Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Side 87
Páll Melsteð
var manna skemtilegastur í viðræðum, stálminnugur
og orðheppinn. Eg heimsótti hann oft, og einkum
var það föst regla mín, að koma til bans fæðingar-
daginn hans, síðustu 15 árin.
Eilt sinn spurði eg hann, hve gamall hann væri.
»Eg er kominn lengra en Nansen«, sagði hann. »Nú
á eg ekki eftir nema 3 stig til að komast í heims-
skautið, en Nansen komst ekki lengra en 86V2 stig«.
»£“0 ert viss með að komast i heimsskautið«, sagði
eg brosandi. »Já, mig langar til að reyna það«.
F*rem árum seinna, þegar hann varð níræður,
voru margir hjá honum um hádegið íæðingardaginn
lians, til að óska honum til hamingju. Fyrir utan glugg-
ana var söngflokkur með lúðra, svo eg leit út og sá,
að komin var þétt logndrífa. Jafnsnemma lítur P. M.
út um gluggann og segir: »Pað er líkt því að Loftur
segði: »fái hann fjúk« . . . . en það er ekki þarfyrir,
meiri var hríðin fyrir 90 árum, daginn, sem eg fædd-
ist. Pegar móðir mín lagðist á sæng, átti að sækja
yfirsetukonu út að Hofi, sem er örstutt frá Möðru-
völlum (í Höi'gárdal). Tveir vinnumenn voru dubb-
aðir upp fram i bæjardyrum, en þegar til átti að
taka, fóru þeir hvergi, og sögðu, að í slíkri hrið væri
með öllu óratandi. En þegar eg sá, í hvaða óefni var
komið, þá tók eg til minna ráða og fœddist hjálparlausH.
Nokkru siðar sagði eg við P. M.: »Nú ertu kom-
inn á heimsskautið, hvert ætlarðu nú að keppa?«
Hann svaraði: »Eg skal segja þér, að um mina
daga hafa 4 Danakonungar ríkt. Kristján konungur
IX. er nú farinn að eldast, svo mér þætti gaman að
því, að ná í fimta konunginn«.
Arið 1906 andaðist Kristján konungur IX. og segi
eg þá við P. M.: »Nú er Kristján konungur dauður,
hvert ætlarðu nú aö stefna?« »Pað skal eg segja þér«,
sagði liann. »Eg var fulltíða maður 22 ára, árið 1834,