Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Sméri Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvik, sími: 550 5000 Farc Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: [safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um ;ondo- eezzu f Rize 1. Hvaða starfi sinnir hún nú? 2. Hvaða starf bíður henn- ar? 3. Hvaða menntun hefur hún? 4. Hvar fæddist hún? 5. Á hvaða hljóðfæri leikur hún? Svör neðst á síðunni Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kær- leika og miskunn- semi. Veitið ekki ágang ekkjum og munaðarleysingj- um, útlendingum né fátækum mönnum, og enginn yðar hugsi öðmm illt í hjarta sínu. En þeir vildu ekki gefa því gaum og þverskölluð- ust. Þeir gjörðu eym sín dauf, til þess að þeir skyldu ekki heyra, og þeir gjörðu hjörtu sín að demanti, til þess að þeir skyldu ekki heyra fræðsluna og orðin, sem Drottinn allsherjar sendi fyrir anda sinn, fyrir munn hinna fyrri spá- manna, og það kom mikil reiði frá Drottni allsherjar. Híram Árið 1989 var enginn skráð- ur með þessu nafni í þjóð- skrá, nú eru þar Híramar þrír. Nafnið var tekiö upp af hreintrúarmönnum á Englandi á 17. öld en notk- un þess var fljótlega hætt þar. Það er þó enn notað vestur I Ameríku. Nafnið Híram er sótt i Gamla testa- mentið. Híram hét sá kon- unguríTýros í núverandi Líbanon sem sá Salómon kóngi fyrir sedrusviði og vinnuafli þegar bygging musterisins í Jer- úsalem stóð yfir forðum. Uppruni nafnsins er óljós; það gæti veriö fönískt og þá afsemit■ ískum uppruna. Efþað er hins vegar hebreskt er það leitt afnafninu Ahiram og merkirþá annað hvort upphafmn bróðireða ættgöfugur. Málið > Q SVÖR: 1. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta. 2. Utanríkisráðherra. 3. Stjórn- málafræðingur. 4. Birmingham, Alabama. 5. Píanó. Endurreisn vísinda og lista /k lla mína tíð - sem spannar rétt rúm 30 /l ár - höfum við haft það á tilfinning- X JLunni að mestöll framþróun væri í höndum ríkisins. Ef fðlk vill gera eitthvað atvinnuskapandi er sótt um styrk hjá Ný- sköpunarsjóði, ef einhver vill setja upp skemmtilegt leikrit er sótt um styrk hjá listasjóði, ef einhver fær þá flugu í höfuðið að gera bíómynd er hlaupið til Kvikmynda- sjóðs og svona mætti lengi telja. Upphaf og endir afls virðist æði oft vera í höndum rfldsins. Án efa framkvæma stjómvöld oft frábæra hluti sem stuðla að framþróun en stóri bróðir verður alltaf að passa sig að standa ekki í vegi fyrir hinum almenna borgara. Einkafr amtak má ekki vera blótsyrði i eyrum báknsins. Það á að fagna því. Vegna þess að oft á tíðum stuðlar það að miklu meiri framþróun en ríkiö þvf að viðmið hins almenna borgara em allt önnur. Á meðan stjómvöld í Bandarfkjunum eyða trilljónum í að sækja einhvem stein til Mars myndi slíkt aldrei hvarfla að hinum almenna borg- ara. Gott dæmi um hvað einkaframtakið getur verið frábært kom fram í mögnuðu innslagi í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum á sunnudagskvöld. Þar var sagt frá Burt Rutan sem stofinað hefúr fyrsta einkarekna geim- flugfélagið. Hann stefnir að farþegaflugi út í geim á næstu árum. Og mun án efa takast ætlunarverk sitt því nú þegar hefúr hann sent heimasmíðaða geimflaug út fyrir him- inhvolflð. Ólíkt því sem gerist hjá NASA, þá var það bara einn flugmaður sem flaug því út í geim. Enginn autopilot. Og Burt býr við að þurfa að vanda betur til verksins en NASA og einbeita sér að kúnn- anum en ekki grjóti úti í geimi. Það kom einmitt fram í innslaginu að á meðan NASA drepur 4% af farþegum sínum þá væri slíkt með öllu óásættanlegt fyrir Burt því hinn almenni kúnni myndi aldrei láta bjóða sér slíkt. Og Burt verður líka að gera þetta fyrir mirnú pening. Fyrst um sinn mun miöinn út í geim að vísu kosta um 10 milljónir. Það verð mun lækka, að sögn Burts, þegar fram líða stundir og hann verður búinn að byggja hótel rétt fyrir utan himhvolfíð. Fyrir nokkrum árum hefði manni þótt sem þessi Burt væri með óráði. Vegna þess ein- faldlega að yfir okkur hefur verið einhver doði. Við lítum alltaf