Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 37
dómi og var honum hlyntur upp frá pvi; póttist
hann i peirri kenningu finna ýmsa spádóma, sem
hljóðuðu upp á sjálfan hann, og trúði pví fastlega,
að hann hefði öðlast köllun frá guði. Uppreisnar-
menn unnu hvern sigurinn á fætur öðrum og innan
skamms lét Hung-Siutsuen gefa sér keisaranafn og
I nefndi keisaraætt sína Taiping (o: hinn mikla frið).
Landsstjórnin átti sífelda orrahríð við petta harð-
snúna uppreisnarlið eg réð ekki við neitt. Um nokk-
ur ár voru tveir keisarar í Kína, báðir »synir him-
insins«, og áttu auðvitað í stöðugum ófriði, án pess
til skarar skriði. Jafnframt átti Kinaveldi í látlausum
erjum við stórveldi Norðurálfunnar út af rétti til
verzlunar og opnun hafna fyrir Norðurálfuskip.
Kínastjórn fórjafnan halloka, gaf stórveldunum fögur
loforð og sveik pau jafnóðum eða dró á langinn að
efna pau. Og Norðurálfumenn máttu aldrei vera ör-
uggir um lif sitt og eignir par í landi fyrir árásum
kínverskra ræningja. Uppreisnarmenn gengu frá sigri
til sigurs um héruð Kínaveldis og höfðu á nokkrum
árum náð miklum hluta suður- og austur-fylkjanna
undir sig. 1853 tóku peir borgina Nanking herskildi.
Hún var höfuðborg rikisins fyr á öldum, áður en
Mandsjúríumenn lögðu pað undir sig, og nú gerðu
Taipingar hana að höfuðborg af nýju. Við pað námu
peir staðar að sinni, og áttu jafnvel fult í fangi með
að halda Nanking fyrir liði stjórnarinnar, enda var
pá samkomulagið farið að spillast milli peirra inn-
byrðis. í pessari höfuðborg sat keisari Taipinga, lét
prenta par biblíur og testamenti og hlynti að kristni-
boði, en tók pó ekki trú sjálfur. — Skærurnar milli
Kína og stórveldanna héldu áfram og 1857 sameinuðu
Frakkar og Englendingar sig gegn Kína. Stjórnin í
Kína átti pá í höggi við óvini á tvær hendur, par
sem bæði voru Norðurálfumenn og Taipingar, enda
fékk hún ekki rönd við reist. Fyrir Norðurálfu-
mönnum beið hún hvern ósigurinn öðrum verri og
(27)