Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Qupperneq 32
sinnar, en árangurinn gagnvart Austurríkismönnum
varö eltki annar en sá, að þeir fóru að gefa honum
hornauga og töldu hann haettulegan ríkinu. Eftir að
styrjöldin hófst 1914 hvarf Masaryk úr landi, svo að
lítið bar á; hann mun hafa séð sér leik á borði að
vinna þjóð sinni gagn hjá andstæðingum Austurríkis,
og enn fremur mun það hafa hvatt hann til fararinn-
ar, að hann mun naumast hafa þókzt óhultur um líf
sitt í Prag vegna fjandskaþar stjórnarinnar. Fór hann
nú til Englands og var ráðinn prófessor í slafneskum
málum við Kings College i London.
En hvað sem því embætti leið, þá var starf hans
annað þessi árin. Hann var á sífelldu ferðalagi milli
Englands og Frakklands og talaði máli þjóðar sinnar.
Hann fór til Sviss og Ameríku. Hér er ekki rúm til að
rekja sögu Masaryks í þessari utanför, en það eru eng-
ar ýkjur, þó að sagt sé, að sjaldan hafi nokkur stjórn-
málamaður unnið annað eins afrek á ekki lengra
tima og við jafnörðugar aðstæður og hann gerði þá.
Masaryk tókst að sýna bandamönnum fram á, að bak
við kröfur Tékkóslóvaka lægi ekkert nema sanngirni
og að þær væru byggðar á rétti. Hann fékk ákveðin
loforð stórveldanna um, að Tékkóslóvakar skyldu fá
fullt sjálfstæði að ófriðnum loknum, ef bandamenn 1
sigruðu. Hann átti í sífelldum bréfaskriftum við að- í
stoðarmenn sína heima fyrir, og þeir bjuggu þjóðina 1
undir það, sem koma átti. í augum Austurríkismanna
var Masaryk orðinn réttdræpur landráðamaður, og ef
þeir hefðu sigrað í styrjöldinni, átti ekkert fyrir hon-
um að liggja nema það að verða útlagi ævilangt, —
eða höggstokkurinn, ef heim kæmi.
En bandamenn sigruðu — og Masaryk. Hann kom
heim úr ferðalaginu 21. december 1918 sem forseti
tékkóslóvakiska lýðveldisins, í bráðabirgðastjórn
þeirri, sem mynduð var, eftir að Tékkóslóvakar
höfðu sagt sig úr lögum við Austurríki haustið 1918.
En þá þegar um sumarið höfðu Tékkar myndað sér
(28)