Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Qupperneq 93
Forskrift úr gamalli bók,
sem aldrei eldisl, jafn góð fyrir forlíð og framlíð.
Pegar þú reiðist, þá taktu gúlsopa af vatni, lok-
aðu svo munninum í 10 minútur.
Þegar þú ert lntur, þá gaktu að bíflugnabúi, og
aðgættu starfsemi flugnanna, allar vinna þær af kappi
°g með trúleik þau verk, sem hverri þeirra er falið.
f*egar þú fer gálauslega með efni pín eða heilsu,
Þá farðu í fátækrahúsin eða fangelsin, og spurðu þá
sem þar eru, hvers vegna þeir séu þar komnir.
Þegar þú ert óánæg’ðnr með kjör þín og lciður ú
Hfinu, þá farðu á spítalana og gættu að þeim mönn-
Utn, sem kveljast þar af langvinnum sjúkdómum.
Eöa á stofnanir, þar sem blindir menn eru og krypp-
Þngar, og þá muntu sjá, að kjör þín eru þakkarverð
1 samanburði við æíi hinna.
Sértu hrokafullur og metorðagjarn, farðu þá í
kirkjugarð og gættu að því, að þar eru allir jafnir,
sá fátæki liggur í nágrenni við hinn ríka. Olíkir leg-
steinar gera litinn mismun. Tr. G.
Miklir menn.
Napóleon Bónaparte, f. 1769, fór ungur í hermanna-
skóla og var þá fátækur*, en um eitt skeið æfinnar var
hann heimsins voldugasti keisari.
Frelsishetjan Garibaldi, f. 1807, var sonur fátæks fiski-
manns í ftalíu; hann fór ungur í herþjónustu og endaði
með þvf að verða heimsfrægur hershöfðingi og sigurveg-
ari fyrir föðurland sitt. —
Copernikus, f. 1443, var kaupmannsson í Pólverjalandi,
misti snemma föður sinn, en fékk þó gott uppeldi. Á
* Sú saga er sögð, að þegar Napóleon var á yngri árum dáti, var
hann svo félítill, að hann varð eitt sinn að fá umlíðun hjá þvottakonu sinni,
en svo gleymdi hann að borga þangað til hann var orðinn kcisari og hún
sýndi honum þá skuldaviðurkenning með hans hönd og nafni frá fyrri árum,
en þá borgaði hann brosandi með ríflegum vöxtum. —
(83)