Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Side 94
þroskaárum sínum varð hann heimsfrægur stjörnuspekin?
ur og fann fyrstur manna, að jörðin var pláneta, sem sjat
var í hreyfingu kringum sólina.
Benjamín Franklin, f. 1706, var áungaaldri fátækuf
prentari; faðir hans var fátækur járnsmiður, sem ekki gat
kostað son sinn til mentunar, en þó varð Franklín síðar
stjórnvitringur, uppfundningamaður og einn af aðaifrömuð-
um frelsis Bandaríkjanna.
Washington, f. 1732. Foreldrar hans stunduðu land
búnað í fylkinu Virginia og sama gerði hann á unga aidn,
en síðar varð hann frægur hershöfðingi í frelsisstríði
Bandaríkjanna og jafnframt einn af aðalstofnendum Banda-
ríkjanna, og forseti þeirra meðan mest lá á að færa alt i
lag og beina hinu nýja lýðveldi á rétta leið.
lincoln, f. 1809, var kominn af fátækum foreldrum,
sem stunduðu landbúnað í strjálbygðu héraði í Banda-
'ríkjunum. Á ungdómsárum sínum var hann formaður á
litlum flutningabát, en endaði með því að vera talinn með
beztu forsetum Bandaríkjanna.
Eciison, f. 1847, heimsins mesti uppfundningamaður,
er af fátækum íoreldrum kominn, og sjálfur var hann
bláfátækur framan af. Þegar hann var unglingur, lifði
hann af því að selja dagblöð við járnbrautarstöðvar.
Livingstone, f. 1813, nafnfrægur trúboði og landaleita-
maður í Afríku, var fyrst bómullarspinnari og vefari. —
Þótt framansögð dæmi séu í stórum stíl, ættu þau þó
að benda ungum mönnum á það að vantreysta því ekki,
að þeir geti komist áfram, þótt efnin séu fyrst lítil, ef á-
huginn er nægilegur, viljinn staðfastur og ásetningurinn
góður. — Tr. G.
Samtínin
í Noregi er algengast, að þorskafli á seglskipum
skiftist pannig, að skipaeigendur fá 55°/o og skip-
verjar 45°/o.
(84)