Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Blaðsíða 16
7 6 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 Fréttir BV • ÁAmerískum dögum sem nú standa yfir í verslunum Hag- kaups kostar kílóið afHoltaúr- beinuðum skinnlausum kjúklinga- bringum 1.489 kr. í stað 2.290 kr og sama magn af kjúklingalærum með legg kostar 389 kr. en kostaði áður 599 kr. Kíló af svínarifjum marineruð- um í Jack Daniels kostar 799 kr. Kflóíð af frosnum kalkún kostar 699 kr. í stað 859 kr. áður. • í verslunum Lyfju er 30% afsláttur af ýmsum vörum til mánaðamóta. Afsláttur er á vítamín- og steinefna- línu Lyfju, Futurebiotics vítamínum og Vega vítamínum. Einnig er afslátt- ur af Futura Organisk Chrom sem kemur jafnvægiá i VI blóðsykur og dregur úr sykur- löngun. • í Fjarðarkaupum kostar kflóið af nautasirloni úr kjötborði nú 1.498 kr. í stað 1.798 kr áður. Kfló af frosnum ýsuflökum kostar 398 kr. í stað 498 kr. og sama magn af kjúklinga fille frá Móa kostar 1.369 kr. í stað 1.955 kr. Pakki af Always duo dömubindum kostar 489 kr. í stað 598 kr. og 3 kg. af Ariel þvottaefni kosta 798 kr. en kostaði áður 998 kr. • Kflóið af ferskum ísfugls kjúkling- um kostar á tilboðsdögum í Þinni verslun 399 kr. en kostaði áður 669 kr. Sama magn af rauðvínslegnu SS lambalæri kostar 1.118 kr. ístað 1.398 kr., hálft kfló af Tilda Basmati hrís- gtjónum kostar 198 kr. í stað 259 kr. Ódýrt ofnæmispróf Þýskir læknar hafa und- anfarin sex ár þróað of- næmispróf sem er bæði einfalt og auðvelt í notkun og er jafn nákvæmt og próf sem nú eru notuð. í rflcjum Evrópu þjást um 30% íbúa af ýmis konar ofnæmi og talið er að þeim muni fjölga. Aðeins um 10% of- næmissjúklinga fá rétta meðferð við sjúkleika sín- um. í nýja ofnæmisprófið þarf aðeins tvo dropa af blóði sem síðan er blandað saman við efnaupplausn og smurt á pappírsblað og á hálftíma kemur í ljós hvort viðkomandi er haldinn fæðu- eða frjóofnæmi. Þeg- ar er farið að selja prófið í lyfjabúðum í Evrópu og kostar það tæpar fimmtán hundruð íslenskar krónur. Kynlíísleikíöng enu ekki einkeeign kvennn hið Verö miðast við 95 oktan á höfuðborgarsvæðinu Esso Skóyarsr.'l oíj Stórahjalla, Hf. - 104,80 kr. Shell við Suðurfell 104,80 kr. Olís Hamraborg og Mjódd 104,80 kr. ÓB við Fjarðarkaup - 103,80 kr. Atlantsolía Allarstöðvai 103,90 kr. Ego Allar stöðvar -103,90 Hafnarfirði - 103,70] Eldi herramaður spyr: Elsku besta RagnheiÖur! Ég er karlmaður á besta aldri, giftur góðri konu sem er aðeins yngri en ég. Kynlífið er líklega ósköp venjulegt hjá okk- ur. Fyrir nokkrum dögum fór konan mín í saumaklúbb sem reyndist vera einhvers konar hjálpar- tækjafundur. Hún kom til baka með tvö tæki, víbratora, annar er íjólublár og glitrandi og hinn er lítill og væskilslegur með snúru. Nú vill hún fara að nota þetta í kyn- lífinu okkar og seg- ir að ég geti notað tækin alveg eins og hún. Ég skil hvorki upp né ofan í þessu, hélt að þetta væru tól fyrir einhleypar og einmana konur. Ég meina, er ég ekki nógu góður fyrir hana? Kannski kjánaleg spurning til þín en ég er af gamla skólan- um og get ekki hugsað mér að ræða þetta við hana. MeÖ góörí kveðju, Der alte. Foreldar ábyrgir fyrir kynlífi barna sinna Sæll, gamli! Það er illt í efni ef þú ætlar að bögglast með þessi ósköp inni í þér án þess að tala við konuna. Reyndar held ég að þetta þurfi alls ekki að vera svo voðalegt mál, það sem þarf hér er dálítil viðhorfs- breyting. Til þess að að- stoða þig langar mig að upplýsa þig um nokkur at- riði sem varða titrara og önnur kynlífsleikföng. Titrarar ekki hættulegir