Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 Helgarblað DV Myndlistarkonan Lína Rut Wilberg er ekki sammála þvi aö hún hafi gengið í gegnum meiri erfiðleika en hver annar. Hún gerir upp fortíðina, segir frá mistökum sínum þegar hún sá á bak dætrunum, talar um norskættaðan föður, myndlist- ina og segist aldrei hafa verið hamingjusamari en einmitt nú. „Ég hitti einu sinni fertuga konu sem aldrei hafði lent í neinu verra á Iífsleiðinni en að missa páfagaukinn sinn. Ég velti því dáh'tið fyrir mér, hvort ég vildi vera í sporum þessarar konu. Komst að þeirri niðurstöðu að, já, vissulega vildi ég það. En fyrst ég þurfti að að fara í gegnum þá reynslu sem ég á að baki þá finnst mér gott að ég skuli hafa getað nýtt mér hana til góðs," segir Lína Rut Wilberg mynd- listarkona en hún á enn tvö ár í fertugt og hefur farið yfir fleiri þröskulda á þeim árum en flestir aðrir þurfa að gera á einni ævi. Hún er eigi að síður brött, segist vera ánægð með lífið og í raun aldrei eins hamingusöm og einmitt um þessar mundir. „Ég gæti ekki hugsað mér lífið á annan hátt og held að mér hafi aldrei liðið betur en einmitt núna," segir hún og brosir. Ömmubarn Lóu Konn Hún ruggar vöggu yngri sonar síns á heimili sínu í miðbænum á meðan hún tafar. Hann er rúmlega tveggja mánaða, myndarlegur og hraustlegur og von bráðar er hann sofnaður. Lína heldur áfram að rugga þrátt fyrir það á milfi þess sem hún stússast í eldhús- inu og spjallar við blaðamann. „Ég er ísfirðingur en báðir foreldrar mínir eru þaðan og þar fæddist ég og bjó fyrsta ár ævi minnar," segir hún og jánkar því að Lóa Konn sé föðuramma hennar. Lóa Konráðsdóttir er mörg- um ísfirðingum kunn en hún, ásamt systrum sínum, hefur aldrei staðið á skoðunum sfnum. Lfna segist alla tíð hafa verið í góðu sambandi við ömmu sína og raunar hafi hún tekið við hlut- verki sonar síns í að sinna skyldu hans gagnvart dótturinni. „Ég þekkti aldrei pabba svo neinu nemi," segir hún og dökku augun verða alvarleg. „Ég hittí hann ekki fyrr en ég var tíu ára gömul. Ég sat þá við borðstofuborðið hjá ömmu ásamt fleiri ættingjum í matar- boði. Það er allt í lagi að ég segi ffá því, en ég man sérstaklega eftir því að hann spurði mig, tíu ára barnið: „Ertu komin með stór brjóst?" Ég gat ekki svarað því ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Að spytja tíu ára bam svona spumingar," segir hún og hrist- ir höfuðið. Blóðfaðir hugsar um götubörn í Brasílíu Faðir Línu Rutar heitir Karl Petter Wilberg en faðir hans var Norðmaður sem kom til ísafjarðar og giftist Lóu ömmu hennar. Lína segir föður sinn hafa verið meira eða minna í Noregi og þar eignaðist hann síðar konu og tvö böm. „Já, ég hef hitt systkini mín í Noregi en alltof sjaldan. Pabbi drakk mjög mikið og fór illa með sig, var raunar nærri því búinn að ganga ffá sér en er í Brasílíu núna." Ilvað harm er að gera þar? „Ég er hreint ekki viss en mér skilst að hann hafi hætt að drekka og taki að sér götuböm þar og klæði og fæði. Hafi fundið sig í að hjálpa munaðar- leysingjum þar. Annars veit ég ekkert um þetta fyrir víst,“ segir hún afsak- andi og áréttar að samband þeirra hafi aldrei verið náið eða mikið. Þeirra fyrsti fundur hafi ekki gefið tilefni til þess. „Ég eignaðist hins vegar fóst- urpabba þegar ég var rétt ársgömul og leit alla tíð á hann sem minn föður. Hann kallaði ég alltaf pabba og var mjög sátt við þann föður," segir hún og lítur upp. Móðir Lfnu flutti með hana til Húsavíkur og bjó þar með fósturföð- urnum og eignaðist þijú börn til við- bótar. Á Húsavík átti Lína Rut góða æsku að mörgu leyti. „Það var yndis- legt að alast upp útí á landi en minn- ingamar frá æskuárunum em samt dálítið blendnar. Ég var feimin og ffekar títil inni í mér en fósturfaðir minn drakk talsvert. Það markar mann á vissan hátt og þeir vita það sem þekkja alkóhólismann," segir hún og fær sér vænan sopa af ávaxta- safa, heldur svo áfram og segir að hún hafi einmitt verið að tala um þessa hluti kvöldið áður. „Ég er á námskeiði