Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreiflng: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um 1 Fyrir hvaða flokk situr hann á þingi? 2 Hvað sat hann í mörgum þingnefndum á liðnum vetri? 3 í hvaða nefnd var hann formaður? 4 í hvaða málum fóru skoð- anir hans og flokksins ekki saman? 5 í hverju hefur hann há- skólapróf? Svör neðst á síðunni Föndur fyrir alla Hjónin Ásdís og Sölvi halda þessari vefsíðu úti og ætla föndrurum á öllum aldri. Hún er föndrari af líf Vefsíðan www.fondur.is og sál en hann sér um vef- síðuna. Þar er hægt að afla sér upplýsinga um flest varðandi þessa tómstunda- iðn og þar er sérstakur hug- myndabanki fyrir börn. Af vefnum læra þau að gera sér sjónauka sem gefa ver- öldinni nýjan lit, álpappírs- myndir, minnisspil, fingra- brúður úr gipsi, sandmynd- ir og ótal margt fleira. A vef- síðunni er einnig að finna góð föndurráð fyrir alla og sum eru jafnvel nær því að vera húsráð; ef regnföt hafa farið í sundur á suðunni þarf bara að leggja sárin saman á suðunni, setja tvö- faidan álpappír ofan á og renna rólega yfir með straujárni! Englar alheimsins Engill er auðvitað himnesk vera og/eða góður andi. Afleidd merking orðsins er verndarvættur en auk þess er það notað yfir þá menn sem þykja skara fram úr öðrum fyrirgæsku sakir eða eisku. Angelus höfðu Rómverjar yfír þessar himnesku verur og þáðu orðið frá Grikkjum. Angelos var meðal þeirra haftyfir sendiboða. Orðið er talið hafa borist með gotum upp meö Dóná og að Rín en þar störfuðu gotneskir kristniboðar meðal ger- mannskra bræðra sinna. Hingað hefur orðið senni- lega borist frá Englandi í upphafi kristni. Málið SvömetstáslBunnl. 1. Framsóknarflokkinn. 2. Fjórum. 3. Iðnað- arnefnd. 4. Fjölmiðlamálinu og Iraksmál- inu. 5. Stærðfræði. Hæstaréttardómarinn <u *<i> Skyldi þetta vera í síðasta sinn sem mað- ur sest niður til að skrifa pistil eða greinarkom um það sem efst er á baugi í þjóðfélagsumræðunni og byrjar að slá inn nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar? Og því hér með loldð og rní verði ekki framar á þann mann minnst? Hann muni hverfa kyrrlátur inn í björg Hæstaréttar, gerast einn hinna andlitslausu dómara sem kveða upp úrskurði sína einum rómi og starfa að öðru leyti í hljóði? Ég er eiginlega viss urn ekki. f fyrstalagi er Jón Steinar Gunnlaugsson (hana! þama kom nafnið aftur!) einfaldlega svo litrík og fyrirferðarmikU persóna að það er alveg sama þótt hann sveipi sig nú skikkju hæstaréttardómara; ég þori að veðja að hann mun eigi að síður héðan í frá sem hingað til finna upp áýmsu sem kemur honum vfijandi eða óvUjandi í sviðsljós fjöl- miðlanna. Þótt vænta megi þess að þeim fari nií að linna, litlu rammagreinunum hans í Mogg- anum. En í öðm lagi mun stöðuveitingin hafa ýmsar afleiðingar sem enn em ekki aUar fyrirsjáanlegar og hún verður því vafaiítið rædd í þaula á næstunni, bæði opinberlega og í ýmsum þeim bakherbergjum þar sem sumir fagna núna eða aðrir telja sig eiga um sárt að binda. Stöðuveitingin er auðvitað rammlega póUtísk. Ljóst er að Geir Haarde, settur dómsmálaráðherra, fór auðveldustu leiðina fyrir sig sem dyggan flokksmann, að ég segi ekki flokksþræl. Skipaði besta vin forsætis- ráðherra í stöðu hæstaréttardómara aðeins ári eftir að náfrændi sama forsætisráðherra fékk þar sæti eins og alræmt er orðið. Og það á að verða okkur umhugsunar- efni. Sú ofsalega „kosningabarátta" Jóns Stein- ars (þriðja sinn!) og sú gífurlega áhersla sem kUka forsætisráðherra lagði á að hann fengi stöðima er dökkur blettur á þessum hátindi á ferU lögmannsins knáa. Sem er synd því eins og ég hef áður sagt, þá hefði út af fyrir sig ekkert verið nema gott um það að segja að hann fengi sæti í Hæstarétti sem einn skörulegasti fúUtrúi lögmanna landsins. En ekki svona. Og ekki núna. En við lifum bara greinUega í svona landi. Núna. llíugi Jökulsson MARGIR ERU GLAÐIR 0G MARGIR ERU FÚLIR. Sumum er alveg sama. Það er svoleiðis þegar umdeildir menn fá vegtyllur. Það finnst mörgum dap- urlegt að það hafi verið rétt hjá Ragnari H. Hall að það hefði ekkert upp á sig að sækja um að verða hæstaréttardómari því það væri löngu ákveðið hver yrði skipaður. Einhverjir ákváðu nú samt að sækja um. Það var tilgangslaust. Það var alveg sama hvað Hæstiréttur reyndi. „Okkar maður" var skipað- ur. Rökin voru fundin eftirá. ÞaÖ sem við höfum mest veriö aö spá í er aö með skipan Jóns Steinars komi fram einu sinni enn birtingarmynd þess að leiðin til áhrifa í fslensku samfélagi sé aö vera í