Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir
FIMMTUDACUR 26. ÁGÚST2004 9
Hitnar í
fasteigna-
kolunum
I kjölfar hagstæðari leiða
til íbúðarfjár-
mögnunar sem
nú bjóðast ein-
staklingum er fyr-
irsjánlegt að fast-
eignamarkaður-
inn muni hitna
enn frekar á
næstu misserum.
Jafnframt er möguleiki á
aukinni einkaneyslu þar
sem nýju ibúðalánin kveða
ekki á um að verja þurfi
fénu til íbúðarkaupa sér-
staklega. Ennfremur er lík-
legt að fjöldi einstakhnga
nýti tækifærið sem nú gefst
til að endurfjármagna íbúð-
arlán sín á lægri vöxtum en
áður hafa boðist. Greining
KB banka segir frá.
Verkalýður í
háskólanám
Félagsmálaskóli alþýðu
og Háskólinn á Akureyri
hafa mótað nám á háskóla-
stigi fyrir stjórnarmenn,
starfsmenn og trúnaðar-
menn verkalýðsfélaga.
Námið mun ná yfir fjórar
annir og er mótað til að
stunda með vinnu. Samn-
ingur milli skólanna verður
undirritaður á föstudaginn.
f fréttatilkynningu frá ASÍ
kemur ffarn að sífellt meiri
kröfur sé gerðar til þeirra
sem eru í forsvari fyrir
hagsmunasamtök. Þetta
nám sé gert til að bregðast
við þeim kröfum.
Hagnaður
hjá Kögun
HagnaðurKögunar-
samstæðunnar fyrir
skatta varð 211 milljónir
kr. fyrstu sex mánuði
ársins 2004 en var 100
milljónir kr. á sama
tímabili árið 2003. Þetta
er hækkun um 111 millj-
ónir eða 111%. öll félög-
in innan Kögunarsam-
stæðunnar skiluðu hagn-
aði á tímabilinu. Hafa
ber í huga að milli ára
hefur Navision ísland
ehf. horfið úr samstæð-
unni en Ax hugbúnað-
arhús hf., Hugur hf. og
LandsteinarStrengur hf.
bæst við. Þessar breyt-
ingar torvelda saman-
burð við fýrri ár.
Ráðherrar
ræða losun
Norrænir umhverfisráð-
herrar halda árlegan sum-
arfund sinn undir for-
mennsku Sivjar
Friðleifsdóttur um-
hverfisráðherra í
dag á hótel Nordica
í Reykjavík. Á fund-
inum verða rædd
málefni Sellafield
en stutt er síðan
bresk stjórnvöld til-
kynntu umtalsverða
minnkun á losun geisla-
virka efiiisins teknesíum.
Norrænu umhverfisráð-
herrarnir hafa ítrekað mót-
mælt þessari losun og því
eru þessar fféttir fagnaðar-
efni, þótt losun geislavirkra
efna verði ekki með öllu
hætt, eins og Norðurlöndin
hafa farið fram á.
Mikill ótti skapaðist í vél lceland Express sem var tvisvar snúið við skömmu eftir
flugtak. í aðflugi hækkaði hún skyndilega flugið og grétu margir farþeganna af
hræðslu. Ólafur Hauksson upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir enga hættu hafa
skapast en félagið ætli að gefa farþegum aðra ferð.
Farþegum gefið róandi vegna
bllunar í vól lceland Express
O O C1 c
Farþegar sem áttu pantað flug með Iceland Express klukkan
14:50 til Kaupmannahafnar á sunnudaginn gleyma seint þeirri
reynslu. Sannkallað panikástand myndaðist þegar vélinni var
skyndilega snúið við og reynt að lenda. Vélin var svo rifin upp í
aðfluginu og önnur tilraun gerð. Nokkrir farþegar þurftu áfalla-
hjálp og læknir gaf þeim sem þurftu róandi. Gist var á Hótel
Kefiavík og farið í loftið með annarri vél daginn eftir.
„Ein kona fyrir aftan mig í sæti
23F hágrét þegar tilkynnt var um
bilun í vélinni. Maðurinn hennar
hélt utan um hana og hún reyndi
að leyna grátinum en greinilegt var
að henni leið illa,“ segir Andri
Árnason farþegi í vélinni. Hann
segir þessa flugferð hafa verið mik-
ið ævintýri sem byrjaði á klukku-
tíma seinkun.
„Svo þegar við vorum í flugtaki
snarhemlaði flugstjórinn og snéri
við. Farið var aftur inn í Leifsstöð
og beðið í tvo tíma. Svo var til-
kynnt að búið væri að gera við vél-
ina og við fórum á loft. Efthr tíu
mínútna flug tókum við krappa
beygju, snérum við og flugstjórinn
tilkynnti um einhverja bilun,“ seg-
ir Andri en á þessum tímapunkti
voru nokkrir í vélinni farnir að
gráta. „Svo þegar við vor- .
um við það að lenda ^
reif hann vélina upp
aftur og mikið panik-
ástand myndaðist í vél-
inni. Við gerðum svo aðra til-
raun og lentum,“ segir Andri og
viðurkennir að hann hafi orðið
nokkuð smeykur.
Læknir með róandi
Andri segir að boðið hafi verið
upp á áfallahjálp fyrir þá sem það
þurftu og læknir hafi verið á staðn-
um og gefið fólki róandi. „Ég fékk
enga hjálp en fólk var orðið svangt,
þreytt og einhverjir voru farnir að
rífast.“ Hann segir danskan vin-
konuhóp hafa hágrátið í flugstöð-
inni en fluginu hafi verið aflýst
klukkan tíu um kvöldið og fólki
boðin gisting á Hótel Keflavík. Vin-
konurnar grátandi voru þá komnar
með lítra af brennivíni sem þær
skiptust á að staupa sig á. Andri
segir fólk hafa verið ósátt við hve
litlar upplýsingar hafi verið veittar
um gang mála.
