Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Síða 92
ganga berfættan á grýttum vegi eöa svellalögum a
vetrardegi. Legðu ekki þyngri byrðar á mig en eg
get borið. Hnýttu hvorki hestum né nautum í tagl
mitt, slíkt heíir oft kvalið mig og þreytt. Og þrýstu
mér ekki til að hlaupa harðara en eg get, og umíram
alt lánaðu mig ekki ungum reiðgöpum eða fyllirút-
um. Lofaðu mér að hvíla mig þegar eg er mjög
þreyttur, eða er bólginn eða með sárum undan reið-
verum.
Alt, sem eg get unnið, skal eg viuna fyrir þio
með glöðu geði, einkum ef þú sýnir dálitla viðkvænini
og bliðu, og þó þú berjir mig og sýnir mér illhryss-
ingshátt, þá skal eg samt vinna fyrir þig með góðu,
ef þú svo ekki á endanum selur mig þegar eg er orð-
inn gamall og heilsulítill, til ókunnugra manna í
kunna átthaga; styttu miklu heldur lif mitt þannig,
að eg sem minst viti af þvi, þegar þér virðist að eg
geti ekki unnið fyrir uppeldi mínu. Pú veizt, að eg
get ekki talað svo þú skiljir mig, en láttu mig ekki
gjalda þess.
Bæn hundannti.
Lofaðu mér að fylgja þér hvert sem þú fer, po
þú stundum skammir mig og berjir, þá hefi eg nu
fengið svo mikla trygð til þín, að eg hefi enga ró
þegar eg sé þig ekki, þú ert sá eini í heiminum. sem
mér þjdtir vænt um. Lokaðu mig því ekki inni þegar
þú fer eitthvað, og skildu mig ekki eftir á ferðalagi,
gerðu mér aðvart þegar þú fer af stað; það er ó-
bærilegt þegar eg leita að þér á ókunnum stað og
finn ekki. Reiddu mig yfir ár og eggjagrjót, svo eg
geti fylgt þér á langri leið. Eg vil vinna til að vera
svangur og magur, ef eg að eins fæ að vera hjá þér
og njóta bliðu og nákvæmni þinnar. Skammir og
högg særa mig einkum þegar mér íinst eg vera sak-
íaus, eða skil ekki fyrir hvað eg á að líða þetta, eg
skal rejma að vinna ekki til þess. Þó eg geti ekki
talað, þá geturðu séð í augum mínum hugsanir mínar.
(Ur Dýravininum árið 1909 með litluin viðauka).
Tr. G.
(82)