Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Qupperneq 84
50 cm. milli þeirra; en oftast 25. cm. milli plantna í
röðum. Meö því móti komast 800 »grös« í 100 □
metra garö. Ef sett er í beð, er hæfilegt að hafa 4
raðir í hvert, með 40 cm. millibili, en 30—35 cm.
milli plantna i röðum. Raðirnar eiga að vera beinar
og allt í reglu.
10. Hirðing. Hún er í því tvennu fólgin að eyða
illgresi og hlúa að kartöflugrösunum. Arfa er bezt
að eyða með því að nota arfasköfu. Skafa skal hann,
meðan hann er sem smávaxnastur, þegar hann er
nýkominn upp. Jafnan á að skafa í sólskini, og þegar
þurrt er á. Þá deyr arfinn fljótt, skrælnar og verður
að engu. En ef hann er látinn verða of stór, áður
en skafið er, verður hann illviðráðanlegur. Ekki má
skafa djúpt, að eins 1—2 cm. Pað kemur einnig 1 veg
fyrir sprungumyndun á yfirborðinu, og því hefir arf-
skafan tvöfallt gildi, og þarf síður að óttast misvöxt
af völdum þurrka, ef hún er notnð. En þann arfa,
sem vex fast inn við slöngla, þarf að reyta með hönd-
unum. — Að »hlúa að« er í því fólgið að róta mold
upp að stöngunum, þeim til stuðnings. Ef raðsett er,
þá er bezt að gera það með járnhrífu. Pá myndast
moldarhryggur, þar sem röðin er, þegar moldin er
færð að báðum megin, en laut á milli raða. t of
miklum vætum rennur vatn fljótlega burtu, en hrygg-
urínn hitnar mun meira af völdum sólarinnar en
slétt mold. En hlýjan örvar vöxtinn og eykur þrosk-
ann. En ef um stóra garða er að ræða, eru önnur
verkfæri notuð fil að eyða arfa og hlúa að, en í
smágörðum.
11. Upptaka. Bezt er og fljótlegast að taka upp í
þurru veðri og sjaldln ráðlegt að draga það fram
yfir 1. september, þvi að afleitt er að fást við þetta
verk, ef tið spillist. Eitt hentugasta verkfærið er
höggkvislin. Taka þarf upp með gætni, svo að
kartöflur særist ekki. Vandlega þarf að skilja þær
skemmdu frá. Fara skal varlega með kartöflurnar,
(80)