Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Side 36
dæmi og varð undirráðherra fyrir nýlendurnar i
sljórn Campbell-Bannermanns, sem var nýmynduð.
— Svo ráðríkur var hann í þeirri stjórn, að blööin
gerðu stundum fyrirspurnir um, hvor væri nýlendu-
málaráðherra, hann eða Elgin lávarður, sem bar
ábyrgð á gjörðum hans.
Asquith myndaði stjórn árið 1908 og varð Churc-
hili verzlunarmálaráðherra þar, en við ráðuneylis-
breytinguna 1910 varð hann innanrikisráðherra, en
flotamálaráðherra var hann þegar heimsstyrjöldin
hófst, og bar þannig ábyrgð á athöfnum mesta stríðs-
flota veraldarinnar á þeim afdrifaríku tímum. Bretar
höfðu vænzt þess, að styrjöldin ætti að vinnast á sjó,
hvað þá snerti, en ekki á landi, og þess vegna mændu
allra augu og vonuðu á flotamálaráðherrann; þeir áttu
beztar hervarnir á sjó, allra þjóða, en landherinn var
fámennt málalið.
Um leið og hann gekk í stjórnina, varð hann að
leita endurkosningar, en féll. Honum var þá feng-
ið sæti í Dundee-kjördæmi við aukakosningar, sem
þar urðu.
Árið 1915 varð samsteypustjórn, þjóðstjórn eins og
sú, sem mynduð var eftir ósigur MacDonalds-stjórn-
arinnar í viðureigninni við kreppuna í haust, mynduð
í Bretlandi. Churchill hafði þá kynnzt helztu embættis-
mönnum flotamálastjórnarinnar og orðið svo ósáttur
við aðal-aðmírálinn, Fischer lávarð, að ekki gat orðið
um samvinnu að ræða milli þeirra. Eitt mesta deilu-
atriðið var það, að Lord Fischer barðist á móti hug-
mynd Churchills um herförina til Dardanellasunds,
sem að áliti hins síðar nefnda mundi binda enda á
ófriðinn. Sú för varð sneypuför. Bretar sendu þang-
að um hálfa miljón manna og misstu 40 þúsund, en
nálega 80 000 særðust. Frakkar sendu um 80 000 og
misstu hlutfallslega eins mikið. Churchill hafði ekki
reynzt ráðhollur í þvi máli, og sama er að segja um
herför hans til Antwerpen. Hvorttveggja varð til tjóns,
(32)