Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 29
I DV Fókus FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 29 *■ Móður Britney Spears tókst á síðustu stundu að fá dóttur sína til að skrifa undir kaupmála þannig að peningar poppprinsessunnar verða hennar þótt hjónabandið fari í hundana. Myndir af Kevin Federline reykjandi hass hafa birst í bandarískum slúðurblöðum. Gamlir vinir hans segja að Kevin hafi reykt upp á dag áður en hann kynntist Britney. Keviti ve Hinn nýbakaði eiginmaður Britney Spears var forláta hass- haus áður en hann kynntist poppprinsessunni. Kevin Federhne var myndaður fyrir tveimur árum reykjandi stærðarinnar jónu. Aðrar myndir af dansaranum reykjandi maríjúana hafa hrúast inn til bandarískra og breskra slúðurblaða. „Ég þekkti Kevin áður en hann kynntist Britney. Hann reykti hass eða gras á hverjum einasta degi. Þá starfaði hann sem pizzusendiU og var ekki farinn að spá í heimsffægð né eiginkonm," sagði einn fyrrverandi fé- lagi dansarans. Móðm Britney tókst að sannfæra dóttm sína á síðustu stundu um að láta Kevin skrifa undir kaupmálann áðm en þau gengu í það heiiaga. Lynne hafði sagt vinum sínum að ef Britn- ey myndi ekki samþykkja að gera kaupmála myndi hún fá rétt- indalausan prest til að gefa þau saman svo peningamir hennar yrðu örugg- lega hólpnir. í bandarískum lögum verða hjón að skipta auðæfum sínum til helminga ef þau skilja svo um mikla áhættu var um að ræða enda Britney forrík. Lynne, forstjóri Jive plötufyrir- tækisins og lögfræðingar söngkonunn- ar höfðu öll eytt löngum tíma í að telja Britney á að gera kaupmála en hún hafði alltaf tahð hann óþarfan þar sem hún og Kevin myndu verða saman að eilífu. I Bandaríkjunum er fólk hins veg- ar að veðja háum fjárhæðum um hversu lengi hjónabandið gangi þannig að aimenningur hefur ekki sömu tröha- trú á sambandinu og söngkonan. Hjónakornin héldu brúðkaupið óvænt síðasta laugardag. Einungis 15 nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum var boðið en gestimir héldu að þeir væm að mæta í trúlofunarveislu. Þegar þau mættu á staðinn fengu þau öh kort í hendurnar sem á stóð: „Við ædum að koma ykkur á óvart! Okkm er mikil ánægja að bjóða ykkur velkomin í brúð- kaup okkar." Athöfhin var haldin á heimili vinar söngkon- unnar og veislumaturinn, sem var pantaður í skyndi, saman- stóð af kjúklingavængjum og hamborgunum. mhaus ‘M "i* "fc Nygift Hjónakornin héldu brúðkaupið óvænt slðasta laugardag. Einungis 15 nánustu fjöl- skyldumeðlimum og vinum var boðið en gest- irnir heldu aðþeir væru að mæta i trúlofunar- veislu. Þegarþau mættu á staðinn fengu þau oll kort I hendurnar sem á stóð:, Við ætlum að koma ykkur á óvart! Okkur er mikil ánægja að bjóðaykkur velkomin ibrúðkaup okkar." Brúðkaupið var haldið hér Söng- konan fékk lánað hús hjá vini sfnum til að giftast Kevin Federline. Veislu- maturinn, sem varpantaður ískyndi, samanstóð af kjúklingavængjum og Brúðurin Britney skrifaði loks undir kaup- málann. Mamma hennar haföi sagt að ef ■* henni tækist ekki að sannfæra dóttur slna um að láta Kevin skrifa undir þá myndi hún redda réttindalausum presti til að gefa þau saman.Með þvl væri hjónabandið ólöglegt og allir peningarnir ennþá I Tjölskyldunm. Ófyndinn Wicker Park er endurgerð á frönsku myndinni L’Appartment sem sló í gegn