Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 12
72 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 Fréttir DV Löggur losna frá tölvunum Lögreglumenn um ailt land æfa sig nú á nýtt tölvu- kerfi sem tekið verður í notkun um miðjan desem- ber. Gamla tölvrikerfið sem er komið til ára sinna, krefst mikillar viðveru lögreglu- manna við tölvur. Nýja kerfið þýðir að lögreglumenn þurfa að eyða minni tíma fýrir fram- an tölvurnar og geta eytt meiri tíma úti á vettvangi, að elta glæpamenn. Ólafur Þór Hauksson sýslumaður á Akranesi bindur vonir við að nýja kerfið auðveldi lög- regluþjónum störfin. Bifreið brann Aðfaranótt sunnudags varð eldur laus í bifreið er hún var stödd á Reykjanesbraut á Strandarheiði. Að sögn lögreglunnar í Keflavík er bifreiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt. Ekki urðu slys á fólki. Annars var helgin róleg hjá Keflavíkurlögregl- unni og fáir á ferli vegn kuldans. Um kíukkan 04:15 í fyrrinótt var mað- ur sleginn í andlitið á veitingastað við Hafnar- götu. Hann hlaut ekki al- varleg meiðsli. Besta síld- veiðin síðasta áratug Mjög góð síldveiði hefur verið undanfarið og kemur fram á heimasíðu Skinney- Þinganes að um sé að ræða bestu veiðina síðasta áratug- inn eða frá 1994. Hafa skip út- gerðarinnar ver- ið að fá 300-500 tonna köst og helsta vanda- málið er að fá ekki of mikið fyrir vinnsluna. Mjög stutt hefur verið að sækja síldina fyrir Hornafjarðarskipin, en veiðin undanfarið hefur verið á Papagrunni, í Beru- fjarðarál og í Lóndýpi. Það er þvl aðeins 3-5 tíma stím á miðin frá Höfn. „Þaö gerist ekki oft aö fólk hér kaupi fyrirtæki I Reykjavtk og flytji út á land,“segir Karen Rut Kon- ráösdóttir á Þórshöfn.„Viö fjöl- skyldan keypt- Landsíminn Silkiprent sem gefur okkur öllum vinnu og á sama tíma losna störfin okkar sem gefur fólki tækifæri til aö flytja hingaö. Þaö opnast möguleikar I apótekinu, kennara- staða og starfi söluskálanum. Þaö þýöir ekkert annaö en aö vera bjartsýn, héðan frá Þórshöfn er enginn fólksflótti og margt ungt fólk hefur flutt hingaö síðustu tvö árin, keypt hús og gert upp. Það er bjart framundan hér.“ Bæjarráð Vesturbyggðar hótar að loka á vatnið til Rækjuvers á Bíldudal. Bílddæling- ar drukku yfirborðsvatn og verksmiðjan sem þurfti að geisla vatnið vill skaðabætur. Guðmundur Sævar Guðjónsson, forseti bæjarstjórnar, er sáttfús og býst við lausn. Óttar Yngvason, eigandi Rækjuvers, segir bæinn skulda fyrirtækinu 13 milljónir. Guðmundur Sævar Guðjónsson Bílddælingar hafa undanfariö drukkiö yfirborðsvatn ennúer búið aö komast fyrir lekann. Forseti bæj- arstjórnar vonast eftir sátt i vatns- stríðinu.______________________ lokun Bæjarráð Vesturbyggðar hefur í hótunum við eigendur Rækju- vers á Bfldudal um að loka fyrir vatnið til fyrirtækisins vegna deilu sem stendur um aukavatnsgjald til fyrirtækisins. Rækjuver er stærsti vinnuveitandinn á staðnum. Komi til lokunar í næstu viku eins og hótað er mun starfsemin stöðvast og 13 starfsmenn verða sendir heim. Fréttavefurinn bb.is segir frá því að á fundi bæjarráðs Vesturbyggðar hafi verið rædd viðskiptastaða Rækjuvers hf. á Bíldudal. Ágreining- ur er uppi um viðskiptastöðu milli bæjarfélagsins og Rækjuvers vegna vatnsgjaldsins en bæjarráð sam- þykkti að gera lokatilraun til að ná samkomulagi um málið í þessum mánuði. Náist hins vegar ekki sam- komulag verði lokað fýrir vatn til fýr- irtækisins og innheimtumálið falið lögfiræðingi. Deilan snýst meðal annars um það hve slæmt neysluvatnið er á köflum á Bíldudal en miðlunar- brunnur í þorpinu var sprunginn og því blandaðist yfirborðsvatn neyslu- vatni Bílddælinga. Guðmundur Sævar Guðjónsson, forseti bæjarstjórnar, er vongóður um að sættir náist í málinu þegar hann fær tækifæri til að setjast niður með Óttari Yngvasyni, eiganda Rækjuvers. Sjálfur býr hann á Bíldu- dal og er því áhyggjufullur eins og aðrir þorpsbúar. „Það er góð sátt á milli manna og ekkert