Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Qupperneq 29
Tómas Masaryk.
Tómas Masaryk er fæddur 7. mars 1850 í Hodonin
í Mahren. Faöir hans, Jósep Masaryk, var Slóvaki
og hafði ofan af fyrir sér með ekilsstörfum, en móð-
irin tékknesk, af þýzkum ættum. Var Tómas Masa-
ryk elztur fjögra systkina. Menntunarlaus voru pau
bæði, foreldrar hans, en fyrstu tiisögnina fékk hann
hjá gamalli konu í nágrenninu. Hún kenndi honum
að lesa, en hann tók upp kartöflur fyrir hana í staðinn.
Hann var barn að aldri, pegar hann var settur til
járnsmíðanáms. í porpinu Cejc í Máhren stendur enn
smiðjan, sem hann vann í, sem prettán ára drengur.
En eigi féll honum petta starf, pó að hann pætti bæði
laghentur og fljótvirkur. Hann lá í bókum, þegar hann
komst höndum undir, og 15 ára náði hann inntöku-
prófi i latfnuskólann í Brno (Brúnn), sem er höfuð-
borg I Máhren. Par lauk hann námi eftir fjögur ár
og vann jafnan fyrir sér sjálfur. En pröngt var í búi
hjá lionum fyrri námsárin, pangað lil hann fór að
leiðbeina skólabræðrum sínum, sem minni áttu þekk-
inguna en meira fé en hann. Seinasta árið var hann
húskennari hjá lögreglustjóranum í horginni, og varð
hann styrktarmaður hans eftir pað og gerði honum
kleift að stunda háskólanám.
Masaryk var alinn upp i kaþólskri trú, en á barns-
aldri fór hann að kynna sér önnur trúarhrögð og
hneigöist mjög til ihugunar á þessum efnum. Og í
latínuskólanum í Brno vaknaði liann til meðvitundar
um stjórnmál. Par voru bæði þýzkir námsmenn og
lékkneskir og var flokkadráttur á milli. Masaryk varð
brátt framarlega í fylkingu Tékkóslóvakanna, og urðu
pessi afskipti hans til pess, að hann fór sem ákafast
að leggja stund á sögu hinna kúguðu pjóða, Tékka
og Slóvaka. En þetta tvennt, trúarbrögðin og stjórn-
(25)