Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Skilningsleysi að loka götu Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) lýsa undrun . sinni á því skilningsleysi á hagsmunum rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur sem birtist í þeirri ákvörðun borgarinnar að loka Hverfls- götu neðan Snorrabrautar í gær á milli kl. 7-9 og 15-18 og sömu götu á milli Snorra- brautar og Rauðarárstígs all- an daginn í tilefni af evr- ópskri samgönguviku. í til- kynningu frá SVÞ segir að ljóst sé að með þessu sé fólk hrakið úr miðbænum og þeir sem vegna vinnu sinnar þurfl að fara í miðbæinn lendi til dæmis í því við bfla- stæðahús að komast ekki inn í þau fyrr en eftir kl. 9 og síðan ekki heim fyrr en eftir kl. 18 í dag. Rósaþjófará Húsavík Jan Aksel Klit- gaard, garðyrkjustjóri Húsavíkurbæjar, seg- ir að í sumar hafi mörgum plöntum úr gróðurhúsum bæjar- ins við Ásgarðsveit verið stolið. Jan segir á heimasíðu bæjarins að hansarósum, sem keyptar vom sérstaldega til að hafa við hraðahindran- ir, hafi öllum verið stolið. Síðan hafl tveimur reynivið- arplöntum verið stolið, en þær hefðu verið hluti sér- staks ræktunarverkefnis. „Þó fólki flnnist trjáplöntur ekki mikils virði er þessara reyni- viðarplantna sárt saknað og er fdutaðeigandi beðinn um að skila þeim í gróðurhúsið aftur," segir Jan. Gaukur látinn Gaukur Jörunds- son, dómari við marmréttindadóm- stól Evrópu, lést í fyrrakvöld. Hann hefði orðið sjötugur á morgun. Gaukur var einn virtasti lögfræð- ingur þjóðarinnar. Hann var dómari við mann- réttindadómstólinn frá 1998. Hann var prófessor í lög- fræði við Háskóla íslands og fyrsti umboðsmaður Alþing- is. Forseti mannréttinda- dómstólsins sagði í tilkynn- ingu í gær að Gaukur hefði verið afburða dómari sem hefði notið mikillar virðingar og væntumþykju frá öðrum dómurum og samstarfsfólki. Grétar Ólafur Hjartarson knattspyrnumaður Landsíminn „Ég er bara frekar góður hérna i Keflavíkinni. Er í lúgunni núna áBoggabarað fá mérpylsu. Ég fæ mér bara með tómatsósu, uppi og ofan á. Maður getur leyft sér svona þar sem tlmabilið er búið og það er bara afslöppun þessa dagana. Maður er bara sáttur við að liðið hélt sér uppi í sum- ar miðað við það sem komið var. Ég er að fara eitthvað út að prófa og þaö kemur I Ijós I næstu viku hvertþað er,"segir Grétar Ólafur Hjartarson knatt- spyrnumaður i Grindavík. Kennarar sækja í verkfallsmiðstöðina í Borgartúni 22 til að finna fyrir samstöðu og forðast aðkast og rifrildi. Þeir segja sveitarfélögin sitja á strák sínum, spara milljónir á dag á meðan á verkfalli stendur og safna fyrir hækkuninni. Á meðan komist börnin ekki í skóla. Kennarar verða tyrir aðkasti almenninns í verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni 22 ríkti mikil samstaða þegar DVleit við. Kennararnir sátu saman í hópum, drukku kaffi og borðuðu vínarbrauð á milli þess sem þeir sinntu verk- fallsvörslu og þurftu margir einnig að hafa ofan af fyrir börnun- um sínum, því vissulega eiga kennarar líka börn í grunnskólum. „Maður þarf að skammast sín fyrir að vera kennari. Fólk vindur sér að okkur og fer að skammast í okkur fyrir að það þurfi að ráðstafa börnunum sínum annað en í skól- ann. Það er eins og fólk haldi að kennsla í grunnskólum sé bara hlutastarf og við fáum fúlgur fjár fyrir þetta lítilræði. Það ríkir miidð skilningsleysi, fólk vill bara að við kennum börnunum þeirra og ekk- ert múður,“ sagði einn kennaranna sem var að sækja kanelsnúð og djús handa ungum syni sínum sem sat niðurlútur við gluggakistu og horfði út á götu. Hann sagðist ekki hafa gaman af að hanga þarna í þessari fólksmergð og vildi komast aftur í skólann. Margir kennaranna töluðu um að gott væri að vera i miðstöðinni og finna fyrir samstöðunni vegna þess að fyrir utan hana væri fólk reitt og pirrað og sýndi málstað þeirra lítinn skilning. Ekki nógu mikil pressa „Engar athugasemdir," segir kennari þegar hann skilar inn verkfallsvörslueyðublaði úr skóla sem hann var að athuga. Blaðið er sett í möppu þar sem það bíður ásamt fjölda annarra eyðublaða eftir að farið verði yfir það. Síðan er unnið úr athugasemdunum