Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Side 31
J3V Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 31 * Erum við frjáls? Sögnr og fréttir af óbærilegri fá- tækt og volæði heilu þjóðanna úti í heimi taka á okkur flest. Oft eru þetta þjóðir landa sem eru rik af bæði fólki og náttúruauðlindum og virðist í fljótu bragði sem þær ætti ekki að vanhaga um neitt. En eymd- in er greinileg og sé skyggnst aðeins dýpra í ástæðurnar á bak við hana má iðulega finna einræðisherra eða stjórnvöld sem beita fyrir sig kúgun með hervaldi í því skyni að geta nýtt sér auðævi landsins sér og sínum til framdráttar á kosmað almúgans. Þessar þjóðir eru ekki frjálsar. Eigna- réttur er virtur að vetmgi og sé fólk svo ólukkulegt að eignast einhver verðmæti getur það allt eins búist við því að sú eign verði hrifsuð af því með valdi og það standi jafnvel verr en áður. Heilu þorpin hafa verið jöfhuð við jörðu í Afríku þegar olía finnst undir þeim og þorpsbúar, sem hugsanlega erfðu jörðina eftir margar kynslóðir forfeðra sinna, mega teljast heppnir ef þeir sleppa lifandi. Þeir sem verða svo „gæfu- samir“ þurfa að byrja frá grunni að byggja sig upp með ekkert í höndun- Þjóðarviljinn Hér á landi hryllir okkur við slík- um sögum en við hrósum happi yfir því að við skulum þó vera frjáls. Við eigum okkur sjálf. Brjóti einhver á okkur höfum við lög sem tryggja rétt okkar og réttarkerfi sem framfylgir þeim og sér til þess að tjón okkar sé bætt. Stjórnvöld landsins, sem setja lögin, em lýðræðislega kjörin af meirihluta atkvæða, svo lögin hljóta á endanum að vera ekkert annað en vilji þjóðarinnar. En meirihluti er víðfeðmt hugtak. Hann getur verið allt frá 100 pró- senmm niður í 51 prósent. Allt að 49 prósent þjóðarinnar gæm þá þurft að sætta sig við það að landinu sé stjórnað á annan hátt en þau hefðu kosið. Vilji þjóðarinnar er því í mesta lagi vilji meirihlutans. Aðeins ein- staklingar geta haft raunverulegan vilja. Hulda S. Haraldsdóttir ritari stjórnar Frjálshyggjufélagsins, veltir fyrir sér frelsi og kúgun. Kjallari Við erum ekki kúguð á sama hátt og verst settu þjóðirAfríku en flest lendum við ein- hvern tíma íþví að vilji okkar er troðinn undir hælinn á meiri- hluta sem við erum ekki sammála. Takmörk frelsis Á landi eins og íslandi þar sem stjómvöld hafa svo víðtæk völd er alltaf fjöldi einstaklinga sem brotið er á með lagasetningum sem þeir em ósammála. Meirihlutinn kúgar minnihlutann. Og einstaklingur sem er á bandi meirihlutans í einu máli getur lent í minnihluta í öðm. Frelsi okkar er þannig takmarkað við það að við séum sammála meirihlutan- um. Einstaklingur er aldrei almenni- lega frjáls nema hann fái sjálfur að hafa lokaorðið í öllum ákvarðana- tökum sem varða hann sjálfan. Fái að vega og meta þá valkosti sem hann hefúr út frá eigin forsendum og velja sér sjálfur þá leið sem hann vLÍl fara. Á meðan aðgerðir hans tak- marka ekki frelsi annars einstaklings ætti enginn að hafa vald til að stoppa hann. Við íslendingar búum ekki við slíkt frelsi. Við emm ekki kúguð á sama hátt og verst settu þjóðir Afríku en flest lendurn við einhvern tíma í því að vilji okkar er troðinn undir hælinn á meirihluta sem við erum ekki sammála. Við hljótum að vilja meira. Við hljótum að vilja vera laus við allar takmarkanir aðrar en þær sem við setjum okkur sjálf. Að- eins þannig getum við reynt það til fulls hvað við emm fær um. Kúgun meirihlutans Kúgun meirihlutans hefur verið líkt við það að reistir séu veggir í kringum þá hópa samfélagsins sem