Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 31
hann skyldi haga náminu, ráðlagði hann honum að
byrja með því að lesa vandlega heimspekisögu og
Velja sér svo að aðalnámsgrein speki þess manns, sem
hann hneigðist mest að. Plató varð fyrir valinu og
fyrsta ritgerð Masaryks, sem á prent kom, heitir
»Plató sem ættjarðarvinur«. Og vorið 1877 varð hann
doktor í heimspeki fyrir ritgerð um »Sálareinkenni
Platós«. Hann ferðaðist til Ítalíu og hlýddi á fyrir-
lestra í Leipzig og fór nú að íhuga afstöðu mótmæl-
andatrúar til heimspeki þeirrar, er hann hafði stund-
að. Varð það til þess að hann tók mótmælendatrú
skömmu síðar. í Leipzig kynntist hann ameríkskri
stúlku, Charlotte Garrigue, og áttust þau 1878. Urðu
þau kynni til þess, að Masaryk fór að kynna sér
enskar bókmentir, frekara en hann hafði áður gert.
Það var þröngt í búi hjá hjónunum fyrsta kastið,
og þau höfðust við í einu herbergi í Wien framan af.
En árið 1881 kom út bók eftir Masaryk, »Sjálfsmorða-
fjöldinn og nútímamenningin« og gerði hún hann
frægan. Hann fékk kennarastöðu í háskólanum í Wien
og kenndi auk þess utan skóla. Árið 1882 var háskól-
inn i Prag stofnaður, og varð Masaryk prófessor þar,
tteð samvizkunnar mótmælum þó, því að hann var
i Vafa um, hvort hann væri svo vel að sér í tékk-
neskri tungu, að hann gæti fullnægt þeim kröfum, er
hann víldi sjálfur til sín gera. Nám hans allt hafði
Verið á þýzku og hjá þýzkum kennurum.
Nú var hann seztur að í hinni fornu höfuðborg
fcttjarðar sinnar, og þar átti fyrir honum að liggia að
Vinna lífsstarf sitt. Fram að striðsbyrjun sat hann
barna sem kennari og fræðimaður, ritaði fjölda bóka
ötn visindi, mest um heimspeki og trúfræði, en jafn-
framt varð hann undir niðri aðalleiðtogi hinnar
tékkóslóvakisku sjálfstæðishreyflngar. Hann var kos-
*ön i austurríska landsráðið 1891, en sat þar þá að
eins tvö ár, og endurkosinn 1907. Barðist hann þar
hieð festu og rökflmi fyrir sjálfstæðismálum þjóðar
(27)