölið, sem hnoðað var um kvöldið og geymt, skal taka
morguninn eptir, og hnoða saman við deigið, baka síðan eins
og annað brauð. Ur tveim tunnum af kartöplum má verða
«ins mikið brauð, eins og úr einni tunnu af mjöli.
REGLUR TIL GÓÐRAR FISKIVERKUNAR.
Til þess að fá góðan saltfisk og vel verkaðan ríður á að
fylgja þessum reglurn:
1) skera skal fiskinn á háls jafnskjótt og hann er dreginn
upp úr sjónum, en varast að særa hann að öðru leyti, eða
kasta honum óvarlega.
2) þegar fiskurinn er flattur, ríður á að gjöra það snyrtilega,
og rista ekki allt of djúpt ofan með hryggnum, taka vandlega
úr blóðdálkinn og plokka fiskinn vel um Ieið.
3) þegar fiskurinn er saltaður, skal þvo hann vel og vand-
iega, og fara varlega með hann blautan, svo hann veiði hvorki
marinn eða rifinn, eða skaddist á nokkurn hátt.
4) leggja skal fiskinn í kös; þó ekki sé nema fáeinar
stundir, svo vatnið geti runnið úr honum.
5) fiskurinn þarf að vera mátulega vel saltaður, og þveginn
vel og vandlega, þegar hann er tekinn úr saltinu.
6) menn skulu gefa fiskinum einn góðan þerridag, eða
sem því svarar, undir fyrsta farg.
7) við fyrsta farg skal gæta þess, að pressa fiskinn eptir
því sem hann hefir fengið þurk til.
8) þar ríður á, að stakkarnir sé vel hlaðnir og vel þaktir,
svo að engin væta komist í þá.
9) þess skal nákvæmlega gæta, að fiskurinn sé vel þurkaður
í gegn áður en hann sé látinn í hús.
10) þess er að gæta, að fiskurinn sé geymdur í vel þurru
húsi eptir að haun er fullverkaður, þar sem enginn raki getur
að horium komizt.
11) það þykir hafa vel heppnazt, að fela formönnum á
hendur söltun og hirðing alla á fiskinum, og láta ekki saltfisk
koma til skipta fyr en hann er íuliverkaður.