Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus FIMMTDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 25 Stór yfirlitssýning opnuð um helgina á Fríkirkjuveginum Listasafnið sýnir hluta aí gjöi Sýningin sem verður opnuð á laugardaginn er kölluð TILBRIGÐI VIÐ STEF og er markmið hennar að gefa heildstætt yfirlit yfir listferil Guðmundu og meginþemu. Dýpka skilning áhugamanna um myndlist á stöðu hennar í íslenskri og alþjóð- legri listasögu. Alls eru 90 verk á sýningunni sem spanna all- an listferil hennar. Það liggur í frétta- tilkynningum Listasafhsins að þörf sé á því. Guð- munda er af þeirri kynslóð íslenskra lista- manna sem stóð fyrir uppreisn og nýmælum í myndlist okkar um miðja síðustu öld. Örlög margra uppreisnarmanna eru þau að spor- göngumenn þeirra ata þá auri og kalla þá forkastanlega. Guðmunda var lengi talin í hópi einangraðra abstraktista en nú gefst okkur tæki- færi til að skoða lífshlaup hennar og feril í stórri og glæsilegri sýningu. Tími til kominn - segja sumir Væri haldin yfirlitssýning á verk- um hennar ef ekki hefði komið til glæsileg gjöf hennar fyrir tveimur árum þegar hún arfleiddi þjóðina að stórri listaverkagjöf? Listasafn íslands geymir nú 462 verk eftir Guðmundu, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar sem gefa gott yfirlit yfir listferil hennar og veita spennandi innsýn í sköpunar- feril þessarar nettu og að því virtist veikbyggðu konu. Samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara var stofn- aður styrktarsjóður í hennar nafni sem er í vörslu Listasafns íslands. Samkvæmt skipulagsskrá Styrktar- sjóðs Guðmundu Andrésdóttur er markmið hans „að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms“. Stjórn sjóðsins veitti í sumar tveimur ungum listamönnum styrk að upphæð 1.500.000 krónur. Þetta mun vera hæsta styrkveiting sem veitt er einstökum hstamönnum á íslandi. Sýning Svavars breytti öllu Guðmunda Andrésdóttir fæddist í Reykjavík 3. nóvember árið 1922. Árið 1945 varð Guðmunda fyrir hug- ljómun sem varð til þess að hún lagði út á þyrnum stráða braut mál- aralistarinnar: hún var ein af mörgum bæjarbúum sem sóttu tímamótasýningu Svavars Guðna- sonar í Listamannaskálanum. Lit- irnir og hinn mikli kraftur í myndum Svavars sem heilluðu hana og marga aðra af hennar kynslóð. Guðmunda hélt til Svíþjóðar til náms haustið 1946 og dvaldi þar í tvo vetur. Árið 1949 lauk Guð- munda kennara- prófi frá Mynd- lista- og handíða- skóla fslands og stundaði teikni- kennslu og málaði. Tveimur árum seinna hélt hún til Parísar og sökkti sér í strauma og Átrúnaður eftir Guðmundu stefnur í sam- tímalist, geó- metrískt abstrakt eða konkretlist, sem einkenndist af hvössum form- um og sléttum, eintóna litaflötum. Oddhvöss form og hringir Árið 1956 hélt HH Guðmunda sína fyrstu einka- sýningu sem einkenndist af oddhvössum formum í hreinum og skærum litum í anda konkretlistar. Á Haustsýningu Félags íslenskra myndlistar- verkum hennar þar sem hringir og hreyfing eru orðin aðalmyndefnið. Hringformið var þá komið til að vera í list Guðmundu. List Guðmundu einkennist öðru fremur af sterkri rannsóknarþrá sem birtist í ítarlegri úrvinnslu og látlitlum