réttu liöi. ÞAÐSEMVIÐ HÉRÁDV höfum haft mest við þetta að athuga er ekki lögfræðiþekking Jóns Steinars. Hún er óumdeild. Hann hefur verið kraftmesti málflutningsmaður landsins sem allskonar fólk hefur treyst til að gæta sinna hagsmuna. Pólitískir andstæðingar eins og Jón Baldvin Hannibalsson og Þröstur Ólafsson hafa komið fram og skrif- að greinar til stuðnings Jóni Stein- ari. í báðum tilfellum tók Jón Stein- ar að sér mál barna þeirra, annars vegar í forræðisdeilu og hins vegar í fíkniefnamáli, og leiddi mál þeirra til farsælla lykta fýrir þá. Fyrst og fremst ÞAÐ SEM VID HÖFUM MEST VERIÐ AÐ SPÁÍ er að með skipan Jóns Steinars komi fram einu sinni enn birtingar- mynd þess að leiðin til áhrifa í íslensku samfélagi sé að vera f réttu liði. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa nú í tvígang gengið gegn áliti Hæstaréttar, fýrst til að skipa frænda Davíðs á grundvelli vafa- samrar þekkingar á Evrópurétti og nú briddsfélaga og vin Davíðs, af því nú vantaði lögmann. Alveg sama hversu vitlaus álit Hæstarétt- ar eru, þá hlýtur að teljast fáránlegt að ráðherrar geti valið sér kríteríur eftirá, fundið til réttlætingar til að skipa sína menn í réttinn. Við ítrek- um það sem við höfum áður sagt: Þessu verður að breyta. ÞAÐ ER HÆTTA Á AÐ TRAUST Hæsta- réttar bíði mikinn hnekki við þetta mál. Þeir sem ekki geta treyst Jóni Steinari til að vera hlutlaus í við- kvæmum málum sem varða gjörðir ríkisstjórnarinnar eru öðrum meg- in. Hinum megin eru þeir sem hafa misst traust á réttinum vegna um- sagnarinnar þar sem var áberandi að hinir dómaramir vildu ekki Jón Steinar í réttinn. Nú þurfa allir þessir dómarar að dansa saman. ÞAÐ ER S0RGLEGT EF MENN HAFA verið sannspáir um að löngu hafi verið ákveðið að skipa Jón Steinar í réttinn. Umsóknarferlið hafi verið til málamynda. Fáeinir miðaldra karlar ráða því sem þeir vilja ráða. Þeir skipa þá sem þeir vilja skipa. Það kjósa þá hvort sem er allir aft- ur. Blái heilinn Hvað næst? Nú er búið að skipa Jón Steinar i Hæsta- rétt. Þá spyrja menn hvað bláa höndin gerir næst. Eða skyldi maður kalla það bláa heilann, sem hugsar fyrir auma borgara þessa lands7 Næstu skipanir verða þessar: Háskólarektor - Hannes Hólmsteinn Gissurarson Löngu komiö að því aö þessi kurt- eisi prófessor fái uppreisn æru. Vinstrimennirnir f öllum flokk- um og úti um allt samfélag hamast á honum og saka hann um hitt og þetta. Hann getur sýnt þessum sjálfskipuðu menningarvitum hvernig á aö stjórna skóta. Til að hann eigi möguleika þarfað vfsu að breyta lögum um kjör háskólarektors en hvað erein lagabreyting milli vina - eða réttara sagt einkavina? Utanríkisráð- herra - Björn Bjarnason Gamall draumur rætist. Davíð stendur upp fyrir sínum dyggasta varnar- manni og hleypir honum íað segja heimsbyggðinni hvernig þetta var nú allt saman um Stalín, Brésnéffog þá hina. Allar skoðanir Björns á utanríkispólit/k eru að vfsu„börn sins tima"en með Bush áfram ÍHvita húsinu er aldrei að vita nema sælu- timar renni upp aö nýju. Sendiherra - Júlíus Hafstein Þarffasta stöðu eftir dygga þjónustu í frítansverkefnum. Maður með hið ægifagra nafn Hafstein á ekki að þurfa að vera að snatta endalaust I svoleiðis skiterfi. Útvarpsstjóri - Hallur Hallsson Skrifaði hjartnæma grein um hversu góðurJón Steinar hafi verið við Keikó. Getur ekki orðið kynningarstjóri rlkisins, þvi hanner orðinn það nú þegar. En væri flottur útvarpsstjóri og þar sem allir eru nú þegar búnir að gleyma hver er núverandi útvarps- stjóri, þá liggur beint við aðhann fari í djobbið hið fyrsta. Allar útvarpssögur verða eftirDavið. Forseti íslands - Gísli Mart- einn Baldursson Bara ekki aiveg strax. Hann er ekki orðinn þrjátíu og fimm. En strax og því marki er náð verður leiðin greið. Annars mætti kannski breyta stjórn- arskránni. Því hvað er ein stjórnarskrárbreyting milli einkavina? Fréttastjóri Útvarpsins - Ólafur Teitur Guðnason Einn allra besti biaðamaður landsins samkvæmt sjálf- stæðis- og framsóknar- mönnum. Fylgist grannt meðþvi hvort íslenskir blaðamenn skrifa samkvæmt stefnuskrá repúblikanaflokksins. Leggur Hijóövitjann niður og gerir hiutina á hinn eina rétta hátt. Hæstaréttardómari - Sveinn Andri Sveinsson Fyrir skömmu heföu margir orðið steinhissa á þeirri hugmynd að 0$ tft Sveinn Andri kynni að enda í Hæstarétti. En nú erþað borð- tiggjandi. Jón Steinar þarffieiri tiðsmenn iréttinn! Forsætisráðherra - Geir H. Haarde Hefur aldeilis unnið fyrir þvi o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.