Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Skila bóklOO árum of seint Bók hefur verið skilað aftur á bókasafnið í Inverness á Skotíandi, 100 árum eftir að hún var lánuð út. Sektin nemur ríflega hálfri milljón króna en starfsmenn safnsins létu hana falla niður. Það var maður frá Invemess sem fann bókina á flóamarkaði í Suður-Afríku. Bókin er myndabókin Invemess Sketches 1901 til 1904 eftir Isabel Anderson. Var hún upphaflega gefin safninu af Isabel sjálfri árið 1908. Starfsmenn segja það hafa verið mistök að lána bókina út þar sem hún tilheyrði heimildadeild safnsins. Skrópuðu Í23 ár Allt starfslið skóla í austurhluta Indlands hefur verið rekið. Upp komst að það hafði ekki mætt f vinnu sína í 23 ár. Starfsliðið, þar á meðal átta kennarar, skrópuðu í vinnunni öll þessi ár fyrir utan tvo daga á hveq'u ári þegar hátíðar- höld kröfðust viðvem þeirra. Skrópið komst upp eftir skyndikönnun kennsluyfirvalda. Einnig kom I ljós að nöfn flestra nemenda sem skráðir vom í skólann vom fölsuð. Kennararnir höfðu samband við skólastjórann einu sinni í mánuði til að fá launin sín. Það brást aldrei að þau væm borguð út. Skóli fyrir einn nemenda Opnaður hefur verið skóli á afskekktri eyju und- an strönd Króatíu íyrir aðeins einn nemenda. Hinn sjö áragamliArm- andi Smiricic er byrjaður að sækja skólann. Móðirin stóð áður í tveggja ára stappi við menntamálaráðuneyti landsins og vimaði til þess að það væri bundið í stjóm- arskrána að Armandi ættí rétt á kennslu eins og aðrir þegnar landsins. Fyrsta sjónvarpseinvígi þeirra Johns Kerry og George W. Bush mun fara fram í kvöld og potturinn er stór. Talið er að einvígið sé eitt síðasta tækifæri Kerrys til að öðlast raunhæfa möguleika á sigri í forsetakosningunum. Talsmenn Bush aftur á móti reyna að draga úr mikilvægi einvígisins fyrir sinn mann. Kerry EfKerry gengur ekki vel gegn Bush og telst hafa tapað einviginu getur hann svo gott sem gleymt möguleikum á slgriþann 2. nóvember. ■........... SÉteiSÍF í nótt mun fyrsta sjónvarpseinvígi þeirra Johns Kerry og George W. Bush verða háð í Miami í Flórída. Kosningalið beggja fram- bjóðenda hefur tekið sér frí frá baráttunni þessa vikuna til að undirbúa sína menn eins vel og kostur er. Talið er að einvígið sé síðasta tækifæri Kerrys til að eiga raunhæfa möguleika í forsetakosningunum. Kerry hefur ekkert gengið í að höggva á 6 til 8% forskot Bush meðal skráðra kjósenda í skoðanakönnun- um síðusm vikumar. Talsmenn Bush aftur á móti reyna að draga úr mikil- vægi einvígisins fyrir sinn mann og benda á að Kerry hafi orð á sér sem mun meiri ræðuskörungur en Bush. Þetta fyrsta einvígi af þremur er hið mikilvægasta að sögn sérfræð- inga og ef Kerry gengur ekki vel gegn Bush og telst hafa tapað einvíginu getur hann svo gott sem gleymt möguleikum sínum á sigri þann 2. nóvember er kosningamar fara fram. Einvígið mun öðm fremur snúast um hvort hinn 58 ára gamli Bush get- ur varið stöðu sína sem besta brjóst- vöm Bandaríkjamanna gegn hryðju- verkum. Og hvort Kerry getur stigið fram sem trúverðugur annar kostur fyrir landsmenn sína í þessari baráttu. Boxarinn gegn dansaranum Bandaríkjamenn sjálfir líkja ein- víginu við slagsmál milli boxarans Bush og dansarans Kerrys. Bush hefur það forskot á Kerry að vera þekktari og skjóta oft fast á andstæðinga sína í sjónvarpi. Slíkt getur verið hættulegt fyrir Kerry sem yfirleitt þykir frekar akademískur og óþekktur hjá hinum jarðbundnu samlöndum sínum. Kerry þykir fremur ómannblend- inn á meðan Bush virkar glaðsinna og lítt hátíðlegur. Slík hefur oft hjálpað Bush þegar honum vefst tunga um tönn í máh