Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Side 44

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Side 44
hin mestu framfaraár í sögu Noregs. Pvi þótt fram- farir Normanna byrjiþegar eftir 1814, er þeir losna úr sambandinu við Dani, þá fer ekki að verða verulegt skrið á þeim í framfara-áttina fyr en eftir 1872. A þeim árum, sem liðin eru síðan, hafa samgöngurnar innanlands tekið stórfeldum umskiftum, akvegir og járnbrautir verið lagðar um þvert og endilangt land- ið, skijmstóllinn vaxið stórkostlega og auðlegð þjóð- arinnar margfaldast. Hið andlega líf hefir verið með þeim blóma að dæmafátt er með jafn fámennri þjóð. Skáld, listamenn og rithöfundar hafa borið nafn þjóðarinnar út um heiminn og aukið henni virðingu og aðdáun meðal stórþjóðanna. Petta kannast Norð- menn þá og fúslega við, enda mun þeim ekki koma til hugar að gefa Oskari sök á því, hve erfitt þeim veitti að ná fullu jafnrétti við Svía, eins og sambands- lögin gjörðu ráð fyrir, heldur gefa þeir það fvrst og fremst að sök ráðaneyti konungs hinu sænska (eink- um Boström) og sænska ríkisþinginu. Eftir að stjórn Oskars í Noregi var lokið, breytti konungur titli sínum svo að hann er síðan: »kon- ungur Svia, Gauta og Vinda« og tók sér nýtt einkunn- ar-orð »Heill Svíþjóðar« í stað þess, sem áður liafði verið: »Heill bræðraþjóðanna«. Þótt ekki hafi alt af ríkt friður í landi heima fyrir síðan Oskar tók konungdóm, liafa Sviar yfirleitt unað stjórn hans hið bezta og ekki sízt eftir skilnað landanna látið ásþart í ljósi kærleiks- og samúðar- þel til konungs síns, enda er þar yfir hin mestu blóma- og framfaraár að líta, sem eru stjórnarár Oskars konungs. Efnahagur þjóðarinnar stendur nú með svo miklum blóma, sem nokkurs annars ríkis í Norðurálfu; atvinnuvegirnir hafa aukist stórkostlega og iðnaðurinn sérstaklega margfaldast á síðustu ára- tugum; samgöngur bæði á sjó og landi tekið algjör- um stakkaskiftum og verzlunin eflst stórkostlcga bæði innanlands og utan. Einnig vísindi og listir hafa

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.