Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST2004
Fréttir DV
Viggó Sigurðsson er drengur
góður og vill vel. Hann er
einnig einn af okkar færustu
handknattleiksþjálfurum.
Hann segiryfirleitt hug sinn all-
an og hefur gríðarlegt keppnis-
skap sem erlykillinn á bak við
þann árangursem hann hefur
náð.
Skapið á það til að hlaupa
með Viggó í gönur. Hann er
alltaf tilbúinn að gagnrýna
menn og málefni og sú
hreinskilni hans skemmir
stundum fyrir honum. Sumir
segja hann sjá samsæri gegn
sér i öllu. Það er aldrei logn-
molla í kringum Viggó.
„Viggó ermjög ákveðinn
maöur. Hann er skipu-
lagður og viljasterkur.
Keppnismaður mikill og
skemmtilegur persónu-
leiki. Hans helstu gallar
eru að hann á það til að vera
svolítið bráður og fljótur á sér. Þó
skapið sé hans helsti kostur þá
geturþað stundum farið meö
hann lika. En yfir allt þá er Viggó
Sigurðsson alveg toppnáungi."
Vignir Svavarsson, línumaður í Haukum.
„Hann er náttúruiega af-
skaplega mikill keppnis-
maður og lætur aldrei í
minni pokann. Hann
þekkir ekki hugtakið að
tapa og gerir það sjaidnast.
Hann er afskaplega hreinn og
beinn og ég hefkunnað vel við
hann alla tið. Einnig erhann krati
góður. Hann fer þó stundum
offari I hita leiksins og gengur
kannski skrefinu ofiangt. Hann
verður stundum að gæta að
skapi slnuen á móti kemur að ár-
angurinn næst ekki nema skapið
sé tilstaðar"
Guðmundur ArniStefánsson, alþingis-
maður.
„ Viggó þjátfaði mig fyrst í
Haukunum árið 1990
þannig að ég hefþekkt
hann lengi. Hann hefur
sína kosti og galla sem
þjálfari. Hann er fyrst og fremst
með mjög mikið keppnisskap
sem er hans helsti kostur en
einnig galli. Viggó er mjög
skemmtilegur náungi en getur
verið mjög erfiöur i samskiptum."
Halldór Ingólfsson, fyrirliðl Hauka.
Viggó ValdemarSigurðsson erfæddurárið
1954 og hefur getið sér gott orð sem hand-
knattleiksþjálfari. Hann var liðtækur í bolt-
anum á árum áður og hefurþjálfað meðal
annars I Þýskalandi og Hafnaríirði. Margir
hafa nefnt hann arftaka Guðmundar Guð-
mundssonar sem næsta landsliðsþjálfara en
þaö dylst engum að hann er umdeildur
maður. Hann á fjögurbörn en það eruJón
Gunnlaugur, Haraldur Stefán, Tómas Aron
og Rakel Margrét.
Lægri krafa
um ávöxtun
Aukin samkeppni á
íbúðalánamarkaði hefur
hleypt nýju lífi í skuida-
bréfamarkaðinn. Nú þeg-
ar bankarnir bjóða upp á
lægri vexti en ibúðaiána-
sjóður á verðtryggðum
íbúðalánum má ætla að
eftirspurn eftir lánum
íbúðalánasjóðs minnki og
að framboð á ríkistryggð-
um skuldabréfúm dragist
saman. Greiningardeild
íslandsbanka gerir ráð
fyrir að ávöxtunarkrafa
verðtryggðu flokkanna
fari undir 3,5% á lengstu
bréfunum fyrir árslok.
Flugmenn heppnir að forða stórslysi á síðustu stundu þegar aðeins tíu metrar skildu
vélar þeirra að yfir Mosfellsheiði. Varð þeim til happs að annar flugmaðurinn reisti
sína flugvél en hinn dýfði sinni vél. Reyndari flugmaðurinn óskaði strax rannsóknar
flugslysanefndar. Engar aðvaranir frá flugturni um að leiðir væru að skarast.
Flugvélar hánsbreidd irá
árekstri é Mosfellsheiði
Cessna og Piper
Það voru fiugvéiaraf
! Cessna- og Piper-
gerð sem nærriskullu
saman á mánudag.
Tveir flugmenn sluppu með skrekkinn þegar flugvélar þeirra
skullu nærri saman í 1700 feta hæð yfir Mos-
fellsheiði. Þeir voru hvor á sinni talstöðvar-
bylgju og fengu ekki viðvörun frá flugturni um
að ratsjá sýndi yfirvofandi árekstur.
Aðeins um tíu metrar skildu að
tvær flugvélar sem mættust yfir
Mosfellsheiðinni á mánudag.
Snarræði og heppni flugmann-
anna forðaði árekstri.
Önnur flugvélin hafði verið fyrir
austan fjall og var að koma inn til
lendingar á Reykjavíkurflugvelli
um miðjan dag á mánudag. Hin
vélin var á leið austur á æfinga-
svæði sem er yfir Mosfellsheiði og
Sandskeiði.
Annar upp og hinn niður
Flugmennirnir munu hafa séð
hvor til annars samtímis. Flug-
maðurinn sem kom að austan og
var smám saman að lækka flugið
brá á það ráð að dýfa sinni vél nið-
ur á við. í sömu andrá reisti hinn
flugmaðurinn sína vél eins bratt og
mögulegt var. Mun það vera mat
annars flugmannsins að einungis
hafi verið um 10 metrar á milli vél-
anna þegar minnst var.