fyrst til ríkisins, hins opinbera, þegar á að gera eitthvað. Ef einhver fslendingur hefði fengið sömu hugmynd og Burt hefði hann aldrei komist af hugmyndastigi og út í geim vegna þess að Nýsköpunarsjóður myndi hlæja að dellu- hugmyndinni. Það eru hins vegar ýmis teikn á lofti um að þetta sé að breytast. Krakkamir í Vestur- porti eru gott dæmi um þetta. Nokkrir krakkar taka sig til og setja upp sýningu á eigin vegiun. Fá leigða aðstöðu í ríkisstyrktu leikhúsi og fljúga síðan með sýninguna til London og fá gflmrandi dóma. Fyrir nokkr- um árum hefði engum dottið í hug að þetta væri hægt. Vegna þess að listasjóður hefði hlegið að delluhugmyndimú. Já, það eru nýir túnar. Ákveðin endurreisn ígangi. Og það eina sem stendur Burt þessum Rutan fyrir þrifum er biðin eftir leyfl frá hinu opinbera. Hann er í svipaðri stöðu og Ólafur Óskar Einarsson byggingameistari en hér aftar í blaðinu lýsir hann yflr vilja sínum til að fá að byggja raðhús fyrir fatl- aða. Sonur hans datt úr stiga og slasaðist mikið. Svo pabbinn vill grípa tfl sinna ráða en fær engin viðbrögð frá yfirvöld- um. Kannski þeir séu að hlæja að delluhugmyndinni. Mikael Torfason Daoinn sem skipið sökk ... sérstaklega hrósvert af TMM undir stjórn SIUU AÐ- ALSTEINSDÓTTUR að birta grein af þessu tagi, nútfma- sögu svo skömmu eftir að atburðir gerðust... SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR er búin að koma út fjórða tölublaðinu af endur- reistu Tímariú Máls og menningar sem stofnað var til í tilraunaskyni en nú er ljóst að tfmariúð mun koma áfram út á næsta ári. Hið nýja hefú er eins og hin fýrri sneisafúllt af ýmsu efni af menningarlegu tagi í víðasta skilningi en okk- ur hér á DV fýrir- gefst vonandi þótt við höfum fyrst lesið grein Páls Ásgeirs Ásgeirssonar er ber heitið „Daginn sem skipið sökk". Fyrst og fremst PÁLL ÁSGEER var lengst af annar umsjónarmaður Helgarblaðsins undir stjórn fyrri eigenda DV er fóru á hausinn fyrir réttu rúmi ári og varð til þess að núverandi eigendur tóku við. Hann gerir nú garðinn frægan í Dæg- urmálaútvarpi Rásar 2, ásamt meðal annars Sigúyggi Magnasyni sem reyndar var hinn umsjónarmaður Helgarblaðsins. Hann lýsir í greininni síðustu árum sínum á DV á skemmtilegan hátt þótt undirtónninn sé alvarlegur. Á sínum tíma var hrun DV gjarnan rakið til þess að blaðið var gert að eindreginni málpípu Sjálf- stæðisflokksins undir stjórn Óla Bjöms Kárasonar ritstjóra og með fulltingi Ólafs Teits Guðnasonar sem var eins kon- ar varðhundur flokkslínunnar á ritstjórninni. helgarblaðsmenn höfðu sett á forsíðu blaðsins Ólaf F. Magnússon sem þá var að segja skilið við sjálfstæðismenn í borgarstjóm Reykjavfkur hefði Óli Bjöm til- kynnt þeim að það hefði verið „afar vont mál og illa grundað. Hann sagði okkur það í frétt- um að hann hefði lagt á sig mikla virmu til þess að fínna annan viðmælanda sem hefði getað rutt Ólafí af forsíðu blaðsins en ekki tekist í tíma". Skömmu síðar kvaðst Óli Björn „fýrr mundu dauður liggja“ en Ingibjörg Sólrún Gísladótúr forsíðu eigenda varð stöðugt harðsóttara að fá sam- þykki ritstjóra fyrír því að taka viðtöl við yffr- lýsta andstæðinga ríkis- stjómar og valdhafa án þess að andstæðum sjónarmiðum værí haidið meira fram í sama blaði. “ TIMARfT ... nöturlegasta sagan sem PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON segir er um viðtal sem hann tók við Kristján Jóhannsson söngvara sem leyfði sér að gagnrýna yfir- völd menntamála... MESTU MISTÖK nýrra eig- enda telur Páll Ásgeir hafa verið að segja upp Jónasi Kristjánssyni sem ritstjóra en hann hafði ævinlega haft í heiðri þá stefiiu að blað eins og DV ætti alltaf að h'ta á sig sem stjórnarandstöðu, hver svo sem kann að vera í stjóm. En eftir að hann var á brott vom Óli Bjöm og aðstoð- armenn hans einráðir á blaðinu og hófúst handa um að gera það full- komlega auðsveipið Sjálfstæðis- flokknum. „Okkur varð þessi stefnubreyting fyrst ljós snemma árs 2001," segir hann og nefnir til dæmis að þegar yrði i Helgarblaðsins rétt fyrir