og ákvörðun tekin um hvort aðgerða sé þörf. „Það sem við erum aðallega að gera í verkfallsvörslunni er að punkta hjá okkur atriði á kennslu- svæðunum sem eru á gráu svæði, þ.e.a.s. þegar verið er að nota skólastofur og fleira sem þeir sem ekki eru í kennarasambandinu að- hafast í skólunum. Ef ekkert verður farið að þokast eftir helgi verður „Fyrst við erum komin í verkfall á annað borð liggur sveitarfé- lögunum alls ekkert á að semja við okkur." sett meiri harka í verkfallsvörsluna og harðar tekið á þessum gráu svæðum. Ef börnin þyrftu öll að vera heima væri samningsstaðan allt önnur. Það er ekki nógu mikil pressa á sveitarfélögunum eins og staðan er í dag.” segir Ólafur Lofts- son formaður Kennarasambands Reykjavíkur sem situr og tekur á móti eyðublöðum verkfallsvarða. Sveitarfélögin safna fyrir hækkuninni „Fyrst við erum komin í verkfall á annað borð liggur sveitarfélögun- um alls ekkert á að semja við okkur. Þau eru að spara lifandis ósköp á því að við séum í verkfalli og reyna örugglega að halda okkur í verkfalli á meðan þau safna upp í kostnað- inn. Þvi lengur sem verkfallið varir, þeim mun lengur þurfum við að vinna til að það borgi sig, þetta er alvarlegt mál,“ sagði ungur kennari sem var svartsýnn á að verkfallið leystist í bráð. Við endann á langborði sitja bræðurnir Magnús og Böðvar og tefla. Mamma þeirra er kennari og mætir samviskusamlega til að sýna kollegum sínum samstöðu. Bræðr- unum finnst allt í lagi að taka smá- frí frá skólanum en segjast ekki vilja að verkfallið vari lengur en í mesta lagi fram yflr helgi. rap@dv.is Kristín og Erla kennarar í Lindaskóla Sáu um að nóg væri af samskotsbakkelsi og segja kennararana þurfa á mikilli orku í verkfallinu Lærðu mannganginn í verk- fallinu Bræðurnir Magnús og Böðvar tefla á meðan móðir þeirra ræðir Vill setja meiri pressu á sveitar- félögin Ólafur Loftsson tekur ámóti eyðublöðum verkfallsvarða og segir að aðgerðir muni harðna á næstunni. DV-myndir Stefán Kennarar í Landakotsskóla eru ekki í verkfalli Verða greindari í verkfallinu „Það er ekki verkfall.“ sagði Aron sem var að leika sér í fótbolta með bekkjarfélögum sínum á skólalóðinni fyrir utan Landakotsskóla. Aron sagð- ist vera hæstánægður með að geta mætt i skólann og þurfa ekki að hanga heima og láta sér leiðast. „Landakotsskóli er sjálfstæður samningsaðili við kennarasamband- ið. Kennararnir í skólanum greiddu atkvæði um verkfall á mánudaginn og verða þau talin á morgun [í dag]. Ef kennarar skólans ákveða að fara í verkfall til að sýna samstöðu með öðrum kennurum þá mun það ekki hefjast fyrr en að liðnum tveggja vikna tilkynningarfresti," sagði Hjalti Þorkelsson skólastjóri í samtali við DV. Vinkonumar Vaka, Bríet, Inga, Korka og Lára segja að þeim finnist það bara ljómandi ágætt að vera í Olga, Bríet, Inga, Korka og Lára Vinkon- urnar höfðu áhyggjur afað önnur grunn- skólabörn þyrftu að vera I skólanum um jól- in. skólanum í staðin fyrir að vera í verk- falli. Þeim finnst æðislegt að þurfa ekki að hanga heima hjá sér og segja að það sé bara oftast mjög gaman í skólanum. „Við verðum ömgglega bara greindari af því að við erum í skólan- um að læra þegar hinir krakkamir geta ekki lært,“ sagði Bríet. Sæll og glaður Aron lék sér í fótbolta meö bekkjarfélögum sinum hæstánægður með aö þurfa ekki að hanga heima. „Það sem ég held, sko, er að hinir krakkamir, sem em í verkfalli fái ör- ugglega bara minna frí. Kannski þurfa þau að vera í skólanum um jólin," bætti Vaka við. rap@dv.is Nemar passa nema Verkfallsvörðum kennara hef- ur stundum bmgðið þegar þeir em á ferð um höfuðborgarsvæð- ið. Þegar þeir heimsækja íþrótta- hús hafa þeir hitt hópa barna frá 6 til 9 ára. Þeir hafa hins vegar, að sögn, átt erfitt með að finna nokkurn fullorðinn á staðnum sem væri í forsvari og bæri ábyrgð á starfseminni. Kennararnir segja það tíðkast að unglingar og jafn- vel gmnnskólanemendur séu þar við störf með stóran hóp barna. „Við veltum fyrir okkur hvort ver- ið sé að leggja allt of mikla ábyrgð á herðar þessara unglinga," segir í dagbók verkfallsvarðanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.