Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST2004 27 MICHAEL MOORI REunáoGÍnn „Drepfyndin." „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund ÓÖH, DV orð." ★ ★★★ - HJ. Mbl. ★ ★★ - S.K. Skonrokk tJf'... ★ ★★- Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýr^spennumynd! ;/V ★ ★★★ „FjprOgt bió" ÞÞ FBlW' □□Dolby /DD/' Thx StMI: 551 9000 www.regnboginn.is SYND kl. 4, 6, 8 og 10 Toppmyndin á íslandi Uppáhaldsköttur allrar fjölskyldunnar er kominn i bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta latasta og feitasta kött i heimi! SYND kl. 5.40, 8 og 10.30 f „ L SÝND kl. 4 og 6 M/ISLENSKU TALI |MADDÍT2 M/l kL 4 MtOAVERÐ KR 500 SHAUN OFTHE DEAD kI.8og 10 B.l. 16 ára www.laugarasbio.is i rrm 6, 8 og 10 SÝND kl. 8 og 10.30 Eivör Pálsdóttir situr ekki auðum höndum. Hún er á kafi i undirbúningi á leiksýningunni Úlfhamssögu í nýju leikhúsi Hafnfirðinga. Þá stendur hún í lokafrágangi á nýjum diski sem 12 tónar gefa út í byrjun nóvember sem hefur að geyma lög eftir ýmsa höfunda, lög sem hafa verið henni kær í gegnum tíð- ina. Þar munu aðdáendur söngkonunnar heyra hana bregða fyrir sig söng á ýmsum tungumálum. En það er ekki nóg. Tvelr nýir diskar og túr Um nokkurt skeið hafa staðið yfir viðræður miili Lárusar Jó- hennasarsonur útgefanda Eyvar- ar og einnar virtustu stórhljóm- sveitar Evrópu, Big bands danska ríkisútvarpsins. Er ákveðið að Ey- vör muni á næsta ári ganga til samstarfs við hljómsveitina sem skipuð er tuttugu og fimm fínum músíköntum og vinna með þeim hljómdisk með úrvah laga hennar í nýjum útsetningum fyrir stór- hljómsveitina. Heimsókn til íslands? Stefnt er að útgáfu disksins í mars á næsta ári og verður útgáf- unni fylgt eftir um Skandinavíu með hljómleikahaldi í stærstu borgum skagans. Ekki erfyrirhugað að söngkon- an sæki okkur heim með þessa tuttugu og fimm Dani í eftirdragi, en vonir standa til að hægt verði að fá hljómsveitina hingað ásamt færeyska söngfuglinum haustið 2005 á Jazzhátíð Reykjavíkur sem þá verður haldin í september ef vani bregst ekki. Sú heimsókn væri þá í tengslum við fyrirhug- aða meginlandsför bandsins með ungfrúna. Mikil viðurkenning Ekki þarf að fara mörgum orð- um um að þessi frami Eyvarar er stór áfangi á leið hennar til ffægð- ar og viðurkenningar víðar í Evr- ópu en eylöndunum tveimur, ís- landi og Færeyjum. Big band danska rikisút- varpsins hefur starfað um ára- tugaskeið og gefið út fjöldann af hljóðritunum: bandið var stofn- að 1964 og spilar mörgum sinn- um á ári, bæði í danska útvarp- ið og á hljómleikum. Hefur ótölulegur fjöldi virtra lista- manna komið fram með hljóm- sveitinni á undanförnum ára- tugum og hún hlotið margs konar viðurkenningu fyrir fram- göngu sína. Eivör Pálsdóttir Er á góöri leið með að verða þekkt víðar en á Islandiog Færeyjum. Alicia neitar hvorki né viðurkennir Söngkonan Alicia Keys gaf sterk- lega í skyn að sögurnar um ástar- samband hennar við R&B-söngvar- ann Usher væru sannar. „Ég er með alveg frábærum manni en hann þarf ekkert endilega að heita Ush- er." Parið kynntist við tökur á lag- inu My Boo og fljódega fóru sögumar af stað. Keys vildi h'tið segja um hinn dul- arfulla ást- mann sinn en sagðist vera afar hamingju- söm. „Þetta er eitthvað fyrir mig að vita og ykk- ur að spá í.“ Anna aftur í sjónvarp Gullgrafaraljóskan Anna Nicole Smith hefur samþykkt að taka þátt í næstu seríu af raunveruleikasjón- varpsþættinum The Farm sem sýndur verður í Bretlandi. Þátturinn gengur út á að nokkrir einstaklingar em lámir búa á bóndabæ og allt er eins og það var fyrir 100 ámm. Það verður áhugavert að sjá hvernig Anna Nicole Smith á eftir að höndla þetta en hún fær ekki að taka með sér snyrtivörur eða neitt slíkt. Ásamt henni verða tíu aðrir á bóndabænum í heilar þrjár vikur og að sjálfsögðu er allt fest á filmu. Breskir veðbankar íhuga nú hvort þeir eiga að taka við veð- málum um þáttinn og þá einna helst hverjum Anna Nicole munu sænga hjá á meðaná tökum stendur. Bob Dylan opnar sig fyrir aðdáendum Knattspyrnumaðurinn Maradona grét í beinni útsendingu Vill bara Kúbu og kókaín Maradona Hefurnot- ið lífsins síðan hann hætti að spila knatt- spyrnu og raunar mun lengurenþað. Kókaínfitubollan sem einu sinni kunni að spila fótbolta, Diego Armando Maradona, brotnaði niður í beinni sjónvarpsútsendingu i Argentínu fyrr í vikunni og fór að hágráta. Maradona var í spjallþætti að ræða um það hvað erfitt hefði verið að yfirgefa Kúbu þeg- ar hann varð veikur í sumar. Maradona hefur búið á Kúbu síðustu ár en var fluttur aftur heim til Argentínu þar sem hann hefur legið á sjúkrahúsi. „Ég er gamall og veit hvað ég vil. Ég vil kom- ast aftur til Kúbu, það er það besta sem ég get gert," sagði ringlaður Maradona í sjónvarpsviðtali. Sfðan fór hann að gráta og byrjaði að tala um kókaínfíkn- ina. „Þegar maður er jafndjúpt sokkinn og ég þá er engin leið að komast út úr þessu," sagði hinn 43 ára gamli Mara- dona sem síðan hélt áfram að gráta og tala um sósíalísku paradísina sem Kúba væri. Hann hefur nú fengið grænt Ijós frá læknum á að flytja aftur til Kúbu en því fylgir vissulega áhætta sem hann veit ekki hvort hann er tilbúinn að taka. Dylan skrifar ævisögu Bob Dylan hefurnú settsaman ævisögu upp á 302 síður sem væntanleg er I verslanir núí haust. Dylan hefur lifað tímana tvenna og er líklega einhver afkastamesti lagahöf- undur sögunnar fyrir utan að hafa gefið út fjölda platna sjálfur sem margar hverjar hafa selst I bHförmum. Sjálfsævisagan kallast Chronides: Volume One og er gefin út afbókaútgáfunni Simon & Schuster. Heiti bókarinnar gefur til kynna að fleiri bindi séu væntanleg á næstu árum þótt bókaútgáfan eða Dylan hafi ekkertgefið uppi um slfkt. Hins vegar segja þeir bókina mjög áhugaverða og Ijóstra upp áhugaverðum staðreyndum sem ekki hafa komið fram áður. Það verður ekki dregið í efa hér enda hefurDylan umgengist þvilíkan fjölda affrægu og áhugaverðu fólki um ævina sem eflaust verður gaman að lesa um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.