Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Side 85
muna að þær eru lifandi vera, en ekki dauður hlut-
ur; fara með þær eins og þær væru egg, en ekki
grjót, segir einn erlendur »kartöflufræðingur«. Ef
moldin er þurr, þá er ekki brýn nauðsyn að þurka
þær, en ef hún er blaut, er það nauðsynlegt. Útsæðið
þarf helzt að sólþurrka, jafnvel heldur i tvo daga en
einn. Síðan eru kartöflurnar látnar í vetrargeymslu,
sem þarf að vera köld og rakalaus, og enn fremur
þarf loftrás að vera sæmileg, því að kartaflan þarf
að anda eins og aðrar lifandi jurtir. Geymslan þarf
að vera hreinleg, því að annars geta skaðlegir svepp-
ar lifað þar ár frá ári.
Eins og menn sjá, þeir, sem lesa þessar línur, þá
er margs að gæta, ef menn vilja fá góða uppskeru.
En ef unnið er með skilningi á lífsskilyrðum jurtar-
innar, þá er hin islenzka jörð sannarlega fær um að
gefa góða uppskeru. Vandvirkni fyrst og vandvirkni
siðast þarf sá maður að viðhafa, sem við kartöflu-
ræktun fæst, en þá getur hún orðið bæði arðsöm og
ánægjuleg. Engin matjurt, sem nú er ræktuð hér,
kemst i hálfkvisti við kartöfluna að nytsemi. Það er
ekki einungis víst, að hægt er að rækta hér á landi
allar þær kartöflur, sem þjóðin notar nú, heidur er
það jafnvíst, að kartöflunotkun mætti og ætti stórum
að auka, frá þvi sem nú er, þvi að kartöflur eru eitt
það hollasta, sem menn geta lagt sér til munns. Auk
þess að neyta þeirra, eins og nú er almennast, má
nota þær til margs konar drýginda, í brauð og blóð-
mör, súpur, kökur o. fl. o. fl., jafnvel fínasta brenni-
vin má búa til úr kartöfluml Bezt mun þó vist að
láta bruggunina mæta afgangi.
Spara mætti mikil kaup á kornvöru, ef kartöflu-
notkun heimilanna væri eins mikil og vera ætti. Kart-
öflurnar þyrftu íslendingar ekki að sækja til annara
landa, því að þær gætu vaxið við dyrnar á flestum
bæjum á landinu. Vel hirtir kartöflugarðar er sönn
(81) 6