Margir halda að titrarar séu hreinlega skaðlegir líkamanum og geti jafhvel svift konur hæfileikan- um til að fá fullnægingu með öðrum aðferðum. Þetta er fjarri sanni. Titr- arar hafa þvert á móti sannað ágæti sitt sem hjálpartæki fyrir konur sem eiga erfitt með að fá fullnægingu. Þeir veita öflugri titring en nokkur tunga eða fingur geta veitt og þeir þreytast aldrei (margir hafa þó farið flatt á að eiga ekki varabatterí í nátt- borðsskúffunni). Margar konur þurfa mjög mikla örvun snípsins til að ná fullnægingu - þá er titrarinn vinur í raun. Við konur erum líka með síbreytilegar þarfir, suma daga kemur fullnæg- ingin kannski eins og ekkert sé en aðra daga lætur hún kannski bíða eftir sér vel og lengi. Þess vegna viljum við aldrei það sama - Það sem þú þarft að muna er að hinn dæmi- gerði titrari er gerður úr gormum, harðplasti og smá járnadrasli í viðbót. Þú sjálfur ert hins vegar eilítið flókn- ari, í þér slær hjarta og í höfðinu hefurðu heila. munngælur á mánudegi, fima fingur á fimmtudegi, djúpar samfarir á sunnudegi og titrarann restina af vikunni. Titrari stelur ekki senunni Það sem þú þarft að muna er að hinn dæmigerði titrari er gerður úr gormum, harðplasti og smá járna- drasli í viðbót. Þú sjálfur ert hins veg- ar eilítið flóknari, í þér slær hjarta og í höfðinu hefurðu heila. Þú þrífst á umhyggju, ást og tilfinningum, titr- arinn notar tvö AA-batterí. Þú getur horft í augun á konunni þinni og sagt henni hvað þú elskar hana mikið, það getur titrarinn ekki. í stuttu máli getur titrari aldrei komið í stað elsk- huga af holdi og blóði. Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar um kynlif. Skrif hennar er að finna á kyn.is. Ekki bara fyrir piparjónkur Einhleypar hungraðar konur eiga ekki einkarétt á notkun kynlífsleik- fanga. Kynlífsleikföng eru heldur ekki einkaeign kvenna. Þar hefur konan þín á réttu að standa því þau geta verið heilmikið krydd í kynferð- islega tilveru karlmanna lflca. Karlmenn eru með alls konar spennandi og kynnæma bletti á lflc- amanum. Ég hvet þig til að prófa að láta þægilegan titringinn leika um kónginn eða punginn, fáðu konuna þína til að hjálpa til, ég hugsa að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum - en til þess þarftu lflca að slaka á og opna fyrir nýjum hugmyndum. Með kærri kveðju, Ragnheiður Eiriksdóttir hjúkrunarfræöingur Spyrjið Ragnheiði DV hvetur lesendur til að senda inn spurningar um hvaðeina sem snýr að kynlifinu. Ragnheiður svarar spurningum lesenda í DV á fimmtudögum. Netfangið imlif@dv.is. Svo gæti farið aö japanskir foreldrar yrðu löglega ábyrgir fyrir þvi að halda unglingum sínum frá kynlífi.Japönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur vegna þessað unglingar þar í landi stunda kynlifí æ rikara mæli. Unglingar í Jap- an verða sjálfráða 18ára. Samkvæmt könnunum hafa milli 20 og 30% 16 ára unglinga stundað kynlifog innan viö 10% þeirra hafa átt fjóra bólfé- laga eða fleiri. Þá hefur tíðni kynsjúk- dóma meðal japanskra unglinga vaxið mikið. Gamalt & gott mcö haustmu og kólnandi veðri fer ícvefið að láta á sér kræla. Þó engin lækning sé til við kvefi geta sum húsráð hjálpað. Klæddu þig vel því þá einbeitir ónæmiskerfi lflcam- ans sér að því að berjast gegn kvefsmiti í stað þess að eyða orku í að halda á þér hita. Drekktu nóg af vatni því vökv- inn hreinsar út óþrifnað sem kann að herja á lflcamann. Heit sturta getur hjálpað til við að losa um kvef. Andaðu að þér gufunni af soðnu vatni og taktu C-vítamín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.