Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 31
J3V Síðasten ekkisíst FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 31 * Staða forsjárlausra feðra Nú á haustþingi hyggst ég leggja fram þingsályktun þar sem félags- málaráðherra verði gert að gera athugun á stöðu forsjárlausra feðra. Fjárhagsstaða fráskilinna feðra sem búa við meðaUaun og lægri er afar slæm. Núverandi staða Það getur verið afar þung raun fyrir umhyggjusama feður að skilja við fjölskyldu sína og í kjölfarið fá „skammtaða" fjóra daga á mánuði með börnum sínum. Eftir skilnað taka við mikil útgjöld hjá „umhyggju- sömum“ feðrum. Þeir vilja hag barna sinna sem mestan. Þeir vilja hag bamsmóður sinnar sem mestan og síðast en ekki síst vilja þeir geta hreiðrað um sig með ágætum hætti og tekið með reisn á móti bömum sínum þegar svo ber undir. Um- hyggjan kostar feðuma mikil útgjöld sem fæstir þeirra ráða við í dag. Fyrir það fyrsta er húsnæðisaðstoð af afar skomum skammti fyrir þennan tiltekna hóp einstaklinga. Ágætt Kjallari Gunnar Örlygsson vill bæta kjör forsjár- lausra feðra. leiguhúsnæði krefst á stundum rúm- lega helmings nettótekna viðkom- andi, nýr bfll, ný húsgögn og við taka meðlagsgreiðslur sem taka stóran toll af annars lágum nettólaunum þeirra sem hér um ræðir. Syrtir í álinn Því miður er þetta raunveruleik- inn á íslandi árið 2004. Því er brýnt að tafarlaust verði 'gripið í taumana. Hjálparstofnun kirkjunnar, ASÍ og fleiri stofnanir og félagasamtök stað- festa vandann í sínum skýrslum. Fátæktaraukning meðal einstæðra karlmanna hefur stóraukist. Mikil hætta skapast við slíka þróun. Menn leiðast af braut, misjafnlega þó. Sumir yfirgefa landið, aðrir sökkva í þunglyndi, aðrir í óreglu og jafhvel sumir geta leiðst út í glæpi, bitrir og reiðir yfir erfiðu hlutskipti sínu. Hvað er til ráða? í Noregi var gripið til þess ráðs að bjóða skattaafslátt til tekjulægri manna á móti meðlagsgreiðslum þeirra. ASÍ leggur áherslu á húsnæð- ismálin og leggur áherslu hjálpar- hönd í formi ráðgjafar. Þróun leigu- og húsnæðisverðs hefur verið efna- minna fólki mikill dragbítur. Það sjá það allir að leiguverð á meðalhús- næði í höfuðborginni er ekki í takt við nettólaun þeirra sem lægri hafa tekj- umar. Sjálfur er ég ekki með neina galdralausn, vil þó vekja athygli á vandanum og legg því til að félags- málaráðherra taki máfið til alvarlegr- ar meðferðar í ráðuneyti sínu. Ég er þess sannfærður að ríkið tapi frekar en vinni í aðgerðaleysi sínu. Það er ekki spamaður fyrir rik- ið að taka á móti örmagna og lífs- leiðu fólki vegna dapurra aðstæðna í Noregi var gripið til þess ráðs að bjóða skattaafslátt til tekjulægri manna á móti meðlagsgreiðsl- um þeirra. þeirra. Aukinn lyfjakostnaður, sjúkralega, fangelsisvist o.s.frv. kosta rfldð langtum meira í efnahagslegum skilningi. Rétt er að búa þannig um hnútana að fólk geti komist af í fjár- hagslegum skilningi. Að endar nái saman og hægt sé að halda mann- legri reisn er algjört grundvallaratriði fyrir þegna okkar ríka lands. Ég hef rætt við kirkjunnar menn um þessi mál. Ég hef fengið mjög sorglegar sögur og lýsingcir á hvemig komið er fyrir fjölmörgum góðum mönnum. Þingmennskan á sér einnig hliðar sem almenningur tekur ekki jafnan eftir. Sjálfur hef ég fengið símhring- ingar og heimsóknir frá feðmm sem vart eiga sér von. Það er afar sorglegt að horfa upp á samferðarfólk okkar í svo til vonlausri stöðu. Aðgerða er þörf. Hvað segir mamma „Ég er rosalega heppin að eiga svona yndislegan dreng sem er alltafsvona góður við mömmu sína. Mér finnstþeir eiginlega aldrei fara yfír strikið þvi maður erýmsu vanur, ég fíla þá mjög vel."segir Hafdis Sveinsdóttir móðir Auðuns Blöndal sjónvarpsmanns á Popptívi. Hafdís segirAuðun kannski ekki stjana við sig Imaten hann geri það í öðru. Hún horfí alltafá þáttinn hjá strákunum og segir strákinn sinn alltafvera í djókinu.