Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Síða 52
jóla allharður. Snjóaði í desember allmikið, og frostið
varð laust fyrir jól um 26 stig á C. á Grímsstöðum á
Fjöllum. — Fénaðarhöld fremur góð, þó gerði íjár-
kláði vart við sig, og voru baðanir fyrirskipaðar í
Árnessýslu og Borgarflrði. Bráðapest í sauðfé gerði
víða skaða um Vestfirði.
Framfarir í búnaði eru orðnar töluverðar. Smjör-
bú störfuðu 35 petta ár, 15 nautgripafélög með 1600
kúm nutu styrks, og 12 slátrunarhús eru tekin til
starfa. Bæktunarsjóður veitti 53 bændum verðlaun,
er nam alls 3500 kr., og Böðvar Sigurðsson bóndi í
Vogatungu og Magnús Gíslason bóndi á Frostastöðum,
hlutu heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns kon. 9.
Sjávarútvegur var fremur í hnignun þetta ár. Pó
var fiskafli sæmilegur, en verð á sjávarafurðum frem-
ur lágt. Kaupgjaldið orðið svo hátt, að útgerðin ber
sig illa. Bezt reynast yfirleitt gufuskip með botnvörp-
um, og er þeim farið að tjölga, sem ísl. menn eiga.
Verzlunin örðug. Útlend vara flest í háu verði,
en innlend eigi að sama skapi. — Útflutningur hrossa
varð með mesta móti, og lifandi fé selt til Belgíu í
fyrsta sinn. Peningaþröng mikil og skuldir lands-
manna tilfinnanlegar. Kaupmenn gengu margir hart
að mönnum með skuldheimtur.
★
* *
Jan. 8. Bogi Brynjólfsson tók lagapróf með 1. eink.
— 9. Guðm. L. Hannesson tók lagapróf með 1. eink.
— 10. Fjórðungsaldarafm. G.-T.-reglunnar hérálandi
haldið hátíðlegt af félögum hennar víðsv. um land.
— 11.—23. Búnaðarnámsskeið við Pjórsárbrú.
— 31. Skautakapphlaup á Reykjavíkurtjörn.
Febr. 1. Kappglíma í Reykjavík. Hallgrímur Bene-
diktsson varð hlutskarpastur.
— 9. Próf tóku við læknaskólann: Magnús Pétursson
og Guðm. Guðfinnsson með 1. eink., og Guðm.
Porsteinsson með 2. eink.
— 15. Alþingi sett. Forsetar: Björn Jónsson í sam-
(42)