Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Blaðsíða 63
DV Síðast en ekki síst
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 6»
Sævar Ciesielski býr og starfar í Kristianíu þar sem hann er aö skrifa bók um líf
sitt á götunni í Reykjavík. Hann segir lögguna stöðugt áreita íbúana sem borgar-
yfirvöld vilja smá saman bola úr grenum sínum.
Sævar skrifar sögu sína
á síðustu dögum Kristjaníu
„Lögreglan er alltaf eitthvað að þvælast hérna, segir Sævar
Ciesielski sem dvalið hefur hjá systur sinni í Kristjaníu í Kaup-
mannahöfn síðustu tvo mánuði. „Það er mikil spenna hérna
núna enda fótboltamót á morgun milli löggunar og íbúanna hér.
Þetta er árlegur atburður. Þetta eru helvíti harðir strákar, engir
venjulegir hasshausar," segir Sævar sem hefur varla séð eins
mikla öryggisgæslu og nú er í Kristjaníu.
„Þessir strákar er hluti kynslóð-
ar sem er alinn hér upp og þekkir
ekkert annað en lífið undir hass-
skýinu. Ég held að þeir hafi yfir-
leitt unnið lögguna á þessum fót-
boltamótum," segir Sævar sem
málar og skrifar í Kristjaníu sem
hann segir alltaf vera að breytast.
„Þetta er allt að breytast mikið
hér, löggan hendir fólki daglega út
úr húsnæði sem það hefur tekið
yfir. Það er búið að loka Pusher-
street, engir básar þar lengur
þannig að sú starfsemi er öll kom-
in neðanjarðar," segir Sævar.
Hann hefur ekki setið auðum
höndum í sumar, málað helling af
málverkum og stefnir að því að
opna sýningu í einu af fínu mynd-
listargaUeríum Kaupmannahafn-
ar, þegar líða fer að jólum. „Ég er
líka að skrifa bók sem kemur von-
andi út fyrir jól. Þetta eru svona
sögur af þessu fólki sem ég hef
umgengist síðustu ár. Það er mik-
ið af furðulegum persónum sem
ég hef kynnst á götunni í Reykja-
vík. Margar athyglisverðar sögur
sem ég og mínir samferðarmenn
höfum upplifað," segir Sævar sem
býr í löglegu húsnæði í Kristjaníu
sem systir hans byggði fyrir mörg-
um árum.
„Löggan lætur okkur gamlingj-
ana alveg í friði eins og fjölskyldu-
fólkið sem hér býr. Það er aðallega
unga liðið sem er með vandræði,
býr í skemmum sem á að rífa og er
að dópa í harðari efnum en leyfi-
leg eru. Það voru 30 krakkar tekn-
ir hér í síðustu viku, það voru heil-
mikil læti í kringum það, segir
Sævar sem ædar ekki að koma
heim á næstunni. Hefur það gott í
Danmörku þar sem hann ætíar að
dveljast áfram þótt hans sakni
götulífssins í Reykjavík.
freyr@dv.is
„Löggan lætur okkur gaml-
ingjana alveg í friði eins og
fjölskyldufólkið sem hér býr.
Það er aðallega unga liðið
sem er með vandræði, býr í
skemmum sem á að rífa og
er að dópa í harðari efnum
en leyfileg eru."
Fisksalinn fyrrverandi Ragnar Sigurjónsson dæmdur
Ragnar flóttamaður dæmdur í fangelsi
Ragnar Sigurjónsson fyrrver-
andi fiskútflytjandi var í gær
dæmdur í hálfs árs fangelsi í Hér-
aðsdómi Reykjaness. Fjórir mán-
uðir af þeim verða skilorðsbundn-
ir þannig að Ragnar þarf bara að
sitja inni í tvo mánuði. Því til frá-
dráttar kemur gæsluvarðhald.
Ragnar sveik nígeríska kaupsýslu-
manninn Noel Chuckuvere, hirti
af honum 70 þúsund dollara fyrir
þurrkaðan fisk sem Chuckuvere
fékk aldrei. Ragnar flúði réttar-
höldin og var um skeið talinn lát-
inn. Scotland Yard leitaði að hon-
um og Chuckuvere var yfirheyrð-
ur, grunaður um að hafa valdið
dauða Ragnars.
Ragnar hafði síðan samband
við ættingja frá Tælandi þremur
mánuðum eftir að hann hvarf í
London. Ragnar var handtekinn
fyrir hnupl í Bangkok í Tælandi í
maí. Hann neitaði að segja til
nafns og var í fangelsi í tvo mán-
uði án þess að Tælensk yfirvöld
vissu hver hann væri. Hann sagði
að lokum til nafns og í framhald-
inu sóttu lögreglumenn hann og
fluttu til íslands. Hann sat um
skeið í gæsluvarðhaldi en var síð-
an settur í farbann.
Ragnar Sigurjónsson Kemur til Is-
lards eftir fímmdrí Tælandi í
lögreglufylgd.
Trúðu ekki á
hreðjatak
Tæplega þrítugur maður hefur
verið dæmdur í 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi yfir að handleggs-
bijóta annan mann á Fjörukránni í
Hafnarfirði. Héraðsdómur Reykja-
ness trúði ekki þeirri skýringu árás-
armannsins að fórnarlambið hefði
tekið hann hreðjartaki fýrir árásina.
Vitni sögðu að hann hefði vippað
fómarlambinu yfir öxlina á sér með
áðumefndum afleiðingum. Menn-
irnir em vinir og fóm saman á
sjúkrahús eftir beinbrotið. Ágrein-
ingur hafði komið upp á milli þeirra
um rétta ffamkomu við konur.
Illugi f
einkavæðingu
Illugi Gunnarsson, aðstoð-
armaður Davíðs Oddssonar ut-
anríkisráðherra, hefur verið
skipaður í framkvæmdanefnd
um einkavæðingu, svokallaða
einkavæðingarnefnd. Illugi
tekur þar sæti Ólafs Davíðs-
sonar, fráfarandi ráðuneytis-
stjóra í forsætis-
ráðuneytinu,
sem heldur
utan til Berl-
ínar þar sem
hann hefur
verið skip-
aður sendi-
herra.
ÞAÐ ER STAÐREYND...
... AÐ ARIÐ 1457
REYNDI JAKOB 1.KON-
UNGUR í SKOTLANDI
AÐ BANNA GOLF-
(ÞRÓTTINA í LANDI
SÍNU VEGNA ÞESS AÐ
HANN TALDI ÞEGN-
ANA EYÐA ALLTOF
MIKLUM TÍMA í ÞENNAN FÁNÝTA LEIK.
VILDI HANN AÐ SKOTAR VERÐU TÍMA
SÍNUM FREKAR í AÐ SKJÓTA AF BOGA,
SEM AÐ GAGNI KOM í HERNAÐI, EÐA
SINNA HESTUM. ALLT KOM FYRIR EKKI
OG VINSÆLDIR GOLFSINS BREIDDUST
ÚT. ÖLD SÍÐAR VARÐ MARÍA STÚART
SKOTADROTTNING FYRST KVENNA TIL
AÐ SPILA GOLF.