Flugmennirnir voru ekki í tal-
stöðvarsambandi þar sem þeir
voru hvor á sinni bylgjulengdinni;
sá sem var að fara inn á æfinga-
svæðið var á sérstakri bylgju-
lengd fyrir það svæði en hinn
á bylgjulengd fyrir aðflug.
Farið er um fyrirfram ákveðnar
flugleiðir á þessum slóðum. Flug-
mennirnir komu hvor að öðrum
frá hlið áður en leiðirnar sköruð-
ust.
Sinnulausir og
grandalausir
Einn viðmæl-
andi DV, sem
sjálfur
reyndur
flugmað-
ur, segir
að þó að
flug-
mennirnir
hafi sjálfir
borið
nokkra sök
með því að
fylgjast
ekki nógu
vel með
annarri
flugumferð í
Hann telur í fyrsta lagi að Flug
málastjórn ætti almennt að að-
greina leiðir til og frá borginni frá
æfingasvæðinu á Mosfellsheiðinni. í
öðru lagi hefði flugumferðarstjóri
á vakt að gera flugmönnunum
viðvart að ratsjárskjár |
hans sýndi að leiðir
vélanna væru
um það bil
aðskar-
ast.
kringum
sig liggi or-
sökin
einnig í
vinnuregl-
um Flug-
mála-
stjórnar og
hjá flug-
umferðar-
stjórninni
í flugturn-
inum í
Reykjavík.
Hann telur í
fyrsta lagi að
Flugmálastjórn
ætti almennt að
aðgreina leiðir
til og frá borginni
austur úr frá æf-
ingasvæðinu á
Mosfellsheið-
inni. í öðru lagi
, hefði flug-
V umferð-
ar-
stjóri
á vakt átt að gera flugmönnunum
viðvart að ratsjárskjár hans sýndi
að leiðir vélanna væru um það bil
að skarast.
Flugslysanefnd rannsaki
Vélarnar sem um ræðir eru
tveggja og fjögurra manna. í báð-
um vélunum mun flugmaður hafa
verið einn á ferð. Þegar vélarnar
mættust voru þær í um 1700 feta
hæð.
Sá sem var á leið til Reykjavíkur
hélt áfram för sinni. Hinn sneri vél
sinni einnig fljótlega við og fylgdi í
kjölfarið inn til lendingar. Annar
flugmannanna mun vera tiltölu-
lega óreyndur en hinn þrautþjálf-
aður. Sá síðarnefndi mun hafa ósk-
að eftir því við Rannsóknarnefnd
flugslysa að atvikið verði skoðað
gaumgæfilega.
gar@dv.is
Þormóður Þormóðsson Rann-
sóknarnefnd flugslysa mun rann-
saka atvikið á Mosfellsheiði á
mánudag. Þormóður Þormóðsson
eryfírmaöur flugslysanefndar.
Veitingastaður í sömu höll og píramídi
Bitahöllin sver af sér Aquanet
„Ég hef ekki komið nálægt neinu
svona neti og myndi aldrei gera
það,“ segir Árni Gústafsson, eigandi
Bitahallarinnar við Stórhöfða, en
píramídinn Aquanet hefur aðsetur í
sömu byggingu. Þar hafa tugir ís-
lendinga lagt fram tugi þúsunda
króna í von um að píramídinn breiði
úr sér meðal einstaklinga og fyrir-
tækja. Aquanet var stofnað af Mark
Wells sem í vetur var viðriðinn
píramídann Sprinkle network. Wells
er sagður hafa tapað milljónum á
Sprinkle network, en efstir í nýja
píramídanum eru fleiri sem töpuðu
milljónum á Sprinkle.
Byggingin nefnist í daglegu tali
Bitahöllin, en það er nafn veitinga-
staðar Árna sem tekið hefur stóran
hluta af byggingunni frá 1988. Bygg-
ingin minnir mjög á höU, en veit-
ingamaðurinn viU taka af aUan vafa
um að hann tengist píramídanum.
„Þó svo að fólk kaUi húsið BitahöU-
ina þá er BitahöUin veitingastaður-
inn hér sem byður upp á heimilis-
mat í hádeginu á ódýru verði, 690
krónur með kaffi og öUu. Hér hefur
fólk verið að koma og spyrja mig
hvort ég sé með fundi um píramíd-
ann, en þeir fundir fara fram hinum
megin í byggingunni," segir Árni,
kóngur í Bitahöllinni.
jontrausti@dv.is
Árni Gústafsson Býður upp á heimilis-
maten ekki afsláttarkort og roknatekj-
ur, eins og nágrannar hans ÍAquanet.
Rann útágötu
tvisvar í sömu
vikunni
Vörubfll með
tengivagni rann
niður malarplan
hjá Sinkstöðinni í
Kópavogi og út á
Hagasmára sem
er umferðargata
sunnan við Smáralind í fyrra-
kvöld. Bfllinn var mannlaus þegar
atvikið átti sér stað og rann ein-
hverja hundrað metra. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni í Kópavogi er þetta í annað
skiptið sem þessi sami bfll rennur
út á götu en hann er í eigu verk-
takafyrirtækis í hverfinu. Lögregl-
an segir að annað hvort sé svona
illa gengið frá honum eða þetta
sé einhver bilun. Málið er í rann-
sókn.