Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 Fréttir 33V Sakaður um svikáný Sveitarstjórn Mýrdals- hrepps telur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið brjóta tveggja ára gamalt samkomulag um að ríkið yfirtaki 15% kostnaðrahlut- deild sveitarfélaga í stofn- kostnaði heilsugæslu- stöðva og sjúkrahúsa. Ráðuneytið krefst þess að sveitarfélög á Suðurlandi greiði 15% af kostnaði við byggingu hjúkrunar- deildar við sjúkrahús- ið á Selfossi. Þetta segir sveitcirstjórnin furðu- legt þar sem samið hafl verið um að framlög ríkis- sjóðs í Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga lækkuðu gegn því á að ríkið yflrtæki kostnað- arhlutdeild sveitarfélag- anna. Sjóðir vilja sameinast í tilkynningu frá Líf- eyrissjóðnum Framsýn og Lífeyrissjóði sjó- manna segir að áfram verði stefht að samein- ingu sjóðanna tveggja. Drög að samkomulagi um sameiningu verða kynnt fyrir aðildarfélög- um og sjóðfélögum síðar á þessu ári. Stjórnir sjóð- anna gerðu með sér samkomulag í apríl sl. um að kanna hvort hag- kvæmt gæti verið að sameina sjóðina. Við- ræðunefnd stjórna sjóð- anna telur margt mæla með sameiningu og því var samþykkt að vinna áfram að málinu. Samstarf við írland Undirritað hefur verið nýtt samkomulag um und- irbúning samstarfs flug- málastjórna írlands og ís- lands um fjarskiptaþjón- ustu á Norður-Atlantshafl. Flugmálastjórn íslands hef- ur komið á fót nýju hlutafé- lagi, Flugfjarskiptum ehf., til að taka við öllum rekstri flugfjarskiptamiðstöðvar- innar í Gufunesi. Þetta gerir íslendingum kleift að taka upp samstarf við írsku flug- málastjómina, sem rekur samsvarandi ijarskiptastöð í Ballygreen skammt frá Shannon flugvelli. Sam- kvæmt samkomulaginu er gert ráð fýrir að samræmd- ur rekstur þessara tveggja fjarskiptastöðva hefjist í apríl á næsta ári og verði á tilraunastigi í eitt ár. „Framundan eru spenn- andi tímar en næsta verk- Hvað liggur á? er aö Ijúka ritgerö í lög- fræði sem setið hefur á hakanum." Svanhildur Hólm Vals- dóttir, fráfarandi um- sjónarmaður Kastljóss Sirrý á Skjá einum skrifáöi nýjan kafla í íslenska sjónvarpssögu þegar hún, í gærkvöldi, leiddi fram 21 árs gamla konu sem fæddi barn 1 byrjun mánaöarins án þess að vita af því aö hún væri ófrísk. Þó hafði heimilislæknirinn skoðað hana nokkrum dögum fyrir fæðinguna og taldi hana vera með bakverk. Ótrú- legt en satt. Sirrý, Jóna Guðrún og Kristófer Snær litli Saman rétt fyrir útsendingu á Skjá einum í gærkvöldi. „Ég ætla að panta DNA- rannsókn strax í dag. Ég vil fá úr þvískorið hvort ég á barnið eða ekki... Mér brá alveg ofsalega og er varla búin að ná mér enn." fyrir fæöingu Þann 1. september síðastliðinn fékk Jóna Guðrún Kristins- dóttir heiftarlega í bakið, svo illa að vinkona hennar taldi ekki óhætt annað en hringja á sjúkrabíl. Farið var með Jónu Guðrúnu á sjúkrahús þar sem hún fæddi barn skömmu síð- ar. Jóna Guðrún hafði ekki hugmynd um að hún væri ófrísk. Sjónvarpsáhorfendur gátu fylgst með Jónu Guðrúnu og heyrt sögu hennar hjá Sirrý á Skjá einum í gærkvöldi. Sjaldan fyrr hafa áhorfendur setið jafn gáttað- ir