skera sig úr hvað ákveðin málefni varðar. Viðkomandi hópar em skorð- aðir fastir innan þessara veggja þegar stjómvöld skerða frelsi þeirra til að- gerða sem meirihlutinn er ekki sam- þykkur. Margir slíkir veggir hafa þegar ver- ið reistir, t.d. í kringum einstaklinga sem vilja tjá óvinsælar og öfgafullar skoðanir sínar, samkynhneigða ein- staklinga sem vilja gifta sig, fjár- hættuspilara o.s.frv. í dag er kominn grunnur að vegg í kringum eigendur veitingahúsa sem vilja leyfa reykingar inni á eign sinni og mun sá veggur líklega rísa hvað úr hverju. Mörg tökum við þátt í því að reisa slíka veggi, berjumst jafrivel fyr- ir því að þeim verði komið upp. En hvað gerum við ef við vöknum upp einn daginn við þann vonda draum að það hafi verið reistir veggir allt í kringum okkur sjálf? Hvað segir mamma „í upphafi verkfallsins sagði ég syni mínum að passa það bara vel að borða almennilegan mat og fá nægan svefn,“ segir Hall- dóra Þorvaldsdóttir í Reykholti í Borgarfirði, móðir Eiríks Jónsson- ar, formanns Kennarasambands- ins. „Ég vona að hann hafi farið að ráðum mínum og efast reynd- ar ekkert um það. Eiríkur hefiir alltaf verið þægur. Annars er ég farin að venjast þessum atgangi sem fylgir verkföllum. Kynntist því snemma þar sem bróðir minn, Guðlaugur Þorvaldsson, var lengi ríkissáttasemjari. Og hvað kjör kennara varðar þá veit ég meira en margur því bæði eig- inmaður minn og tengdafaðir voru kennarar. Kjör kennara voru ekki góð þá frekar en nú og ekki hægt að lifa á þeim einum. Það bjargaði okkur að við vorum með búskap samhliða kennslunni. Nú þurfa báðir foreldrar að vinna úti og í því liggur stór hluti vandans," segir Halldór Þorvaldsdóttir og vonar að allir komir heilir frá verkfalli kennara sem enn sér ekki fyrir endann á. Mikið hefur mætt á Eiriki Jónssyni, for- manni Kennarasambandsins, sem stendur núl ströngu I verkfalli grunn- skólakennara. I Reykholti i Borgarfiðri situr móðir hans og fylgist með. Björgvinvar kjallarahöfundur Björgvin er höfúndurinn. í blaðinu í gær var kjallara- grein Björg- vins G. Sig- urðssonar, alþingis- manns Sam- fylkingar, sögð eftir Geir Ágústs- son. Þetta er alrangt og er beðist velvirðingar á mistökunum. • Fréttin um að Jón Steinar Gunnlaugsson hefði verið skipað- ur dómari við hæstarétt flaug út á miklum hraða Með- al þeirra sem ýmist glöddust eða ekki var hópur ferða- langa á Sikiley. Herma heimildir þaðan að ferðafólkið hafi rætt um að rétt væri að þau myndu kynna sér réttarfar á eyjunni með það fyrir augum að siðbæta íslensk stjórnmál... • Senn dregur að einvígi aldarinn- ar í poppheiminum. í nóvember verður útgáfuhátíð á Draugabarn- um þar sem hljómsveitin Gögl kynnir nýja plötu sína, Frá Valhöll til himnaríkis. Gögl hefur meðal annars innanborðs popp- óperusöngvarann Jón Rósmann Mýr- dal og héraðslækn- inn og gítarleikar- ann LýðÁmason. Jafnframt munu nafnarnir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og Rokklandskonungurinn Ólafur Páll Gunnarsson fá úr því skorið hvor er fróðari um popp. Að sögn mun tals- verðs kvíða gæta hjá báðum.... Skandall íslandssögunnar Einar bringdi: „Það er skandall íslandssögunnar að Jón Steinar skuli vera skipaður í hæstarétt íslands. Það er stutt í að hundur Davíðs verði skipaður þing- Lesendur maður að hætti rómversku keisar- anna. Enn einu sinni treystir þessi ríkisstjórn á að skammtímaminni ís- lendinga sé brenglað. í hádeginu - 1.290 kr Gildir allan oktdber - mánudaga til fimmtudaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.