í heimalandi sínu árið 1996 og gerði aðaheikara hennar, töffarann Vincent Cassel og gelluna Monicu Behucci að súperstjömum. Ég hef ekki séð þá frönsku, bara rétt byrjunina reyndar, oft reynt en aldrei komið mér að því en ég hef heyrt að hún sé mögnuð. Josh Hartnet leikur Matthew, ljósmyndara sem vinnur hjá stóm auglýsingafyrirtæki og er í góðu sam- bandi við stúlku sem hann er að hugsa um að giftast. Dag einn á fundi á veitingastað heyrir hann í konu í símaklefa og er alveg viss um að hér sé mætt konan sem hann elskaði mest í heiminum fyrir tveim- m árum en hafði látíð sig hverfa þeg- ar hann bað hana um að flytja inn til sín. Hann rétt missir af henni en fær hana svo svakalega á heilann að hann gehrr ekki annað en reynt að komast að því hvort þetta hafi verið hún og af hverju að hún hafi horfið og ekki látíð hann vita. Hefst þá farsi söguþráðm sem er afskaplega flók- inn og erfiðlega fram settm. Myndin h'tur ágætíega út, vel tekin og vel hönn- uð en slakt hand- rit og ótrúverðug- ar persónm draga hana niðm. Kvikmyndagerðamenn- imir reyna of mikið að vera sniðugir og töff og verða fyrir vikið bara til- gerðarlegir oft á tíðum. Ef maðm byrjar að hugsa svohtíð um sögu- þráðinn þá sér maðm að hann geng- m ekki alveg upp og maðm kaupir ekki hvemig þetta fólk hagar sér. Manni er kastað til og frá í tíma til þess að bæði að útskýra söguþráðinn og einnig til þess að mgla áhorfand- ann og þeim tekst það ágætíega svo sem en ekki á góðan hátt. Josh Hartnet drattast áfram í gegnum myndina og á víst að vera mjög örvinglaðm en maður fær það nú eiginlega ekki á tilfinninguna. Ég veit að ég myndi ekki hlaupa upp til handa og fóta til þess að reyna að ná sambandi við stúlku sem hefði yfir- gefið mig án þess að segja nokkuð og myndi aht í einu poppa upp. Hún mætti bara eiga sig. Ég veit ekld alveg hvort að Rose Byme var valin f myndina vegna þess að hún líkist Monicu Bellucci svohtið en eins og með aðra leikara í myndinni þá kaupir maður ekki hennar persónu og hún verðm pirrandi og asnaleg. Auglýsingar fyrir þessa mynd gefa til kynna að hér sé á ferð einhver spennutryllir í ætt við Single White Female en það gætí ekki verið fjarri sanni. Þetta er rólegt drama sem Wicker Park Háskólabíó og Sambíóin Leikstjóri: Paul McGuigan Aðalhlutverk: Josh Hartnett, Matthew t Lillard, Rose Byrne, Diane Kruger i' ★ * M Ómar fór í bíó dettm niðm í farsa einstöku sinnum án þess að eiga að vera fyndin. Maður spyr sig að sjálfsögðu af hverju þeir vom yfirleitt að gera þessa mynd til að byrja með en við vitum svarið svo sem. Því miðm erum við íslendingar alveg jafn slæmir þegar kemur að fordómum gagnvart evrópskum myndum og viljum frekar sjá útþynntar amerísk- ar endmgerðir en frummyndimar. En ég held líka að við getum kennt kvikmyndahúsunum um sem trúa því ekki að evrópsk mynd gæti orðið vinsæl. Þess vegna er okkm boðið upp á þetta í staðinn. Ómai öm Hauksson Stjörnuspá Bragi Guðbrandsson formaður Barna- verndarstofu er 51 árs í dag. „Skynsemi _ er krafa hugans sem skipar " khjartanu oftar en ekki fyrir j verkum og er maðurinn f minntur á það. Ef honum I finnst hann þurfa að stjórna '’ferðinni með vitsmununum þessa dagana ætti hann að einbeita sér að því að "fckomast í nánari snert- L ingu við sál sína," seg- ^ir í stjörnuspá hans. Guðmundur Benediktsson VV Vatnsberinn 120.jan.