Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 18
-c
18 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004
Sport DV
Englendingurinn David Beckham er þekktur fyrir sínar frábæru aukaspyrnur en honum mistókst þ
hc‘imaveili með Reai Madrid í fyrra. Beckham hefur bætt úr þessu í síðustu tveimur leikjum sínum
þeim skoraði hann einu mörk leikjanna með glæsilegum skotum beint úr aukaspyrnu.
Stórglæsileg aukaspyrna David Beckham kom Rca! Madrid aftur á .sigurbraut undir stjórn nýs
þjálfara, Mariano fíarcia Remo, í fyrrakvöld. haft heíur gcngift mikift á í Madridarborg undan-
farna viku og jjegar kom aft leiknum gegn Osasuna f spænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld var
Ijóst aft Real-jjftjð þurfti á einhverjum stjömutöktum aft halda. Það er nóg af stjörnum í lifti ReaJ
og margir tilkallaftir til aft gera tít um leikina en jraft var enski landsliðsfyrirliðinn sem steig fram
og tryggði liftinu þrjú dýrmart stig eftir hrakfarir síftustu viku.
„Það skiptir miklu máli fyrir
sjálfstraustið að ná að skora mörk.
Kannski eru dómaramir famir að
láta vegginn standa lengra frá,“
sagði David Beckham í léttum tón
en hann náði ekki að skora úr auka-
spymu á heimavelli á síðasta tíma-
biÚ og eflaust hefur eitthvað haft að
segja að það vom margjr auka-
spymusnillingar innan liösins og
álagið var mikið. Beckham hefur
bætt úr þessu og sigurmörk hans
gegn Numancia og Osasuna hafa
ekki aðeins tryggt liðinu sex dýrmæt
stig heldur hefur hann einnig loks-
ins sannað sig fyrir stuðningsmönn-
um sfiium á Bemabeu. Þeir vom
reyndar fáir á þessum leik og völlur-
inn í raun aðeins hálffullur og það er
ljóst að stjömum prýtt lið Real Ma-
drid þarf að sigrast á miklu mótlætí
og fara að sýna sitt rétta andlit ætli
þeir sér að vinna aftur huga og
hjörtu aðdáenda sinna.
„Liðið var undir gríöarlegu álagi.
Þetta var kannski ekki frábær
frammistaöa hjá okkur en sigurinn
var rosalega mikilvægur. Við getum
tekið samheldni liðsins með okkur
frá þessum leik,.“ sagði David Beck-
ham í viðtölum við fjölmiðla eftir
leikinn. Þetta var fyrsti leikur liðsins
síðan Jose Antonio Camacho sagði
starfl sínu óvænt lausu á mánudag-
inn en hann sagðist hafa misst
traust og virðingu leikmanna og átti
því að eigin mati enga möguleika
lengur á að ná fram bættum leik
liðsins sem hafði tapaö tveimur
leikjum í röð án þess að skora mark.
Brasilíumaðurinn Roberto Carlos
fékk að heyra það allan leikinn frá
stuðningsmönnum Real Madrid
sem vilja halda því fram að hann sé
ábyrgur fyrir brotthvarfi Camacho.
Mjög hissa
„Eg er mjög hissa á því að Roberto
Carlos skuli fá þessa hörðu gagnrýni
en kannski var það vegna þess að
fjölmiðlamir héldu því fram að eldri
leikmenn liösins hefðu ýtt honum
út,“ sagði Beckham um meðferðina
sem félagi hans fékk en fyrstu mínút-
ur leiksins fékk hann sjálfur, sem og
Luis Figo og Ronaldo, aö heyra það
frá óánægðum stuðningsmönnum.
Mark Beckham kom af tnn 25 metra
færi á 61. mínútu leiksins en það voru
nánast einu stjömutaktar leikmanna
liðsins í leiknum og í heildina var
þetta mjög ósannfærandi frammi-
staða hjá liðinu.
Wenger fer
ekkert
Stjóm Arsenal er ekki f vafa
um að knattspymustjórinn
Arsene Wenger verði áfram innan
raða félagsins. Samn-
ingur hans rennur út
á næsta . ,
ári en M
:
r'
uppi
hefut verið
orðrómur
um að hann
muni taka við Real
Madrid. Wenger hefur
sjálfur neitað að hafa
rætt við fulltrúa Real.
Stjórnarformaður
Arsenal sagðist tilbú-
inn að veðja um fram-
tíð Wenger hjá Arsenal.
„Ef ég væri geflnn fyrir
veðmál myndi ég hik-
laust leggja fé undir að
Wenger yrði áfram knatt-
spymustjóri Arsenal,"
sagði Pete Hill-Wood,
stjómarformaður Arsenal.
