Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1911, Blaðsíða 102
Árið 1909 störfuðu 34 smjörbú, pau framleiddu
290,000 pd. smjör, af pessu var senttil útlanda 278,000
pd. frá 32 smjörbúum. —
Eins og kunnugt er styrkir landssjóður smjörbú-
in. t*. á. (1908) var styrkurinn 16,000 kr. til nefndra
31 smjörbúa. Par af fékk Árnes- og Rangárvalla-
sýslur 12,510 kr.
Upphaflega leiddi pessi smjörbúastyrkur gott af
sér og var mjög parfur meðan eigendur búanna voru
að leggja í kostnað til húsbygginga og áhaldakaupa,
og meðan peir voru að læra verkun smjörsinstil út-
flutnings. En pegar smjörið er nú komið í háttverð
og landsmenn hafa séð af reynslunni, hve arðvænleg
smjörbúin eru, pá virðist að pessi landssjóðsstyrkur
ætti að minka eða hverfa alveg, en verja svo líkri
fjárhæð til að stofna annað jafnparflegt fyrirtæki,
sem smjörbúin eru. —
Leiðrétting og viðaukar
sett eftir ósk höfundar »Islenzk mannanöfn< almanak.
1906 82. bls. 3. 1. að ofan »jafnvel« les jafnfrantt.
83. — 18. 1. a. o. »Eydýs« les Eydís.
— — 5. 1. a. o. bætist við : elskar Ijós.
1907 69. bls. neðst á blaði við Benedikt bætist x.
71. — 9. 1. a. o. (Hákon) »beinstór« les kynstór.
— — neðst á blaðl »grákollur« falli burt.
72. — 18. 1. a. o. »Jeohanan« les yehohanan.
1908 81. — 15. 1. a. n. milli »vitur—kappi® komi: rýninn.
81. — Eftir Siggeir komi Sigurgeir og eftir Sigmuudur komi SiS'
urmundur.
— — Sigurður (upphaflega) Sigvarður hefirrunnið af Sigröður (Sig-
fröður, Sigfreður) sá er sigrar og friðar.
82. — efst á blaði »Þjóðrækur« les Þjóðrekur.
— — 10. 1. a. o. milli »sterkur—hagur« komi viaður og•
Þýðingarnar ber víða að skoða fremur, sem bendingar en fullyrðingar.
(92)