tilbrigðum við form; ljós og hreyfigildi hringsins urðu eitt af helstu viðfangsefrium hennar frá lokum 7. áratugarins og eru hringamyndir hennar vel þekkt- ar enda stíll hennar afar persónuleg- ur. Viðfangsefni hennar eru samt sem áður margvísleg þegar allur list- ferill hennar er skoðaður og í upplif- un áhorfandans eru verk hennar opin fyrir ýmsum formrænum merkingum og vísunum í náttúruna og umhverfið. Septem - og síðborinn heiður Árið 1974 fann Guðmunda sinn fasta sýningarvettvang þegar Sept- em-hópurinn hóf sýningarhald, sem varð árviss viðburður til loka níunda áratugarins. Guðmunda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur árið 1995. í tilefni sýningarinnar er gefin út bók um list Guðmundu, sem er styrkt af KB banka. í bókinni er fjöldi ljósmynda af verkum Guðmundu og rit- gerðir um list hennar eftir listfræðingana Dagnýju Heiðdal og Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur. Sýningin stendur frá 25. september- 31. október og það er ókeypis inn á miðvikudögum. Loksins, loksins eru málverk barónsins sýnd Gömul gáta leysist Nú um helgina verður opnuð önnur minni sýning á Listasafni Islands en sú sem mest pláss tekur hérl opnunni: tvö málverk úr eigu Charles Gauldreé Boilleau, barónsins á Hvítárvöllum, verða sýnd I fyrsta sinn en þau hafa verið i eigu Ustasafnsins frá 1934. Verkin komu hingað þegar baróninn settistaö á Hvltárvöllum og byggði þar allt upp. Þau kallast Arion and The Dolphin IArion og höfrungurinn) og Ortheus Taming the Animals (Orfeus temur dýrin). Verkin eru talin vera frá Flórens á ítaliu en ekki hefur fengist óyggjandi svar um hver höfundur þeirra er. Þegar eigur barónsins glutruðust niður eftir sviplegt sjálfsmorð hans eignaöist Einar Benediktsson skáld þessi verk og voru þau til prýðis I villu hans á Laufásvegi. Þegar Einar og Margret fluttuí Veltusundið um það bil sem sambúð þeirra varað Ijúka hurfu verkin og var lengi talið að ThorJen- sen hefði eignast þau. I fréttatilkynningu Listasafnsins ersagt að safnið hafi eignastþau árið 1934„eftir hrakningar iLondon" og hefur þá Einar tekið þau þangað i einhverri afdvölum sínum þarytra. Annað verkanna er fullviðgert og forvar- ið á sýningunni, en hitt verkið er einungis forvarið. Gefst nú almenningi tækifæri til að sjá hvaða smekk baróninn hafði á myndlist. Örlög barónsins hafa löngum verið mönnum hugleikimJakob Magnússon hafði lengi á prjónunum kvikmynd um ævi hans; Þórarinn Eldjárn hefur samið um hann skáldsögu byggða á heimildum og kemur hún vonandi út í haust. Þeir sem vilja snerta dýrð þessa mæta manns geta tölt Barónsstiginn og litið inn í 10-11. Það erfjósiðhans. lilnelningar tll menningarerMauna í flokki tónlistar Viö sem skipum dómnefndina vorum sammála um aö það væri æskilegt að tilnefningamar endurspegluðu þá miklu breidd sem er ííslensku tónlistarlífí og að allir þeir aðilar sem sköruðu fram úr ííslenskri tónlist á árinu 2003 kæmu til greina hvort sem þeir voru að fást við klassík, djass, popp eða framúrstefnu. Caput-hópurinn hefur um árabil verið HT !'""j V'jgp8® « ‘ ~ einn helsti aflvaki á sviði nútímatónlistar á lslandiogþottviðarværileitað.Arið2003 - f * stóð hópurinn m.a. að