Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Side 14
74 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Lenti í bflslysi Peter Phillips, barnabarn Elizabeth drottningar, slapp ómeiddur úr bílslysi í Kína um helgina. Peter Phillips er 26 ára og starfar í mark- aðsdeildinni fyrir Williams í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann var á leið- inni að formúlukeppnina í Shanghai þegar slysið átti sér stað. „Ég er heppinn að vera á lífi. Allar bílrúðurnar brotnuðu og bíllinn bognaði eins og banani," sagði Peter en tveir aðrir farþegar slösuðust minniháttar. Peter er eldri bróðir Zöru Phiilips. illi Masako að batna Masako krónprinsessa Japans sást opinber- í fyrsta skipti í langan tfma í vikunni. Á sama tíma gaf höllin út heimamyndband af Á myndbandinu sést Masako með Aiko litiu prinsessu í fanginu. Mæðgurnar >ru glaðlegar og brosandi og veifar til aðdá- enda. Almenningur vonast tii að heílsa 'lasako sé að batna. Talsmaður hallar- 'nnar segir næstu daga afar mikilvæga varðandi heilsu prinsessunnar. Hún hefur haldið sig innan hallardyr- anna síðustu mánuði og hefur tekið þátt í neinum konung- legum skyldum. Konungleat þrúá- kaup i Pyskaiandi Meira en 500 gestir fögnuðu með Elizabeth prinsessu frá Bavaria þegar hún gekk að eiga viðskipta- jöfurinn Daniel Terberger í Þýska- landi um helgina. Athöfnin var haldin í mikilli rigningu en allt hefð- arlið Evrópu mætti til að fylgjast með. Prinsessan er næstyngsta dóttir Max prins. Hún kynntist hin- um 37 ára Terberger fyrir fjórum árum á kaffihúsi í Vín þar sem hún var að vinna. Slör prinsessunnar var yfir 200 ára gamalt en það hefur gengið á milli kvennanna í ættinni. Indíana Ása Hreinsdóttir fylgist með kóngafólkinu á föstudögum og lætur blátt streyma með stíl. indiana(§>dv.is Skandall í lífvarða- sveit drottningar Yfirmaður llfvarðasveitar Margrét- ar Danadrottningar hefur A sagt afsér og tveir undir- menn hans hafa verið færðir til eftir að ásakanir um ósættanlega hegðun líf-j varðanna á vinnutíma komu upp. Mennirnir eru sakaðir um að hafa verið margoft fullir I vinnunni og auk þess eru þeir sakaðir umað hafa áreitt ungar starfs- stúlkur innan hallarinnar.„Rann- sókn er hafin á því hvort þessar ásakanir eru sannar. Efsvo er verð- ur virkilega að taka til höndum í llf- varðasveitinni," sagði yfirmaðurinn áðuren hann sagðiafsér. Vilhjálmur kyn- þokkafyllstur - Vilhjálmur þrins er afar vinsæll hjá kvenþjóðinni i heimalandi sinu sem og annars staðar, en hann var á dögunum kosinn kynþokkafyllsti maður Bretlands. Prinsinum varveitturheiðurinn á Celebrity Awards-hátíðinni um síðustu helgi.Vil- hjálmurskaut mörgum heims- frægum stjörnum reffyrir rass en aðrir sem komust ofarlega á listann voru leikar- innJudeLawog Idol-dómarinn Simon Cowell. Batman bað drottning- una afsökunar Maðurinn sem klæddi sig upp sem Batman og klifraði upp á Bucking- ham höll segist hafa skrifað drottn- ingunni afsökunarbréf.Jason Hatch, 32 ára, grátbað drottninguna um fyr- irgefningu á fímm klukkustunda mótmælum slnum fyrr I mánuðinum. „Ég bað hana afsökunar á að hafa notað heimili hennar til að vekja á mér athygli. Ég myndi ekki kæra mig um að einhver klifraði upp á mitt hús og byrjaði að mótmæla. Ég tagði lifmitt I veöi þvl ég hefði '^g auðveldlega getað verið skotinn niðuren ég vildi ná að vekja at- hygli á baráttumálum mín- um." J Jóakim prins og Alexandra prinsessa reyna að láta skilnaðinn bitna sem minnst á börnum þeirra. Hjónin mættu saman á fyrsta skóladag Nikolai litla og sóttu hann saman þegar skóla lauk. Danska ríkistjórnin vill minnka fjárlögin til Jóakims svo Alexandra geti fengið hærri upphæð á hverju