sínu. írak og hryðjuverk Efni þessa fyrsta einvígis þeirra Kerrys og Bush em alþjóðamál en Bush Er þekktari en Kerry og skýtur oft fast á andstæðinga sína í sjónvarpi. það mun að stærstum hluta snúast um írak og baráttuna gegn hryðju- verkum. Kerry mun reyna sitt besta til að sannfæra almenning um að Bush hafi litað ástand mála í Íraksstríðinu rósrauðum litum meðan staðreynd- in sé sú að Bandaríkjamenn séu vel og vandlega með buxurnar á hælun- um í því stríði. Bush aftur á móti halda því ffarn að hann sé mun betri í að fást við baráttuna gegn hryðjuverkum en Kerry sem skiptí um skoðun eftir því sem vindar blási. Þrettán sentimetrum hærri Samkomulag þeirra Kerrys og Bush um einvígið er plagg upp á 32 síður og stóðu strangar samninga- viðræður lengi milli talsmanna beggja áður en samkomulagið var undirritað. í því má finna atriði eins og að ræðupúltin skuli vera ná- kvæmlega 127 sm há og að fram- bjóðendur skuli standa minnst þrjá metra frá hvor öðrum. Þetta fékk James Baker aðalsamningamaður Bush í gegn. Málið er að reyna að koma í veg fyrir að áhorfendur sjái að Kerry er 13 sentimetrum hærri en Bush. Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismaður. „Tíðin hefur veriö alveg ein- stök i allt sumar. Kannski eru Dabbi og Dóri teknir við á efri hæðinni og stjórna lika veðr- inu. Öll þekkjum hvað gott frá þeim kemur hérna á neðri Landsíminn inm, ^^**t*tmtmmmt*tt segir Eggert Haukdal, fyrrver- andi alþingismaður, á Berg- þórshvoli.,,Ég hefþað þokka- legt og stunda minn smá- búskap. Ég hefekki gefist upp við að ná fram réttlætinu í mlnum málum. Mannúð frá þeim, sem fara með manna- forráð hér, erekki til.“ Nicholson með gráa fiðringinn Nýr þjóðarréttur Þjóðverja Jackvill ólmurí rúmið með Moss Leikarinn góðkunni Jack Nichol- son er illa haldinn af gráa fiðringn- um og reynir nú allt hvað hann gét- ur að fá fyrirsætuna Kate Moss í rúmið með sér. Jack virðist hafa þróað smekk fyrir mjónum á sínum efri árum en síðasta kærasta hans var hin ofurgranna Lara Flynn Boyle. Jack gengur svo með grasið í skónum á eftir Moss að hann neit- ar að viðurkenna að 37 ára aldurs- munur sé nokkurt vandamál. Og Moss virðist svolítið upp með sér yfir áhuga Jacks því nýlega sást til þeirra tveggja við kvöldverð á Spice Island-veitingahúsinu I New York. „Það eru til tvær tegundir af kon- um,” segir Jack. „Þær sem vilja Jack Nicholson Jack virðist hafa þróaö smekk fyrirmjónum á sinum efri árum en slðasta kærasta hans var hin ofurgranna Lara Flynn Boyle. hoppa í rúmið með mér og þær sem vilja gefa mér kinnhest. Ég vona að Kate sé ekki í síðari hópnum." Kebab fellir steikta pulsu úrfyrsta sæti í nýrri handbók um Þýska- land kemur fram að hin «£ ástsæla þýska steikta » pulsa er ekki lengur • vinsælastí skyndi bitinn í landinu. Tyrkneskt kebab hefur fellt pulsuna úr fyrsta sæti. I handbók- inni er annars fjallað um allt milh ’ himins og jarðar er við kemur Þjóðverjum, allt frá gauksklukkum að bestu bjórstöðun- um. Höfundar bókarinnar lýsa von- brigðum sínum yfir að ekki séu leng- ur pulsuvagnar á hverju götuhorni í landinu. Vögnunum hefur I Mto^stórum stfl verið skipt út , fyrir kebab-staði. Og r það þótt pulsugerð- ^ armenn hafi ( reynt að berjast gegn þróuninni með tilbrigð- um eins og i karrý-puls- um. „í fjölmarga áratugi var steikt pulsa I fyrsta sæti yfir skyndibita í Þýskalandi," segir í bók- inni. „Nú er svo komið að ekki einn einastí bær eða þorp í Þýskalandi er án kebab-staðar þar sem kjötið er borið fram í tyrknesku brauði." Kebab Er orðið vin- sælasti skyndibiti Þjóðverja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.