mögnuðum tónleik- ™ um þar sem flutt voru tvö merk tónverkfrá | *,' m 20. öldinni, Pierrot lunaire eftir Schönberg l? \ \ > og Hamar án meistara eftir Pierre Boulez. ' ' Bæði verkin gera gríðarlegar kröfur til flytj- enda, sem Caput stóðst með stökustu prýði. Þá tók Caput þátt í tónleika- haldi 15:15-raðarinnar í Borgarleikhúsinu og lék þar m.a. verk eftir Hauk Tómasson og Atla Ingólfsson, en hópurinn hefur einmitt hljóðritað verk beggja fyrir sænska útgáfufyrirtækið BIS. Islenska óperan - Makbeð Sýning íslensku óperunnar á Makbeð ---------------------------~ eftir Giuseppe Verdi var einn afhápunktum £ri * starfsemi hennar frá upphafi. Elin Ósk Ósk- arsdóttir fórmeð hlutverk lafði Makbeð og hlaut frábærar viðtökur og sama má segja um aðra einsöngvara. Óperan gekk fyrir fullu húsi i rúman mánuð og varð það til að skerpa vitund almennings um rekstrar- ---------------------------- vanda Óperunnar að tap á hverri sýningu nam samt sem áður rúmri milljón króna. Má segja að flutningurinn á Makbeð hafi markað spor í óperuflutn- ingi á islandi, sem sést best á þvi að síðan hefur umræða um framtíðarhlut- verk og -húsakynni Óperunnar verið ofarlega á baugi. Jazzhátíð Reykjavíkur Undanfarin 13 ár hefur Jazzhátið Reykjavíkur verið fastur liður í tónleikalífi höfuðborgarinnar. Hún á upphaf sitt í Skandinavískum útvarpsdögum og síðan Rúrek, en hefurfrá árinu 1994 fengið fast- an sess sem Jazzhátið Reykjavíkur. Vegur hennar hefur aukist jafnt með þróun djass- leiks á islandi undir skinandi stjörnu ört vaxandi djassdeildar FÍH sem frá 1994 hefur séð um undirbúning og fram- kvæmd hennar. Á hátiðinni getur að heyra hverju sinni það besta sem gerist i djassheiminum og hefurhún orðið ungum íslenskum tónlistarmönnum slik uppspretta að i dag er meðal þeirra að finna tónlistarmenn i hópi þeirra bestu í heimi djassins. Mínus Rokkhljómsveitin Mínus hefur verið i fremstu röð síðustu ár. Hún hefur frá upphafi gert hlutina eftir eigin höfði og verið óhrædd við að gera tilraunir og fara ótroðn- ar slóðir í tónlist sinni, án þess að missa nokkurn tima sjónar afrokkinu. Mínus hefur þróað sinn eigin stíl og vakið verðskuldaða athygli erlendis. Hún sendi árið 2003 frá sér sína þriðju plötu, Halldór Laxness, sem að mati margra bar höfuð og herðar yfir aðrar útgáfur ársins ípopptónlistargeiranum. Minus er lika einstök tón- leikasveit og spilaði á mörgum eftirminnilegum tónleikum á árinu. Steintryggur Ein af athyglisverðustu og metnaðar- fyllstu útgáfum ársins 2003 var plata Stein- tryggs Dialog. Steintryggur er samstarfs- verkefni trommuleikaranna Sigtryggs Bald- urssonar og Steingrims Guðmundssonar, en fjölmargir aðrir tónlistarmenn bæði inn- lendir og erlendir koma við sögu á piöt- unni. i tónlist Steintryggs mætast ólikir tón- listarheimar. Vestrænni tónlist (rokki, djass, danstónlist...) er blandað sam- an við heimstónlist frá ýmsum heimshlutum. Úr verður samtal ólíkra menn- ingarheima sem er í senn frumlegt og kraftmikið. ívalnefnd tónlistar sátu Trausú Júlíusson gagnrýnandi, Ámi Heimir Ing- ólfsson tónlistaríræðingur og Bjarki Sveinbjömsson tónlistarbæðingur. rMi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.