ári. Alexandra þarf ekki aO hala neinar peningaí m*- Danska ríkistjórnin ætlar að sjá til þess að Alexandra prinsessa þurfl ekki að hafa neinar peningaáhyggjur í framtíðinni. Að öllum líkindum mun Alexandra fá rúmlega 20 millj- ónir íslenskra króna á hverju ári eft- ir að skilnaðurinn við Jóakim prins hefur gengið í gegn. Forsætisráð- herrann, Anders Fogh Rasmussen, mun hitta aðila frá dönsku ríkis- stjórninni á morgun til að ræða fjár- mál prinsessunnar. Til greina kemur að minnka fjárveitinguna sem Jóakim prins fær á hverju ári svo rík- ið muni finna minna fyrir greiðslun- um til Alexöndru. Meirihluti þings- ins er tilbúinn að borga prinsess- unni upphæðina enda dugnaður Al- exöndru altalaður. Prinsessan er þegar á iaunaskrá hjá danska ríkinu, en ef tillögurnar ná að ganga í gegn, mun taxti hennar hækka verulega við skilnaðinn. Vinstri flokkarnir hafa þó ekki samþykkt greiðslurnar en að þeirra mati er Jóakim prins nógu ríkur til að sjá fyrir fyrrverandi eiginkonu sinni og börnum þeirra. Alexandra og Jóakim prins mættu saman með Nikolai prins, sem er 5 ára, í skólann í vikunni. Parið var afar brosmilt og í góðu skapi og sóttu Nikolai einnig saman eftir skólann. Greinilegt þykir að parið ætlar að láta skilnaðinn bitna sem minnst á bömunum. Á þriðjudaginn tókst Alexandra á við daginn sem hún væri blind. Prinsessan batt fyrir augun og treysti á blindrahund- inn Fila sem er í eigu hins 19 ára Peter Bjerregaard Jorgensen. Með þessu tók Alexandra samfélag blindra í Danmörku á orð- inu en hún notaði daginn og heim- sótti samtökin. Eftir að skilnaður hjón- anna hefur gengið í gegn er talið líkleg- ast að Alexandra búi áfram í Dan- mörku með börn- in þeirra tvö. Prinsessan, sem er frá Hong Kong, gaf upp breskan ríkisborgararétt sinn til að geta gifst inn í dönsku konungsfjölskyld- - una en hún er gríðalega vinsæl í Danmörku. . iísm Harry prins stóðst hið erfiða inntökupróf hersins með glæsibrag. Harry gengur í herinn Harry prins hefur ákveðið að ganga til liðs við breska herinn á næsta ári í stað þess að halda hefðbundinni skólagöngu sinni áfram. Prinsinn stóðst inntöku- próf hersins með glæsibrag og mun innan skamms hefja 44. vikna námskeið. „Síðustu dagar hafa verið afar erfiðir, bæði andlega og líkam- lega, en þetta hefur verið frábær reynsla. Ég er stoltur að hafa komist í gegnum þetta erfiða próf,“ sagði Harrry eftir fjögurra daga inntökuprófið. Prinsinn unga hefur lengi dreymt um að verða hermaður og eftir að hafa rætt málið við föður sinn og ráð- gjafa tók hann ákvörðunina stuttu eftir tvítugsafmælið sitt. Talsmaður hallarinnar sagði Karl föður hans og Vilhjálm bróð- ur hans afar stolta af Harry. Hann mun flytja til Sandurst þar sem yfirmennirnir eru þekktir fyrir að hræðast hvorki né halda upp á hefðarfólk. Þar til hann flyst til Sandurst mun Harry halda áfram að þjálfa skólakrakka í rúgbý. Prinsinn kom börnunum á óvart þegar hann mætti á æfinu þeirra en hann ætl ar að ferðast á milli skóla og reyna að kynnast sem flestum krökkum. Jóakim prlns og Alcx- andra prinsessa Eftir að skilnaður hjónanna gengur i gegn eftir sex mánuði er taliðliklegast að Alexandra búi áfram i Danmörku með börnin þeirra tvö. Prinsess- an, sem er frá Hong Kong, gaf upp breskan ríkisborg- ararétt sinn til að geta gifst inn i dönsku konungsfjöl- skylduna en hún er griða- lega vinsæl i Danmörku. Harry prins Prinsinn hefur ákveðið að ganga í herinn. Hon- um hefur ekki gengið sem skyldi I skólanum en stóðst inntökupróf hersins. Gamall draumur Prinsinn sést hér í her- mannabúningi árið 1993.Harryhefur lengi dreymt um að verða hermaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.