Afall fyrir
Lyon
Franski vamarmaðurinn Eric
Abidal, sem leikur með Lyon,
meiddist á fæti í sigurleik gegn
Toulouse á þriðjudaginn var.
Meiðslin vom töluvert alvarlegri
en talið var í fyrstu og verður
Abidal frá keppni í fjórar til sex
vikur. Meiðslin koma á slæmum
tíma fyrir Frakkann sem nýlega
festi sig í sessi með franska lands-
liðinu og lék með þeim gegn
Bosm'u f síðasta mánuði. Þá átti
hann góðan leik gegn Manchester j
United f Meistaradeild félagsliða
en liðin skildu jöfn, 2-2 á Old
Trafford.
Knattspyrnusambandið hefur birt lista yfir aðsókn að leikjum Landsbankadeildar
karla. Þrátt fyrir stífa markaðssetningu tókst ekki að brjóta hundrað þúsund
áhorfenda múrinn í fyrstu tilraun en félögin og sambandið stefndu á það í vor.
13 þúsund færri en stefnt var að
Opinberar aðsóknartölur frá
Landsbankadeild karla í sumar hafa
verið birtar á heimasíðu KSÍ og þar
kemur ffarn að 14 fleiri áhorfendur
mættu á leiki sumarsins en á leiki
síðasta sumars. Þetta er nánast
sama aðsókn þegar tekið er tillit til
þess að leikirnir í mótinu eru 90
talsins. Þetta er þar með annað
besta tímabilið hvað varðar aðsókn
frá upphafi og í raun aðeins í þriðja
sinn sem yfir 1000 manns koma að
meðaltali í leik í efstu deild.
Stefnt á 100 þúsund
Þrátt fyrir metaðsókn á
stórmótasumri, sumri þegar HM
eða EM í fótbolta fara fram,
mistókst að brjóta hundrað þúsund
áhorfenda múrinn eins og stefnt var
að í upphafi tímabils. Á
kynningarfundi deildarinnar í
vor kynnti sambandið
\ áætlun þess og
félaganna yfir aðsókn sumarsins og
þar var stefnt að því að ná 105.838
áhorfendum á völlinn í þessum 18
umferðum en metsumarið var árið
2001 þegar 96.845 komu á leikina
eða 1076 að meðaltali á leik.
Að sjálfsögðu getur knattspyrnu-
forystan verið ánægð með að vera
áfram í sérflokki hvað varðar aðsókn
á boltaleiki hér á landi en engu að
síður eru þessar aðsóknartölur mun
lægri en umrædd áætíun sem og
mikil markaðssetning mótsins benti
til.
Það var lítið stemning í kringum
mitt mót og þrátt fyrir góða aðsókn í
upphafi og við lok mótsins var það
miðkaflinn sem varð til þess að
áætíanir vorsins fóru
fyrir lítið.
FH-ingar eru
sigurvegarar
sumarsins bæði utan sem innan
vallar því íslandsmeistararnir
tvöfölduðu næstum aðsóknina á
heimaleiki sína milli ára og fengu
auk þess 5362 fleiri á völlinn en þeir
stefndu að í vor. Stemningin í
Krikanum var líka frábær allt
tímabilið og þar leika skemmtilegir
stuðningsmenn eins og þeir félagar í
Botnleðju stórt hlutverk. Það fór líka
svo að FH-ingar fengu tvö af þremur
stuðningsmannaverðlaunum KSÍ og
Landsbankans á þessu tímabili.
Hrun hjá KR og Fylki
Það munur miklu að tvö
aðsóknarhæstu félög síðustu ára, KR
og Fylkir, náðu ekki að halda dampi
á þessu tímabili. Þessi tvö
lið misstu 7381 frá því í
fyrra og 7541 frá því
fyrir tveimur árum og
þau komu líka
liða verst
áætlun fyrir sumarið þar sem 12.159
færri komu á KR-völlinn og Ár-
bæjarvöllinn en félögin stefndu að
fyrir mótið. Innbyrðisviðureignir
liðanna, aðsóknarmestu leikir
síðustu tímabili fengu líka helmingi
minni aðsókn en undanfarin fjögur
tímabil á undan því alls komu 2660
manns samanlagt á leikina í ár en
höfðu komið 3046 að meðaltali á
hvern leik síðustu fjögur sumur á
undan.
Næsta sumar er ekkert stórmót
og þar ætti stefnan að vera tekin
aftur á að brjóta hundrað þúsund
áhorfenda múrinn og ef allt
er eðlilegt ættu líkurnar á §&
að ná því að vera góðar.
ooj@dv.is'
3.
<
I