Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Page 44
mennskuyfirburði. Pað var Mustafa Kemal. Ur Afriku-
ferðinni kom hann eigi aftur fyrr en 1913, og var þá
fyrri Balkanstyrjöldinni lokið, en pegar Tyrkjum
lenti saman við nágranna sina í siðara skiptið, geröi
stjórnin hann að herstjóra á Gallipoliskaga. Kynntist
hann pá vigbúnaðinum þar og gerði áætlun um varnir
Dardanellasunds á sjó og landi. Pessi tilviljun, að
Mustafa Kemal varð herstjóri á þessum stað, hefir
eflaust átt mikinn þátt i því, að árás Breta á sundið,
1915, tókst svo herfilega sem kunnugt er orðið.
Pegar heimsstyrjöldin hófst, var Mustafa Kemal
starfsmaður við sendisveit Tyrkja í Búlgariu. Var
hann andvigur þvf, að Tyrkir gerðust liðsmenn Pjóð-
verja, þvi að hann hafði þá trú, að þeir mundu tapa.
Eigi að síður réðst hann i herinn og var falið að
verja Dardanellasund árás Breta, sem Winston Ghurc-
hill hafði ráðið. Herstjórn Tyrkja var vonlaus um að
geta varið sundið, en nú kom þekking Kemals i góð-
ar þarfir. Urðu bandamenn að hverfa frá við lítinn
orðstír, er þeir höfðu misst fjölda skipa og mikið lið.
Virkin við sundið reyndust þeim ofurefli, en ham-
ingjan var holl tyrkneska herstjóranum. Sprengifiís,
sem vel gat orðið manni að bana, lenti i úrinu hans
en strandaði þar.
Óx vegur hans mjög af Dardanellaförinni og var
hann gerður herstjóri við landamæri Hedjas, og er
von Falkenhayn, hinn þýzki hershöfðingi, kom til
Litlu-Asíu til þess að stjórna sókn gegn bandamönn-
um þar og ná undir sig Bagdad-brautinni, varð Mus-
tafa Ketnal einn af herstjórum hans. En hann kunni
því illa að eiga að starfa sem undirmaður þýzks hers-
höfðingja, og enn verr kunni hann því, að Pjóðverjar
voru orðnir all-nærgöngulir og afskiftasamir um inn-
anríkismál Tyrkja. Óvingaðist hann við stjórnina út
af þessu og ýmsu öðru, sem honum fannst misráðið,
og sýndi reynslan, að hann hafði jafnan verið sann-
spár. Siðasta starf hans i heimsstyrjóldinni var það,
(40)