fyrir framan skjáinn og fylgst með frásögn sem fæstir trúa. En verða samt að gera. Jóna Guðrún er alls ekki einsdæmi. Ekki einu sinni hér á landi. Fitnaði bara „Ég get ekki sagt annað en að allt var þetta röð tilviljana. Ég fann aldrei fyrir barninu og mér er sagt að það hafl verið vegna þess að fylgjan var framan á. Svo var ég vön að fítna svona og þá mest á maganum," sagði Jóna Guðrún í gær og undir það tekur móðir hennar, Erla Haraldsdóttir: „Hún var alltaf að fima en ég spurði hana þó oftar en tvisvar hvort hún væri viss um að hún væri ekld ófrísk. Síðan ekki söguna meir.“ Núna eru þær báðar himinlif- andi með barnið sem braggast vel. Jóna Guðrún er staðráðin í að eignast fleiri börn „...þó ekki væri nema til að fá að njóta meðgöng- unnar sem ég missti af,“ segir hún. Faðirinn í vafa Faðirinn þó tvístígandi enda bjóst hann aldrei við þessu. Hann heitir Hjalti Már Kárason og er ekkert viss um að hann eigi barn- ið: „Ég ætla að panta DNA-rann- sókn strax í dag. Ég vil fá úr því skorið hvort ég á barnið eða ekki. Við Jóna Guðrún vorum saman í stuttan tíma og svo vissi ég ekk- i fyrr en allt í einu var hringt í mig. Mér brá alveg ofsalega og er varla búin að ná mér enn,“ sagði Hjalti Már sem er að læra hár- greiðslu. „Þó þetta hafi borið svona Með ömmu Erla Haraldsdóttir skiptir á barnabarninu sem kom svo óvænt í heiminn. snöggt og óvænt að þá get ég vitnað um að bamið er inni- lega velkomið í heiminn og býr við gott atlæti. Það er milcil lukka í kringum það,“ sagði Sirrý skömmu fyrir út- sendingu í gær þar sem spennt- ir áhorfendur biðu eftir því sem verða vildi. Og fenguð þó nokkuð fyrir sinn snúð. Læknir á villigötum Jóna Guðrún er þannig vaxin að ólétta hennar var ef til vill ekki eins sýnilega hjá henni og öðrum sem öðruvísi eru í laginu. Og blæðingarnar geta blekkt eins og allar konur sem eru á pillunni og hætta snögglega í líkamsrækt geta borið vitni um. Einu ein- kennin sem Jóna Guðrún fann fyrir var bakverkur sem sífellst ágerðist og sendi hana að lokum á sjúkrahús fimmtán mínútum fyrir fæðingu. Á meðgöngunni hafði hún heimsótt heimilis- lækni sinn oftar en einu sinni og síðast skoðaði hann hana nokkrum dögum fyrir fæðing- una. Á þess að merkja óléttu hennar. Ekkert einsdæmi Jóna Guðrún er 21 árs og eins og gefur að skilja varð hún ótrú- lega hissa þegar bakveiki hennar breyttist í barnsfæðingu á sjúkra- húsinu. Hún var lengi að átta sig og hefur vissulega ekki farið var- hluta af fordómum þeirra sem frétt hafa en bera ekki skynbragð á. Fæðingar sem þessar eru al- þekktar um allan heim og eiga sér stað hér á landi oftar en almenn- ingur gerir sér grein fyrir. Jóna Guðrún eignaðist tíu marka strák sem hefur fengið nafnið Kristófer Snær. Þessu óvænta barni líður vel og er umvafið ást á heimili for- eldra Jónu Guðrúnar á Selfossi þar sem hún býr nú. Hún kom fram í þætti Sirrýjar á Skjá einum í gærkvöldi til að segja sögu sína og ekki síst að slá á fordóma sem hún vill ekki búa við. Þetta var eitthvað sem gerðist. Hún hafði bara ekki hugmynd um það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.