Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Blaðsíða 61
DV Fréttir LAUGARDAGUR 9. OKJÓBER 2004 frj, Fjárfestingar- bylgja skellur á landið í ágúst voru fluttar inn bif- reiðar fyrir tæpar 1.100 milljónir kóna og jókst innflutnings- verðmætið um 250 milljónir frá sama tíma í fyrra. Frá ára- mótum hefur innflutnings- verðmæti bifreiða verið um 2.600 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. At- hyglivert er að innflutn- ingsverðmæti bíla á fyrstu 8 mánuðum ársins er meira en á metárunum 1999 og 2000. Þetta gerist á sama tíma og fjöldi ný- bygginga hefur aldrei verið fleiri. Það er því óhætt að segja að almenningur taki lækkandi vöxtum fagnandi og virðist fjárfestingar- bylgja ganga yfir landið. Greining KB banka sagði frá. Neitað um landvist Fram kemur í nýút- komnum Austurglugga að frá áramótum hafi 18 manns verið neitað um landvistarleyfi eftir komu til íslands með Norrænu. Tollgæslan á Seyðisfirði hefur ýmist neitað fólkinu um land- vist sökum neitunar frá lögreglustjóra eða Út- lendingastofnun auk þess sem hluta fólksins hefúr verið vísað úr landi vegna falsaðra vega- bréfa. Tollgæslan hefur frá áramótum lagt hald á 21 gramm af fíkniefhum, nokkur vopn og 33 flösk- ur af sterku áfengi. Mjókka stícj í Grafarholti Ákveðið hefur verið að mjókka göngustíg bak við Ólafsgeisla 85-93 í Grafarholti um einn metra. íbú- arnir höfðu safnað undirskriftum með kröfu um að eng- inn stígur yrði á þessum stað. Sjálfstæðismenn í skipulagsnefnd sátu hjá við afgreiðslu málsins. Þeir töldu að lengra hefði átt að ganga til móts við kröfur íbúanna. Fulltrúar R-list- ans sögðu að með tilliti tU annarra íbúa hverfisins væri mjög óskynsamlegt að taka allan stíginn í burtu. Stakk af eftir ákeyrslu Snemma morguns í fyrradag var tilkynnt að ekið hefði verið á kyrr- stæða og mannlausa bif- reið við Faxabraut 27 í Keflavík og að tjónvaldur hefði stungið af. Að sögn lögreglu var talið að atvikið hafi átt sér stað kvöldið áður. Litur af bifreið tjón- valds var í skemmd bif- reiðarinnar sem ekið var á og grunur leikur á hver þar var að verki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráöherra mun skipa nýja fimm manna nefnd stjórnar og stjórnarandstöðu til að Qalla um lög um fjölmiðla \ næstu viku. N Formaður Frjálslynda flokksins og formaður Blaðamannafélagsins eru ósáttir við nefndina og vilja báðir fá aðgang að henni. Menntamálaráðherra segir fámennari nefndir skilvirkari. ,Ég hugsaði þetta en ég vildi hafa nefndina minni þar sem mín reynsla erað fámenn- ari nefndir séu skil- virkari“ „Ég get ekki séð að allir stjórnarandstöðuflokkarnir eigi aðgang að þessari nefnd eins og ráðherra hefur sett þetta upp,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, að- spurður um nefnd sem menntamálaráðherra hyggst setja á fót á næstunni og er ætlað að skapa víðtæka sátt um fjölmiðlalöggjöf- ina, að sögn ráðherra. Allt stefrúr í að andrúmsloftið í kringum nýju fjölmiðlanefndina verði með sama sniði og einkenndi hina fýrri, en bæði stjórnarandstað- an og fjöl- miðlamenn gagnrýndu skipun fjöl- miðla- nefnd- aríjan- úar síð- ast- liðn- j Menntamálaráðherra Þorgerður I | Katrln Gunnarsdóttir vísarásökun- " J um Guðjóns Arnars á bug en segir J erindisbréf gera ráð fyriraðkomu J hagsmunaaðila, eins og Blaða- I mannafélags ísiands, að nefndinni. I um. Guðjón Arnar Kristjánsson er ósáttur við að stjórnarandstöðu- flokkunum þremur sé einungis út- hlutað tveimur sætum f nefndinni og sakar ríkisstjómina um að reyna með þessu að kljúfa stjórnarand- stöðuna. Unir ekki samstöðu „Við í stjórnarandstöðunni höf- um enn ekki ráðið ráðum okkar varðandi skipan nefndarinnar en það er ljóst að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokk- anna fá ekki sæti í nefndinni," segir t Guðjón Arnar Á Kristjánsson sem telur / ríkisstjórn j og I Formaður Frjálslyndra Guðjón | j Arnar Kristjánsson segir mennta- 1 málaráðherra reyna að kijúfa I samstöðu stjórnarandstöðu með 1 þvi að hleypa ekki öllum þremur j stjórnarandstöðuflokkunum aö. menntamálaráðherra ekki geta unnt stjórnarandstöðunni að hafa verið jafn samstíga í umræðum um fjölmiðlafmmvarpið og raun bar vitni að sögn Guðjóns, en