borgarstjórnar- kosningar. FLEIRI DÆMISÖGUR um þjónkun Óla Bjöms við ríkisstjóm- ina nefnir Páll Ásgeir. í miðju Falun Gong-mál- inu, vansællar minningar, fengu þeir Sigtryggur ekki að birta viðtal við Ragnar Aðalsteins- son lögmann, harðan andstæðing stefiiu ríkisstjómarinnar í málinu, nema „innantómt froðuviðtal við Pál Magnússon biaðafulltrúa íslenskrar erfðagreiningar um áfengis- vanda ogþaðhve Kári Stefánsson værí stórkost- legur maður værí sett á for- síðu blaðsins". A ÖÐR- UM STAÐ segir Páll Ásgeir frá því að Óli Bjöm NÖTURLEGASTA SAG AN er um viðtal sem Páll Ás geir tók við Kristján Jóhannsson söngvara sem leyfði sér að gagnrýna í framhjáhlaupi yfirvöld menntamála (les: Sjálfstæðisfiokkinn) fyrir að standa ekki við fyrirheit um byggingu tónlistarhúss. Páil Ásgeir gat þess við Jónas Haraldsson aðstoð- arritstjóra að „eitthvað segðiKrístján um mennta- málaráðherra. Jónas varp- aði öndinni nokkuð mæðulega og taldi bestað hann læsi þetta yfír. Ólafur Teitur Guðnason, sem aidrei var titlaður annað en biaðamaður á rítstjóm DV, var með vinnustöð rétt hjá ... Ég held að hann hafí Oett við- talinu upp í vinnsiukerfínu því ég heyrði skyndilega að hann æpti upp yfír sig: VV w- s „[HJálfu ári fyrir endalokin fékk Óli Björn [rit- stjórij sér vegleg- an leðursófa á skrifstofuna." vegiegan ieðursófa á skrifstof- una". ... og meö fulltingi ÓLAFS TEITS GUÐNASONAR sem var eins konar varðhundur flokkslínunn- ará ritstjórninni... hafi upplýst sig um að hann og Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar „hefðu ákveðið" viðtal við umhverfisstjóra fýr- irtækisins um „hina dásam- legu vemdarstefiiu fýrirtæk- isins" og má það heita undar- legur fjölmiðill sem lýtur þannig stjórn forsúóra úú í bæ. En eins og Páll Ásgeir seg- ir: „Þegarleið fram á valdatíma nýrra „ÞETTA ER ALGERLEGA massívur áróður gegn Sjálfstæðisfíokknum. Við verðum að iaga þetta. “ Skömmu seinna vom hann og Jónas sestir yfír við- talið á próförkum ogfamir að reyna að berja í brest- ina." Þetta hlaut að enda með ósköpum og gerði það líka. Undir lokin var blaðið hætt að seljast en við- brögð Óla Bjöms rit- stjóra birt- ast heldur hlálega hjá Páli Ásgeiri því „hálfu árí fyrir endalokin fékk [hann] sér ... kvaðst ÓLI BJÖRN KÁRASON „fyrr mundu dauður liggja" en Ingibjörg Sólrún yrði á forsfðu Helgarblaðsins rétt fyrir borgar- stjórnarkosningar... f HEILD ER GREIN Páis Ásgeirs f iétt- um dúr en engum dylst þó að honum er nokkuð niðri fýrir og greinin verður eiginlega í senn harmræn og grátbrosleg lýsing á hinu sökkvandi skipi sem DV var og þeim móral sem ríkú á blaðinu síðustu misserin. Það er sérstaklega hrósvert af TMM undir stjóm Silju að birta grein af þessu tagi, núúmasögu svo skömmu efúr að atburðir gerðust. Aðeins verður að gera eina athuga- semd. Greininni lýkur á því að nýir eigendur hafa teldð við DV og Páll Ásgeir bíður þess . milli vonar og ótta, eins og aðrir starfs- menn, hvort hann verði end- urráðinn. Svo fór ekki eins oghann kveðst hafa áttað sig á þegar hann fór á skrifstofur DV til að ná í bækur og dót sem hann átú þar og „[tjveir nýir rítstjórar stóðu við kaffí- vélina ...Ég þekki þá báða ísjón en þeir snem sér báðir undan tii þess að þurfa ekki að tala við mig“. NÚ VERÐUR SA RITSTJÚRI sem hér slær lyklaborð að mótmæla. Sann- leikurinn er sá að þegar þetta var hafði ég verið svo lengi fjarri arga- þrasi daglegrar fjölmiðlunar og orð- inn lítt kunnugur starfsmönnum á blöðunum, auk þess að vera orðinn afar ómannglöggur í ellinni, að ég þekkú PálÁsgeir hreinlega ekki í sjón. En það má svo sem vel vera að hefði ég þekkt hann hefði ég snúið mér undan samt. Ekki verið meiri bógur en það. Því vitaskuld var það tvíbent gleði að taka við nýju blaði og vita að fjöldi dyggra starfsmanna sat eftir í sáíum, atvinnulaus. Mugi@dv.is ... að segja upp JÓNASI KRIST- JÁNSSYNI en hann hafði ævin- lega haft f heiðri þá stefnu að blað eins og DV ætti alltaf að Ifta á sig sem stjórnarandstöðu ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.