-i8. febr.) W ----------------------------------- Heppnin eltir þig uppi og sértil þess að hamingjuhjólið snýst þér í hag. Endir verður á erfiðleikum og ónotum. Þú veist að göfgi verður að fylgja göfugum tilgangi. Fiskarnir tw. febr.-20. mars) Hér birtist stjarna fisksins leit- andi og þess vegna ert þú minnt(ur) á að til að vera fær um að breytast er nauðsyn- legt að þú sért meðvitaður/meðvituð um sjálfið. H T Hrúturinn (21. mars-19. c Heitasta ósk þín rætist en hér kemurfram að þú hefur sennilega tekið einhverja gagnrýni síðustu misseri of al- varlega. Hugaðu fyrst og fremst að eigin málum áður en þú skiptir þér af fólkinu semleitartil þín. ö Nautið (20. aprll-20. mal) ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n6v.) / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj -r- Ekki sitja aðgerðarlaus eins og fljótandi laufblað. Reyndu að hlúa sérstak- lega vel að hjarta þínu og skynjaðu þig sjálfa/n í gegnum það (hjartað) og hafðu hugfast að fólk sem fætt er undir stjörnu þessari erfært um að skapa meistaraverk ef það þráir það nógu mikið. W\bmm(2lmai-21.júnl) Hér fikrar þú þig upp svokallað- an skilningsstiga en þú ættir að leyfa hug- myndum þínum að lifna við og ganga óttalaus á vit óvissunnar en aldrei að van- hugsuðu máli þó. Ef þú ert um það bil að taka einhverri áskorun ættir þú að íhuga sérstaklega vel að því hvað þú gerir. KrMm(22.júal-22.júll)____________ Gróskutímar eru framundan hjá fólki fætt undir stjörnu krabbans. Þú getur búist við stöðuhækkun fljótlega eftir mikið erfiði í starfi eða námi. Hér birtist ávinn- ingur en mikill hraði að sama skapi. LjÓnÍð (2ljúli- 22. ágúst) Þú ættir að læra listina að sitja hjá og njóta stundarinnar án þess að taka þátt í látunum. Þér er ráðlagt að huga sér- staklega vel að fjöskyldumeðlimum sem þú elskar næstu misseri og treysta á visku sálar þinnar. N\&y'}án(23.ágúst-22.sept.) Haltu áfram að hlúa að þeim sem leita til þín og áttaðu þig á því hvenær þú heldur aftur af þér og hvenær þú ættir að hlusta betur á hjarta þitt kæra meyja. Viðurkenndu tilfinningar þínar. \lOq\W (23. sept.-23.okt.) Ýttu allri neikvæðni burt og hugaðu að því jákvæða sem verður á vegi þínum og ekki síður því sem þú hefur ávallt þráð að upplifa. Andlega þroskað viðhorf virðist einkenna fas þitt um þessar mundir þar sem þú ert fær um að opna vitund þína fyrir sjálfu lífsundrinu. Hér birtist af einhverjum ástæð- um góður vinur sem tengist þér náið þessa dagana og á það ekki síður við þeg- ar þú stendur frammi fyrir erfiðleikum hverskonar sem angra tilfinningalegt flæði þitt. Hann verðurtil staðar þegar þú þarfn- ast. Skoðaðu vandlega hvers þú væntir af þeim sem þú berð virðingu fyrir og líður vel nálægt. Hér er komið inn á að ef þú ert borin/n undirstjörnu bogmanns er víst að þú munt komast yfir vandamál þ(n (sem há þér núna) með réttu hugar- fari og ekki síður með því að sýna heilindi gagnvart sjálfinu og fólkinu í kringum þig. $teingeitiru22fc-)9.jan.) Þú birtist hér hæglát mann- eskja, ef marka má stjörnu steingeitar, sem er fær um að vera ástfangin af ástinni á til- verunni en þér er af einhverjum ástæðum ráðlagt að losa um höftin á sjálfinu þegar vetur konungur gengur í garð. SPÁMAÐUR.IS « 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.