Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 Menning DV « « Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Nóbelsverðlaunin 1949 Skýring hefur fengist á þvísem ég undirritaður kallaöi í ritdómi í blaðinu i gær„villu"l bók Halldórs Guðmunds- sonar um Halldór Laxness. Þar geröi ég athugasemd við að í bókinni væri sagt að Nóbelsverðlaunin heföu ekki verið veitt árið 1949 og benti á að bandaríski rithöfundurinn William Faulkner væri hvarvetna skráður handhafi verðlaunanna það ár. I reynd var þó ekki um villu Halldórs Guðmundssonar að ræöa. Sannleikur- inn er sá að árið 1949 voru Nóbels- verðlaunin vissulega ekki veitt. Ari seinna - um leið og sænska akademí- an tilkynnti að breski heimspekingur- William Faulkner Fékk Nóbelinn ári ofseint inn Bertrand Russell hefði fengiö verð- launin fyrir áriö 1950 - þá var seint og um síðir tilkynnt að Faulkner hefði ver- ið veittur prlsinn fyrir 1949. Illugi Jökulsson Einleikur fyrir margar raddir var frumsýndur á föstudagskvöldið í anddyri Smíðaverkstæðis Þjóðleik- hússins og fer Jóhann Sigurðarson einn með öll hlutverkin Fimmtudaginn 18. nóvember var frumsýndur á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins einleikurinn Nítjánhundruð eftir Alessandro Baricco. Upplifun- in var sögustund um borð í skemmtiferðarskipi. Áhorfendur 4 sátu við lítil hringlaga borð eins og þeir væru farþegar í danssal fyrsta farrýmis. Að segja sögu. Hvenær er góð saga vel sögð? Eða öllu heldur, hvernig er er góð saga vel sögð? Þessari spurningu svara nú lík- lega flestir með því að nefna dæmi um góðan sögumann. En hvað er það þá sem einkennir þennan góða sögumann? Oftast er það að honum tekst á einhvern undraverðan hátt að halda athygli manna og eins hlut- leysi sínu í frásögninni meðan per- sónurnar sem verða á leið hans lifna við í meðförum hans. Með þetta að leiðarljósi hafa þau líklega lagt í hann, þau Melkorka Tekla Ólafsdóttir leikstjóri og Jó- hann Sigurðarson leikari þegar þau vippuðu sér um borð í millilanda- skipið Virginian á leiðinni yflr hafið frá Evrópu til Ameríku til þess að segja okkur söguna um litla dreng- inn Nítjánhundruð, sem skilinn var eftir nýfæddur uppi á flygli og lifði svo alla sína tíð um borð í skipinu. Skilinn eftir á flygli á fyrsta farrými. Frásagan sem hér liggur til grundvallar leikþættinum er skemmtileg. Kannski blundar draumurinn í okkur flestum um að vera svona algerlega kennitölulaus eins og drengurinn sem sagan fjall- ar um. Hvergi skráður og þar með samkvæmt bókinni hvergi til. Enginn veit hver eignaðist þetta litla barn, líklega fátækir innflytj- endur sem sáu það í hendi sér að barnið ætti eftir að eiga góða ævi væri það skilið eftir á fyrsta farrými. Sá sem fann hann var í hljómsveit skipsins og leit á hann sem son sinn * en lést þegar drengurinn var aðeins 8 ára gamall. Sögumaðurinn er hér trompetleikari og segir hann frá samskiptum sínum við Danny fóst- urföður litla drengsins og hvernig litli drengurinn, sem fékk nafngift sína eftir öldinni allri, lifði alla sína tíð um borð í skipinu á eilífu flandri milli Evrópu og Ameríku. Tónlistarhæfileikar drengsins voru með eindæmum og varð hann frægur beggja vegna Atlantsála en til þess að hlýða á píanóleik hans urðu menn að kaupa sér farmiða yfir hafið. Sá stutti er svo orðinn 32 ára gamall þegar hann ákveður að fara í land, og þá fyrst og fremst til þess að sjá hafið úr landi. örlaga- saga hans endar illa og er óþarfi að afhjúpa endalok Danny Boodmann T.D: Lemon Nítjánhundruð hér. Nauðsynlegt að treysta góð- um texta og áhorfendum. Jóhann Sigurðarson er kraftmik- ill leikari með sterka nærveru og ekki þarf hann að skottast um með míkrafón, hvorki á hausnum né í hendi til þess að röddin berist vel út í hvert horn. Hitt er svo annað mál að aðferð þeirra Melkorku og Jóhanns við að segja þessa sögu einkennist ein- hvern veginn af því að þau treysta ekki fullkomlega textanum og því er Jóhann látinn leika eða yfirleika full-mikið þegar hann er að kynna ýmsar týpur til sögunnar. Texta- meðferð var óþarflega hröð í fyrri hlutanum og svo aftur á móti bar á hægagangi í seinni hluta verksins. Það er erfitt að standa einn á sviði í nær tvær klukkustundir og