Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1933, Síða 92
Eiríkur og urtan grá
æfðu leikinn slyngva,
sínum ferðum sagði frá
svo um Rifgirðinga.
Börn Eiriks og Ingibjargar voru Stefán og Jóhanna
og Sigurður skáld Breiðfjörð, og pó var almæli, að
átt hefði hún Sigurð með Jóni Hákonarsyni, er ólst
upp í Hrappsey og var seinna á Hallbjarnareyri. Um
Jón þann var kveðið:
Jón Hákonar sagður son
svika æfði prettinn,
myrti konu að manna von,
mútaði svo við réttinn.
Mjög þókti Breiðfjörð skáld líkjast Jóni Hákonar-
syni í flestu.
Bað er bæði, að eg hafði eigi vit á að meta sagnir
Eiriks, er eg sá hann unglingur, enda man eg minnst
af þeim. Hann gerði óþurftarvísur um Guðmund
Ólafsson, er bóndi var i Arney, en áður hafði verið
við bókþrykkiríið i Hrappsey. Eitt sinn var Eiríkur með
fólki sinu að slá í Skjaldarey; liggur hún í milli Bílds-
eyjar og Arneyjar, og fylgir sinn helmingurinn hvorri
eyjunni. ParvarþáGuðmundur, erkallaðurvarprentari,
að heyverkum líka. Gekk hann undir bakka að álfrekum
og hafði illar hægðir. Eiríkur gaf gætur að Guðmundi
og þóktist heyra, að hann hefði einmæli þar um við
sjálfan sig. Kvað þá Eirikur um hann vísurnar, og er
þetta þar í.’)
Mitt er orðið megnið grant,
magatröllið segir,
þetta er eins og það er vant,
frá þessu kemst eg eigi.8)
Með Eiríki í Bildsey ólst upp sá maður, er Guð-
mundur hét Bjarnason, illskælda hin mesta. Hann
1) Hér þykir nægja að greina iyrstu visuna af þrem, sem síra
Friðrik heflr skrifað.
2) Hér er einnig felldur úr kafli um Guðmund þenna, sem
kallaður var lonta.
(88)