Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 56

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Page 56
ílutningaskip kaupm. D. Thomsens í Reykjavík, við Búðir á Snæfellsnesi mannbjörg varð með naumindum. — S. d. Fiskiskip frá Eyjafirði strand- aði við Bakka á Skagaströnd; skipstjórinn drukkn- aði. 27. »Yrsa«,seglsk. með kolafarm til Björns kpm. Guð- mundssonar í Rvík, rak par í land; menn komust af. •—S. d. Frakknesk fiskiskúta, »Henriette«, strandaði í Reykjavík; menn komust af. — S. d. Jón Diðriks- son úr Árness. fjell úthj’rðis af fiskiskipi á Eski- firði og drukknaði. 28. Norðlenzk fiskiskúta strandaði við Vigur, einn hásetanna drukknaði. — S. d. Kolaskip Ásgeirs kaupm. Sigurðssonar í Reykjavík sökk á Reykja- víkurhöfn, menn voru ekki á skipinu.—S. d. Vöruskip »Guðrúnu« sleit upp og rak á land við Stokkseyri; menn komust af. — S. d. »Sirene«, franskt fiskiskip, strandaði í Suðursveit í A.-Skaftafellss.; menn björg- uðust. — S. d. strandaði annað franskt fiskiskip á Sléttuleitafjöru; menn björguðust. »Anna Sophia«, fiskiskúta frá ísafirði, eign Filippus- ar Árnasonar, með 9 manns, og »Kristján«, eign Sæmundar kaupm. Halldórssonar í Stykkishólmi, með 11 manns, komu aldrei fram eftir pessi veður. Sömu daga urðu víða á landi skaðar og skemmd- ir. Torfi póstur á Eskifirði missti í fönn 115 fjár. —Á Borg fórust'um 100 fjár. — Tryggvi bóndi Hallgrimsson á Bæjum misti nálægt 120 fjár. — A Hamarsseli í Hamarsfirði tapaðist 100 fjár — I Bjarnarnesi í Skaftafellssýslu misti bóndinn 30 fjár. í Öræfum fauk trjáviður, sem átti að byggj a . úr bæ par. — Margar jarðir í Leiðvallahr. skemmd- ust mikið af sandfoki og sömuleiðis á Rangárvöll- um. — Á Fossi á Síðu fauk fjós og 2 hlöður. — Hörgslandi á Síðu fjós. Á Breiðabólstað hlaða. —- í Holti undir Eyjafjöllum fauk hlaða með heyi. í Norðfirði fennti um 80 kindur. — Bóndinn í

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.