hjá SÁÁ fyrir fullorðin börn alkó- hólista og var að rifja upp þessi ár. Það þýðir ekki að tala neina tæpi- tungu um þetta, maður á að kalla hlutina sína réttu nöfnum," segir hún brosandi og fullyrðir að henni hafi þótt mjög vænt um fósturföður sinn. „Hann var mjög góður við mig en hann dó úr krabbameini rétt eftir að ég eignaðist eldri son minn fyrir fimm árum. Ég sakna hans og það var erfitt að ganga í gegnum þetta en hann barðist mjög lengi áður en yfir lauk og það tók verulega á," segir hún alvar- leg í bragði. Feimnin og alkóhólisminn Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og í Hlíðunum sótti hún skóla lengst af. Hún bendir á að alkóhólisman- um hafi fylgt ákveðið rótleysi þannig að þau bjuggu ekki lengi á sama stað. „Ég á til dæmis enga æskuvin- konu því ég náði ekki að festa rætur nógu lengi til þess. Minni elstu vin- konu kynntist ég sextán ára en þá er maður líka orðinn nógu gamall til að búseta skipti ekki öllu máli," segir Lína. Hvort hún hafi verið farin að huga að listnámi á unglingsárum neitar hún staðfastlega. „Nei, það hvarflaði ekki að mér," segir hún og hristir höfuðuð. „Þetta var heimur sem ég þekkti ekki og ef enginn hvetur mann áfram eða nefnir við mann hvaða hæfileikar búi í manni þá dettur manni það ekki í hug sjálf- um. Ég býst við að ef einhver í ætt- inni eða kennararnir hefðu talað um það þá hefði það búið um sig í mér en það var ekki þannig í mínu til- felli," segir hún ákveðin. „Ég var mjög feimin og ég man eft- ir að ég nefndi við mömmu hvort ég ætti ekki að fara í Módelsamtökin til að vinna bug á feimninni. Mömmu fannst það tilvalið og ég fór þangað og lærði heilmikið um framkomu og að ganga á palli. Ég var ekki feimin við það en ég var jafnfeimin eftir sem áður við allt annað," segir hún hlæj- andi. „Ég dugði stutt í þessu enda ósköp yfirborðskennt og það gaf lítið að brosa og vera sæt," segir Lína og hlær. Förðunarskólinn og myndlistin Þangað má eigi að síður rekja upp- hafið að myndlistinni því Lína Rut fékk þar áhuga á förðun. „Þar fékk ég einhvers konar útrás fyrir sköpunina og það varð úr að ég sótti um skóla í París. Þangað fór ég og var í eitt ár að læra ljósmynda- og tískuförðun. í París fór ég að gefa myndlistargallerí- unum gaum. Hafði mjög gaman af að ganga á milli og skoða myndlist. Raunar hafði ég alltaf ánægju af að skoða söfn og gerði það héma heima áður en ég fór út. Þá fann ég hvað ég hreifst af myndlist en datt aldrei i hug að hún ætti eftir að tengjast mér á annan hátt," segir hún og jánkar að Parísardvölin hafi haft góð áhrif á hana. „Hún varð að minnsta kosti til þess að ég sótti um í Myndlista- og handíðaskólann þegar heim kom. Ég komst strax inn og þá opnaðist mér nýr heimur. Mér þótti æðislega gam- an í skólanum og var loksins komin á rétta hillu," segir hún og lætur hug- ann reika til baka. „Það var mikill kraftur í mér og ég stofnaði líka förð- unarskólann og fýrirtæki sem seldi snyrtivömr. Hafði meira en nóg að gera," rifjar hún upp. „Já, og barnsföður dætra minna kynntist ég líka um þetta leyti. Þær fæddust 1990 og 1992 en þær voru ekki gamlar þegar slitnaði upp úr sambandi okkar," segir hún og þagnar. Eftir andartaksþögn heldur hún áfram og segir að það hafi verið stærstu mistök lífs hennar að ganga út af heimilinu þegar þau skildu. „Skilnaður var óumflýjanlegur en ég átti aldrei að fara. Það var byrjunin á öllum þeim hörmungum sem á eftir komu," segir hún hugsi og engu lík- ara en hún velti fyrir sér hvort hún eigi að halda áfram. „Ég ætla að leið- rétta þann misskilning minn að ég hafi misst frá mér dæturnar. Ég sagði það í blaðaviðtölum á þeim tíma og við alla sem ég ræddi við. En það er ekki rétt. Ég samdi þær af mér," segir hún og stendur upp og fer fram í eldhús og nær í heitar bök- ur úr ofninum sem hún hefur verið að hita. „Þær eru með súkkulaði á milli," bendir hún á og heldur áffam. „Þetta var ömulegt mál og það er ekki gaman að rifja það upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.