fleiri aðil- ar eru einnig ósáttir við skipan nefndarinnar. Mistök hjá ráðherra „Ég hlýt að líta svo á þarna sé um að ræða hjá menntamálaráðherra," segir Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélagsins, aðspurður um hug hans og Blaðamannafélags íslands til nýskipaðrar nefndar menntamálaráðherra. „Við hefðum auðvitað kosið að fá menn í þessa nefnd enda búum við yfir þekMngu á þessum markaði og fleiri atriðum sem þarna verða rædd,“ segir Róbert sem telur að menntamálaráðherra hefði átt að læra af reynslu fyrri nefndar um .eignarhald á fjölmiðlum þar sem I fulltrúar hagsmunaaðila hafi ekki I verið kallaðir til fyrr en eftir fyrstu j umræðu um frumvarpið á þingi. „Við vorum ekki kallaðir fyrir 1 nefndina sem kom að samningu j fjölmiðlafrumvarpsins fyrir ári en I vonumst auðvitað til að fá greiðari aðgang fyrir okkar sjónarmið til nefndarinnar nú,“ segir hann. Gert ráð fyrir aðkomu hags- munaaðila „Ég hélt Formaður B.í. RóbertMars- hall segist llta á nefndarskip- anina sem mistök en bindur þó vonir við að samráð verði haft við Blaðamannfélagið og aðra hagsmunaaðila eins og ráðherra hefur boðað. að stjórnarandstaðan væri það sam- hent að hún gæti nú komið sér sanj^ an um fulltrúa í nefndina, það er að minnsta kosti það sem þeir hafa fúllyrt," segir Þorgerður Katrín. Hún segir markmið nefndarinnar skýrt og eigi að leiða til samstöðu. „Markmið nefndarskipaninnar er að reyna að ná fram sem víðtæk- astri sátt um löggjöf á þessu sviði," segir hún. Aðspurð um gagnrýni formanns Blaðamannafélagsins á skipan nefndarinnar segir Þorgerður að gert sé ráð fyrir því í erindisbréfi nefndarinnar að fulltrúar hags- munaaðila verði boðaðir á fund til nefndarinnar. „Ég hugsaði þetta en ég vildi hafa nefndina minni þar sem mjn reynsla er að fámennari nefndir s<?ér skilvirkari," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra. heigi@dv.is Farþegi Norrænu dæmir ekki um dómgreind skipstjóra Ferjan álíka sjóklár og Smáralind „Ég vil ekki um það dæma hvort skipstjórinn gerði rétt eða rangt. En eftir ólagið brást áhöfrún hárrétt við,“ segir Baldvin Nielsen, einn farþeg- anna sem var um borð í Norrænu þegar skipið lagðist undan ólagi á milli íslands og Færeyja. Skipið var á leið til íslands í ofsa- veðri á móti þegar skipstjórinn ákvað að snúa undan veðrinu og halda aft- ur til Færeyja. Þegar Norræna var flöt fyrir reið ólag á skipinu og það lagðist við höggið. Einar Jóhannes Einarsson lýsú því að hann hefði kastast fram úr koju sinni við höggið. Veðurhæðin er talin hafa verið á bilinu 25 úl 30 metr- ar á sekúndu. Baldvin, sem starfaði sem stýrimaður á árum áður, segir að ölduhæðin hafi verið allt að 20 metr- um þegar afráðið var að snúa við. Hann viil ekki taka undir þá gagnrýni að skynsamlegra hefði verið að halda skipinu upp í veðrið í stað þess að snúa undan. „Mér skilst að þeir hafi ekki viljað raska áæúun skipsins og því gripið til þessa ráðs að hætta við legginn úl ís- Norræna Ofsaveður var þegar skipstjóri ferjunnar ákvað að snúa undan.Þá skall straumhnútur á skipinu. lands í stað þess að dóla upp í. Helsú vandinn er að mínu maú sá að frágangur í verslunum er eins og gerist í Smáralind og því fór allt af stað við ólagið," segir Baldvin og vísar til þess að efúr að skipið lagðist var bókstaflega afit á hvolfi í verslun- um og veiúngasal. „Skipið er að mínu maú gott með tilliú til stöðugleika. Enda var það fljóú að réúa sig eftir ólag," segir Baldvin. Hann kom heim til Islands með flugi frá Kaupmannahöfn eins og fleiri farþegar enda var hætt við fs- landsförina eftir ólagið. BréskTgíslinn Kenneúi Bigley hefur verið hálshögginn. Mynd- band með aftökunni var sýnt á arabískum sjónvarpsstöðvum og sent Reuters-fréúastofunni. Bigley, sem var 62 ára verkfræðingur, var rænt frá íbúð sinni í Bagdad fyrir þremur vikum ásamt tveimur Bandarfkjamönnum. Bandaríkja- mennimir voru fljóúega háls- >> höggnir en mikið hefur verið reynt til að fá Bigley lausan. Mannræn- ingjar hans úlheyra hópi múslimskra öfgamanna undir stjóm Abu Musab al-Zarqawi. Meðal þehra sem reyndu að fá Bigley lausan vom Gaddafi, forseti Lýbíu, og sonur hans, Saif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.