„Hann jafnaðistá við heilan her sem barn en róaðist nokkuð þegar hann var svona fjórtán ára. Hann var mjög þægilegur sem unglingur og kannski hann sé að kom- ast á gelgjuna fyrst núna, “ segir Hafdís og hlær. Hún segir þau hafa búið I Ameriku en svo flutt á Sauðárkrók þar sem Auðunn ólst upp.„Hann var mjög góður drippl- ari I körfunni og var svo I fótbolta á sumrin. Og það er engin lygi að hann er alveg hryllllega tapsár og það er ekki hægt að spila við hann,“segir Hafdls og bætir við:„Hann hættir oftast þegar hann er að tapa en efhann er aö vinna stríðir hann öllum og lætur mann ekki I friði.' Auöunn Blöndal er einn stjórnenda hins vinsæla sjónvarpsþáttar 70 mínútna á Popptíví. Þeir félagar keppa oft l hinum ýmsu keppnum og hefur þaö vakiö athygli hversu tapsár Auddi er. Þeir munu hætta með þættina núi desember eftlr ansi gott gengi i mörg ár. • Margir muna enn eftir frétt Morgun- blaðsins í fyrra um að Júlíus Vífill Ingv- arsson, fyrrverandi borgarfufitrúi, væri líklegur til að setjast í stól þjóðleikhús- stjóra á eftir Stefáni Baldurssyni. Af því verður þó ekki í bili að minnsta kosti. Júlíus sem verið hafði framkvæmdastjóra Bflheima lét þar af störfum þegar fjölskyldufyrirtækið var selt og hefur verið hljótt um hann síðan. Auk þess að vera lærður sem ópem- söngvari er Júlíus lögfræðimennt- aður. Og nú er hann farinn að dúkka upp á dagskrá dómstólanna sem slflcur. Þessa dagana annast hann til dæmis vörn manns eins sem fyrirtækið Holræsahreinsunin ehf. sækir að vegna meintrar skuld- ar... > Finnur Beck, fréttamaðurinn gekk að eiga unnustu margra ára, Maríu Hrund aningarfull- trúa hjá KOM, skemmstu. Nokkmm dögum fyrir brúðkaupið hafði Finnur mætt til vinnu sinnar eins og venjulega og verið sendur í fjármálaráðuneytið til að ræða við fjármálaráðherra um skattamál... • Þegar Finnur ætlaði að spyrja ráðherrann spjömnum úr neitaði Steingeldur dómari Bjami í Rimahverfi hringdi. „Ég var að velta vöngum í sam- bandi við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann sem væntan- lega verður hæstaréttardómari. Nú hefur maðurinn skrifað svo margar greinar í gegnum tíðina, einhver var að tala um að hann hefði komið mörg þúsund sinnum fram að segja skoðun sína á hinum og þessum Jón Steinar Gunnlaugsson Geir H. Haarde staðfastlega að svara spurning- um fréttamanns- ins, sagði hann yfirlýstan vinstrimann sem augljóslega gengi erinda þeirra með spurningum sínum. Finnur hummaði þessa undarlegu hegð- un ráðherrans af sér í fyrstu en þegar ráðherra harðneitaði að svara nokkrum spurningum brást Finnur hinn versti við. Þá spruttu fram allir vinir fréttamannsins úr bakherbergi og hlógu dátt að upp- átækinu ásamt fjármálaráðherra og Finni sjálfum þegar hann áttaði sig á því að verið var að steggja hann. Upptakan var svo að sjálf- sögðu sýnd í brúðkaupinu við mikinn fögnuð viðstaddra... Lesendur málum. Er ekki maðurinn bara steingeldur sem dómari, ef hann verður valinn? Hann er búinn gera sig vanhæfan í svo mörgum málum því hann er búinn að lýsa skoðun sinni um afit og úti um allt. Verður hann ekki bara sá dómari sem hefur ekkert að gera, ef hann verður val- inn? Og yrði hann ekki vanhæfur gagnvart fólkinu sem er að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu honum til handa ef nafn þeirra kæmi fyrir dómstólinn? Ég held að maðurinn sé alveg vita vonlaus í þetta emb- ætti.“ „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR" ff » N Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr.10.700 (Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr.18.300 (Þú sparar 8.700) dSEESð HyQHQÍB BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3*103 Reykjavik Miðasala 568 8000 • www.borgarleikhus.is HELGA BRAGA & STEINN ÁRMANN VODKAKÚRÉNN í AUSTURBÆ Miðasala www.midi.is Og í sima 551-4700 www.vodkakurinn.is LQÍkstjóri Kristlaugu Maríu Sigurðardóttlr Gunnar Ingi Gunnsteinsson Forsýning mið. 29/9 kl. 20.00 sæti faus Frumsýning fim. 30/9 kl 20.00 Örfá sæti laus Sun. 3/10 kl.20.00 Örfá sæti laus j •** ■v v' V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.