Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Qupperneq 51
mönnum og vinna þá meö góðu. Að þvi takmarki
vann keisarinn með honum, og eiginlega voru Kóreu-
málin algerlega i höndum Itos siðustn árin. Pakk-
lfetið fyrir þessa velvild Itos til Kóreumanna og
vægðarsemi þá og traust, sem hann sýndi þeim, var
kúla sú, er skapaði honum aldurtila.
Sökum rúmleysis verður að láta hér staðar num-
ið, þótt margt sé enn til, sem fróðlegt væri að lesa
um þetta austurlenzka mikilmenni, og eg enda liér
með ummælum blaðsins »Times« um liann. Pað
sagði svo, er það gat andlátsfregnar hans:
»Nafn Ito fursta mun verða letrað í annálalieims-
ins ekki síður en í sögu Japana, og þess mun verða
getið um hann, að þótt hann kæmist til liinna æðstu
virðinga, er ættjörð hans gat veitt, þá hafl hann alla
tíð verið hinn sami ágætismaður, veglyndur og lítil-
látur, hinn sami hjartaprúði og tryggi vinur, hinn
sami trúi og innilegi vinur keisarans og ættjarðar
sinnar, trúr til dauðans«.
Ritaö í maí 1010.
Giiðmundur Mcignússon.
Árfoóli folaiidi 1909.
Almcnn tíðindi.
Arferði til lands var hið ákjósanlegasta. Vetur-
inn einhver hinn bezti, er komið hefir í mörg ár, og
urðu heyfyrningar með mesta móti. Voraði snemma,
og varð grasvöxtur ágætur, og var sláttur alment
byrjaður alt að hálfum mánuði fyr en í meðalári.
Votviðrasamt, sérstaklega norðan- og austanlands,
varð síðari hluta sumars; náðust þó hey víðast lítið
hrakin og heyskapur j'flrleitt góður, og sumstaðar á
Suðurlandi með langbezta móti. Haustið var og úr-
komumikið norðan- og vestanlands, og veturinn til
(41) b