„Daginn eftir kom svo önnur vél
frá mytravel.com og flaug með
okkur til Kaupmannahafnar. Þar
voru sýndar fínar kvikmyndir og
fékk ég gefins túnfisksamloku,"
segir Andri.
Aldrei nein hætta á ferðum
Ólafur Hauksson upplýsinga-
fulltrúi flugfélagsins segir að bilun
hafi orðið í ventli fyrir hitaloft-
streymi í farþegaklefanum og hafi
ekkert haft með flughæfni vélar-
innar að gera. „Oft á tíðum eru
þessar bilanir minni háttar og það
gekk illa að gera við þetta hjá okk-
ur. í þrígang leit út eins og allt væri
í lagi en þegar reyndi á græjurn-
ar reyndist það rangt,"
se8ir
Ólafur. Að-
spurður hvers
vegna vélin hafi j
verið skyndilega rif-
in upp í aðfluginu seg-
ir Ólafur: „Flugstjórinn ákvað af
einhverjum ástæðum sem við höf-
um ekki enn fengið skýringar á að
hækka flugið og koma aftur til
lendingar. Þetta er kallað go-
around og er alls ekki óalgengt í
flugi." Hann segir eðlilegt að fólki
sem er óvant þessu hafi brugðið
og nokkrir hafi orðið stressaðir
og þurft aðstoð. „Starfsmaður
okkar fékk lækni með þekkingu
í áfallahjálp til að koma og að-
stoða þá sem vildu. Það var
aldrei nein hætta á ferðum og við
„ Vinkonuhópurinn
danski var þá kominn
með líter afbrennivíni
og skiptust þær á að
staupa sig."
vorum fyrst og fremst að
hugsa um öryggi fólksins,"
segir Ólafur.
Allir fá aðra ferð
Ólafur segir það fasta
reglu hjá flugfélögum að ef
farþeginn kemst á áfangastað,
þótt honum hafi seinkað, telji
flugfélögin sig hafa uppfyllt
skyldu sína við hann. „En við
ákváðum í sárabætur vegna þess-
ara tafa og óþæginda að gefa öllum
farþegum aðra ferð.
Gjafabréf þess efnis
eru nú á leið til þeirra
og við viljum bara sýna
að okkur er ekki alveg
sama."
breki@dv.is
I lceland Express
I Hefur ákveðið að
I gefa öllum farþegum
I fría ferö vegna
I óþæglndanna sem
\ þeir urðu fyrir.
' ■ 7'
i»*
Ólafur Hauksson seg trbil-
I un íventli sem stjórnar hita-
1 streymi I farþegaklefa hafa
klikkaðogþvíhafiverið
ákveðið að snúa við.
Enn rignir stórstjörnum yfir Reykjavík 101
Kevin Spacey með súkkulaðiköku á Sólon
Óskarsverðlaunaleikarinn Kevin
Spacey vatt sér inn á veitingahúsið
Kaffi Sólon við Bankastræti í gær og
fékk sér sæti:
„Hann pantaði sér te, súkkulaði-
köku og eina kók,“ segir þjónninn á
Sólon sem reyndi að gera sem best
við þennan fræga gest. „Svo sat
hann bara hér, horfði út um glugg-
ann og naut kökunnar."
Ekki er ljóst hverra erinda Kevin
Spacey er hér á landi en samkvæmt
upplýsingum úr Flugstöð Leifs Ei-
rflcssonar kemur leikarinn hingað
oft. Sögusagnir eru á kreiki um að
Spacey eigi að leika eitt hlutverkið í
stórmynd Baltasar Kormáks, Little
Trip to Heaven, en ekki náðist í leik-
stjórann til að fá það staðfest. Er
mynd Baltasars þegar skreytt svo
mörgum stjörnum að varla er þar á
bætandi.
Kevin Spacey er einn dáðasti
kvikmyndaleikari samtímans og
hlaut óskarsverðlaunin fyrir hlut-
verk sitt í American Beauty. Þá átti
hann einnig stórleik í myndunum
LA Confidental, K-Pax, Usual
Suspects og Seven. Sem stendur er
Spacey við upptökur á nýjustu kvik-
mynd leikstjórans David J. Burke,
Edison, en þar leikur Spacey blaða-
mann sem kemst í hann krappan.
Kevin Spacey er ókvæntur.
__
Kevin Spacey Sett-
ist niðuráSólonog
fylgdist með manntif-
inu I Bankastræti.
Gítarnögl og
barnakerru
stolið í Eyjum
Meðal þriggja þjófnaðarmála
sem komu upp í Vestmanna-
eyjum í síðustu viku má nefna
þjófnað á barnakerru sem stolið
var fýrir utan heimahús. Kerran
fannst stuttu síðar óskemmd.
Hins vegar er ekki vitað hver
þarna var að verki.
Þá var tilkynnt um búðar-
hnupl í Bókabúðinni en á upp-
töku úr öryggismyndavél versl-
unarinnar kom í ljós að ungur
drengur hafði tekið gítarnögl.
Eftir að lögreglan ræddi við
drenginn viðurkenndi hann að
hafa tekið nöglina. Auk þess var
farið inn í heimahús og stolið
15.000 krónum og leitar
lögreglan að þjófnum.