Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Síða 19
DV Sport
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 1 9
Handknattleikssamband íslands boðaði til blaðamannafundar í gær. Þar greindi Guðmundur
Guðmundsson frá því að hann væri hættur að þjálfa landsliðið.
Guðmundur steig sjálfur í pontu á fundinum og tjáði
blaðamönnum að hann væri hættur. Hann tók það skýrt fram að
hann hefði sjálfur haft frumkvæði að því að hætta og því hefði
hann ekki verið rekinn. Formaður HSI staðfesti einnig að
Guðmundi hefði staðið til boða að þjálfa liðið áfram en hann var
með samning fram í maí á næsta ári.
„Ég get ekki neitað því að þetta
var mjög erfið ákvörðun," sagði
Guðmundur við DV Sport eftir
fundinn. Hann hafði verið við
stjórnvölinn hjá landsliðinu síðan í
maí árið 2001 og stýrt liðinu í 97
landsleikjum. „Mér hefur liðið mjög
vel í starfi og ég er mjög sáttur við
mín störf með landsliðið. Samstarfið
við stjórn HSÍ var mjög farsælt. Ég
hafði verulega gaman af þessu starfi
og er þakklátur fyrir að hafa fengið
tækifæri til þess að sinna því. Ég er
reynslunni ríkari."
4200 æfingar
Guðmundur segist vera hættur
afskiptum í handknattleik í bili enda
teljist honum til að samanlagður
tími sem hann hafi eytt í handbolta
sem leikmaður og þjálfari spanni
þrjú ár. Hann segist hafa stýrt 4200
æfingum á ferlinum og þar af hafi
hann mætt fimm sinnum of seint.
Einnig hafi hann stýrt um 1800
fundum.
Guðmundur hefur ákveðið að
skipta um starfsvettvang. Hann mun
innan tíðar hefja störf hjá PARX-
viðskiptaráðgjöf. Þar verður hann
ráðgjafi á sviði starfsmannamála.
„Þetta starf er ein ástæðan fyrir
„Ég tek skýrt framað
ég var ekki beittur
neinum þrýstingi til
að hætta heldur var
mér boðið að halda
áfram með liðið.
Þetta er alfarið að
mínu frumkvæði og
mín ákvörðun
því að ég hætti sem landsliðsþjálfari.
Ég þarf að einbeita mér að þessu
starfi á fullu og ég get það ekki sem
landsliðsþjálfari því það fór mikill
tími í það. Ég vil geta einbeitt mér að
mínu starfi," sagði Guðmundur en
hann tók ákvörðun um að hætta
fyrir nokkrum dögum síðan. Hann
segir að þetta sé rétti tíminn til að
hætta svo nýr þjálfari hafi nægan
tíma til þess að undirbúa liðið fyrir
HM í Túnis sem fram fer í byrjun
næsta árs.
Það er ekki hægt að segja annað
en að uppsögn Guðmundar komi
nokkuð á óvart enda hefur hann lýst
því yfir undan farið að hann ætli sér
að þjálfa liðið áfram.
„Ég endurmat stöðuna og
hugsaði málið lengi. Ég tek skýrt
fram að ég var ekki beittur neinum
þrýsúngi til að hætta heldur var mér
boðið að halda áffam með liðið.
Þetta er alfarið að mínu frumkvæði
og mín ákvörðun," sagði
Guðmundur og bætir við að hann
gangi sáttur, þakklátur og stoltur á
brott úr starfinu.
Nýr maður á næstu vikum
Guðmundur Ingvarsson, for-
maður HSÍ, þakkaði nafna sínum
Guðmundssyni fyrir vel unnin störf
sem landsliðsþjálfari á fundinum í
gær og sagði það hafa verið ákaflega
ánægjulegt að vinna með honum.
„Þessi ákvörðun kom okkur
svohtið á óvart úl að byrja með enda
er hann með samning fram í maí og
við héldum að hann vildi kannski
fara með liðið til Túnis," sagði
Guðmundur. Hans næsta verkefni
er að finna nýjan landsliðsþjálfara.
Guðmundur segir að stjórn HSÍ sé
ekki búin að ræða við neinn en nýr
maður verður væntanlega ráðinn á
næstu 2 til 3 vikum.
henry@dv.is
ðndkná
H
gsssssastssr
aasff-'sa-
O vextir
Við setjum engin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti
Lánin eru verötryggö og bera fasta 4,2% vexti sem eru endurskoðaðir
á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir
koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum.
Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80%
á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Hægt er að nota lánin til ibúðarkaupa, til að stokka upp fjármálin
eða í eitthvað allt annað.
Dæmi um
Hólmgeir Hólmgeirsson
rekstrarfræöingur er lánafulltrúi
á viðskiptasviði
Lánstími
4,2% vextir
Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta
Ragnheiður Þengllsdóttir
viðskiptafræðingur er lánafulltrúi á viðjkiptasviði
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn i Ármúla 13af
hringt i síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
5 ár 25 ár
18.507 5.390
*