ósætti fýrr en við höfum sest niður og rætt málin. En það verður að gæta jafnræðis meðal hárra sem lægra settra," segir Guðmundur Sævar. Aðspurður hvort hótun um lokun jafngildir ekki stríðsyfirlýsingu segir forsetinn að samþykkt bæjarráðs hafi verið eina úrræðið. „Við gátum ekki annað. Hann kemst ekki upp með að borga ekki rafmagnið frem- ur en vatnið," segir Guðmundur Sævar. Hann segir skýringuna á vonda vatninu liggja í því að miðlunar- brunnur í miðju þorpinu hafi sprungið og yfirborðsvatn þannig blandast annars tæru drykkjarvatn- inu á Bíldudal. Það hafi komið niður á öllum Bílddælingum. Guðmundur Sævar útilokar ekki að bærinn fallist á skaðabætur. Óttar Yngvason, framkvæmda- stjóri Rækjuvers, segir að fyrirtækið eigi milljónir inni hjá sveitarfélaginu en standi ekki í skuld. Bærinn krefj- „Hann kemst ekki upp með að borga ekki rafmagnið frem- ur en vatnið." ist sjö milljóna króna þegar reyndin sé sú að Rækjuver eigi inni 13 millj- ónir vegna ofgreiðslu um árabil. „Við erum eina fyrirtækið á Bíldudal og seinna í sameinaðri Vesturbyggð sem lagður hefur verið á aukavatnsskattur um árabil. Á ár- unum 1991 til 1997 ofgreiddum við um 20 milljónir króna. Við erum tilbúnir til að fella niður þessa kröfu og færa þannig sveitarfél- aginu 13 milljónir að gjöf en þó með ákveðnum skilmálum," seg- ir Óttar. Hann segist hafa fleiri kröfur á sveitarfélagið; meðal annars vegna mengaða vatnsins sem kostað hafi rekstrarstöðvun. „Við þurftum að setja upp geislatæki til að tryggja gæði vatnsins í vinnsl- unni. Við teljum eðlilegt að kostnað- Óttar Yng vason Aðaleigandi Rækjuvers ætlar ekki að borga vatnsskattinn þrátt fyr- ir hótun sveitarfélagsins. Hann segir aö fyr- irtækiö eigi inni 13 milljónir hjá bænum en býðst til aðfella þá upphæð niður gegn ákveðnum skilmálum. urinn vegna uppsetningar og rekst- urs geislatækisins verði dreginn frá aukavatnsskattinum," segir Óttar. Rækjuver hefur verið rekið á Bíldudal allt frá árinu 1971. „Þetta er langelsta fyrirtækið í rækjuvinnslu á sömu kennitölu þrátt fýrir ýmis ósköp eins og þau sem nú ganga yfir," segir Óttar. Mætti ekki til að svara til saka fyrir meintan hraðakstur Gleymdist að boða Franklín Steiner Franklín Steiner mætti ekki í Héraðsdóm Reykjaness í Hafnar- firði í gær þar sem meint brot hans á umferðarlögum var tekið fyrir. í ljós kom að gleymst hafði að láta Steiner vita af fyrirtökunni. Vegna þessa verður bið á endurkomu Franklíns fyrir dómstóla, en hann hefur goldið samfélaginu skuld sína vegna fíkniefnasölu og fleira á síð- ari hluta 20. aldar. „Það hafði láðst að láta hann vita. Einhver misskilningur var með boðunina," segir Jón Magnússon, lögmaður Steiners. Lögreglan sakar Steiner um að hafa ekið á 107 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þessu er Steiner ósammála og hefur ákveðið að berjast f málinu. Tveir lögreglu- menn eru hins vegar vitni að mæl- ingu þess efnis. Ásgeir Eiríksson, fulltrúi hjá Sýslumanninum í Keflavík, vildi ekki tjá sig um mál Franklíns en gaf til kynna að einungis væri um um- ferðarlagabrot að ræða. Ekki náðist í Franklín Steiner. Gert er ráð fýrir að mál hans verði tekið aftur fyrir í byrjun des- ember og verður reynt að muna að láta hann vita. Franklín Steiner Kominn aftur fyrir dómstóla - núna út afsmámáli. Samningar í hættu Forsendur samninga þeirra sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði að undanförnu hafa verið að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka íslands (2,5%) og að kostnaðar- hækkanir þeirra sem fremstir fóru í samningunum yrðu stefnumark- andi fyrir aðra samningsaðila á vinnumarkaði. Nú er ljóst að for- sendur þessar eru í hættu. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar- deildar íslandsbanka. Verðbólgan stendur nú í 3,8% og hefur hún verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabank- ans síðan í maí á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.