Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Side 82

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1908, Side 82
bændurnir og konurnar ætla að fara að hafa það svona, þá verðum við svo sem að hánka þar uppi íljótlega. Þetta er hreint ótækt. Snáfaðu undir eins og komdu þessu í lag, og ef þú verðurekki búinn að vinna svig á bóndanum innan þriggja ára, þá kaffæri jeg þig í vígðu vatni, mundu það«. Nú var eins og púkanum væri gefið utan undir, og hann drattaðist svo aftur upp til jarðarinnar og var mjög hugsandi um það, hvernig hann ætti að bæta úr þessari glópsku sinni. Hann velti þessu i sífellu fyrir sjer og loksins hugkvæmdist honum snjallræði. Hann gerði sig að verkamanni og fór í vist hjá fátæka bóndanum, Fyrsta árið rjeð hann bóndanum til, að sá korninu í raklendi. Bóndinn hlýddi ráðinu. Þá kom mesta þurkasumar og akrarnir skrælnuðu hjá öllum öðrum, en korn bóndans varð hátt og blómlegt. Hann fjekk ekki einasta nóg korn til ársins, heldur lika fyrníngar til næsta árs. Annað árið rjeð púki bónda til að sá uppi áhæð- inni og þá kom vætusumar. Nágrannarnir slógu korn sitt, en það fór í hrakníng og kjarnarnir grotnuðu i öxunum hjá þeim, en bóndinn fjekk bestu uppskei'U á hæðinni. Hann átti nú svo mikið korn afgángs, að hann vissi varla hvað hann átti að gera við það alt. Svo kendi púkinn bóndanum, að brugga brenni- vin úr korninu, og bóndinn bjó sjer til sterkan drykk, draklc hann sjálfur og gaf vinum sínum. Nú fór púkinn til húsbónda síns, fjandans, og nældi sjer af því, að nú hefði hann bætt úr yfirsjón sinni. Djöfullinn svaraði, að hann ætlaði að koma sjálfur og sjá hvernig geingi. Hann kom nú til bæjar bóndans, og sá að hann hafði boðið til sin nágrönnum sínum, sem efnaðir voru, og var að gefa þeim í staupinu. Konan skeinkti gest- unum og varð henni það á að reka tána í borðið, svo eitt glasið fór um. Af þessu reiddist bóndinn og atyrti konuna. »Hvað

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.