Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Blaðsíða 31
DV Helgarblaö LAUCARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 31 „Ég var að spá í að hafa þetta bara Brian Wilson en síðan fór ég að hugsa meira um þetta. Ég dýrka þá alla. Þetta eru náttúrlega geð- veikir snillingar allir. Þessar raddir. Brian var sterkur en þegar hann dró sig í hlé komu út geðveik lög. Beach Boys eru sem eitt hljófæri, raddirnar þeirra. Engin með sama tónsvið. Þeir sjá um mismunandi hluti. Mike er bassinn, Brian var falsettan... og þetta raðast í full- komna heild/' segir glaumgosinn og trymbillinn Daníel Þorkelsson, alias Danni í Maus. Hann er með myndir af meðlimum hljómsveit- arinnar, alla sex, tattúeraða hring- mn um ökla sinn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Sennilega eru þeir fáir eins ákafir aðdáendur hljómsveitarinn- ar Beach Boys en einmitt Danni sem býður þess nú í ofvæni að fara í Höllina og sjá þessar hetjur sínar þegar þær koma til íslands. Hann hefur haft samband við tónleika- haldrann með það fyrir augum að fá að hitta hljómsveitina að tjald- arbaki þegar þeir koma. „Ég fór til London í Royal Festi- val Hall og sá Brián skum öxla Þaö i Idúdinn'sem hetjunum og ná „Og geröi þaö Wilson finmflytja Smile-plötuna. Sem er náttúrlega uppáhaldsplat- an mín í öllum heiminum. Plata sem er klikkuð. Ég keypti mér miða níu mánuðum áður en miðarnir fóru í prentun." En að tattúinu aftur. Myndirnar setti Danni saman sjálfur, fann tii portrettmyndir af meðlimum Beach Boys í gamalli Smile-úr- klippubók. Klippti þær til, raðaði saman og ljósritaði. „Svo var það Sverrir tattú, aðal „dúdinn" í bæn- um, sem tattúeraði þetta hrikalega vel. Þetta eru frekar litlar myndir en hann er með smáatriðin alveg á hreinu." Danni er félagsfræðingur og starfar nú sem deildarstjóri á Dyngjunni í Ásaborg sem hann segir langflottasti ieikskólinn. Og hann er með fleiri Beach Boys- tattú á líkama sínum. En hvernig máþað vera að 28 ára gamall mað- ur er svo ákafur aðdáandi hljóm- sveitar sem var upp á sitt besta á bítla- oghippatímanum? „Sko, Ég bara... það er þannig, ég dýrkaði hljómsveit sem heitir Weezer, geri enn og er reyndar með eitt Weezer-tattú líka. Ég var í svona ‘fan-club’ og söngv- arinn í Weezer sagði einhvern tfma að besta poppplata í heimi væri Pet Sounds með Beach Boys. Ég hlustaði á hana og varð algerlega dolfallinn. Ég kaupi allt sem tengist hljómsveitinni sem ég kemst yfir og á orðið gott safn. En það er til óendanlega mikið efrii, týndar upptökur eru aíltaf að finnast og þetta er mikið efni, þrjú til fjögur hundruð lög eða eitthvað." jakob@dv.is Beach Boys tattú- eraðir á íslenskan ökla Danni í Maus forfallinn aðdáandi ,. JMM Fólki finnst þetta Gott að koma vera gamaldags tilfinningunum á blað „Ég skrifa alltaf annað slagið og hef gert það síðan ég var ungur," segir Ásgrímur Geir Logason, nemandi í þriðja bekk á verslunarbraut Verslunarskóla íslands. „Ég skrifa ljóð um hitt og þetta," segir Ásgrímur sem telur ekki að margir á sínu reki, eða í Versló, skrifi eins og hann. „Ég held að fólki finnist þetta einfaldlega vera gamaldags." Hefurðu birt eitthvað af Ijóðunum þínum? „Nei, ég hef aldrei birt neitt. Ég hef aldrei verið beðinn um það, ég held að fólk hafi ekkert vitað af þessu." Hvað með framtíðina? „Framtíðin er óráðin, alla vega hvað þetta varðar. Þetta er áhugamál enn sem komið er, en maður veit aldrei." Kvöldblóm Tilþín einn ég kem að kveldi, Kem og svala minni þrd, Þvi aö eldur augna þinna Aldrei brennur meir en þá. Þá erafturæskan vakin Eldar fornir braka ná. Haiia vanga aö beru brjósti, Blóöiö fossar, hjörtun slá. Opnar varir vota kossa Veita og þiggja í sama mund. Ætti ég völ, þá vildi ég teyga Veigar þeirra hverja stund. Ljómar björt i húmsins hendi Heilög stundin vina kær, Þegar hjartans eldum yfir Augnablikiö sigri nær. Heilsast, kveöjast, söm er sagan, Sama ending, þáttaskil. Ekkastunum brjóstiö bifast, Brostið hjarta finnur tii. Lífs að kveldi fegin færiég Fengi ég eflir liöinn dag Koss afþlnum votu vörum Við mitt siösta hjartasiag. Ásgrimur Geir Logason „Ég hef alltaf skrifað, alveg frá því ég var lítil. Ég man eftir að hafa skrifað ljóð þegar ég var á aldrinum 9-12 ára en síðan ég var 15 ára hef ég geymt allt sem ég hef skrifað, í bókum hér og þar,“ segir Sif Ólafsdóttir, nemi á síðasta ári á umhverfisfræðibraut í MS. „Ef eitthvað bjátar á í tilfinningalífinu er svo gott að koma því á blað, þá verður maður aftur rólegur," segir Sif sem skrifar allt í ljóðformi. „Þetta eru oft svona sögur með rúnnaflæði, maður getur lesið þetta, rappað eða hvað sem er.“ Eru skrifín algert áhugamál? „Já, þetta er bara hobbí sem mér finnst fínt að grípa í þegar ég er ein, nenni ekki að læra eða eitthvað slíkt. Þá skrifa ég oft það fyrsta sem mér dettur í hug. Mig hefur reyndar alltaf langað til að skrifa, ég fattaði til dæmis að ég gæti ekki sungið og ákvað þá að verða lagahöfundur. Hver veit nema maður eigi eftir að fást eitthvað við rit- störf í framtíðinni, þó ekki væri nema til að sleppa við leiðindavinnu," segir Sif sem hefur aldrei birt neitt af verkum sínum fyrr en nú. „Ég veit ekki hvort það er mik- ið af fólki í skólanum sem skrifar eins og ég, það er alla vega ekki mikið birt af því skólablöðum. Ég held þó að það sé fullt af fólki sem vill koma tilfinningum sínum á blað." Minning Til þess eins aö gteyma bjó ég tii mynd afþér og tætti í sundur, þar tilró færðistyfir. Lima geturu tilfiningar isundur, um tíma, en kemur ávalt aftur í leik endurtekningar. En að iokum veröuru aöeins óljós eftirmynd sem dárleg minning. SifÓiafsd. anH R ' ^aus Forfal'inn aðdá- semh^, B°yS °9 Safnar öl'a hl™hannkemstyfirogtengist hljómsveitinni... oggottbetur DV-mynd Valli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.