segja fullorðnu fóiki sögu og til þess að það megi takast vel er nauðsyn- legt að sögumaðurinn hvíli vel í hlutíeysi frásagnarinnar, að hann sé ekki stanslaust að leika allt. Það er heppilegra upp á athyglina að Þjóðleikhúsið sýnir i anddyri Smíðaverkstæðis: 1900 eftirAI- essandro Baricco. Leikstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir Leikari: Jóhann Sigurðarson Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson Tónlist: Agnar Már Magnússon Aðstoð við útfærslu leikmynd- ar: Högni Sigurjónsson Þýðing: Halldóra Friðjónsdóttir Leikhús breyta aðeins röddinni og herma eftir hinni persónunni þegar hún er að tala, en ekki eins og hér var, að sögumaður breytti rödd sinni þegar hann var að tala um viðkomandi persónu. Textinn í þýðingu Halldóru Frið- jónsdóttur virtist eðlilegur í munni Jóhanns þó það sé nú alltaf frekar hallærislegt þegar leikið er á ís- lenskri tungu að segja „Tætanik". Smart og einföld leikmynd Leikmyndin og lýsing var einföld og smart. Það opnast dökkir hlerar og upplýst kýraugu gefa skipshliðina til kynna og síðan skiptast þau Ijós ytír í fansí-lýsingu danssalarins þar sem tónlistin ómar. Hið kynnigmagnaða í sýningunni er samtal sögupersón- unnar og tónlistarinnar, og hefðum við mátt fá meira að heyra. Píanótónlist Agnars Más Magn- ússonar var hrífandi og málaði svo sannarlega sterka mynd af snill- ingnum sem sagan fjallaði um. Á heildina litið var þetta ljúf sýn- ing. Þrátt fyrir orðaflauminn og of mikla heimspekilega niðurstöðu í allt of mörgum orðum í lokin, sem hefði mátt skera ansi hressilega niður, þá er þetta einn af þessum listrænu viðburðum sem getur fengið fólk til þess að hægja aðeins á hasarnum og leyfa sér einfaldlega að hrífast með í atburðarrás sem máluð er í orðum og tónum. Elísábet Brekkan Breiðbandið tekur út nýjan þroska í Noregi og Danmörku. Þar dreifa menn innlendu myndefni á bandi úr bönkum í sjónvarpsstöðva og kvikmyndastofnana Mynd að eigin vali Danska sjónvarpsstöðin TV2 er ísamstarfi við Mynd að eigin vali 200 titla af elstu kvikmyndum Noregs: leiknar norræna risann Nordisk Film að setja í gang Reiknað er með að í framtíðinni komi mynd myndir, stuttmyndir, auglýsingar og heimilda- breiðbandsþjónustu iDanmörku, TV2 Sputnik, að eigin vali, eða„video on demand", til með myndir. Fyrsta myndin sem var send út var þar sem neytendur róða efni sinu sjálfir. Verður að taka við af myndbandaleigunni sem þegar erótisk kómedía frá 1911, Þvi feitari þess þjónustan gangsett þann 1. desember og verð- er ógnað af ódýru verði á dvd-diskum i versl- betri. ur fyrst í stað í boði mikið úrval af dagskrárefni unum. Virðist því myndbandaleigan eiga sér Norska tiltækið er annars eðlis en það ma TV?’en meðal áhugasamra aðila um frá TV2. í haust verður boðið upp á kvikmyndir litla lífsvon þó almenn eign á myndböndum danska: dreift er kvikmyndaarfinum og er kaup á stöðinni eru sænska sjónvarpsstöðin úr stórum katalók Nordisk Film. muni draga lifslíkur myndbandsins eitthvað. markhópurinn ekki síst skólar. Eins og i Dan- TV4 °9 Berlingurinn sem er í eigu Bonnier Tenging við TV 2 Sputnik þarfað bera 2 mörku er dreift um háhraðanet og er verk- Entertainment sem annast hagsmuni sænska Fimmhundruð kall á mánuði megabita straum til að skila fullum mynd- efnið tilraunaverkefni á vegum margra aðila. risans á kvikmyndum, sjónvarpi, hljóðvarpi, Þriðja hvert heimili í Danmörku er nú tengt gæðum í hús. Verkefnið krafðist þess að katalókur kvik- tónlist og miðlun. breiðbandi. TV 2 Sputnik var kynnt í Austur myndasafnsins norska yrði færður ístafrænt Ahugasamir kaupendur geta kynnt sér stöðu Gasverkinu í Höfn á fimmtudag í siðustu viku Þvi feitari þess betri format. fyrirtækisins sem er öfiugt auglýsingasjón- og hefur þjónustan þegar opnað vef www.- Norðmenn eru lika að setja i gang aukna varp og er nú ieigu danska ríkisins, en sputnik.dk. Áskriftarverð er 49 krónur þjónustu á breiðbandi, en á fimmtudag var TV2 til sölu menntamálaráðherra Dana hefur lagt rika danskar á mánuði. Áætlað er að ný móttöku- einnig kynnt þar í landi ný þjónusta um breið- Annars er það helst að frétta úr norrænum áherslu á að stöðin verði seld innlendum aðil- box verði á markaði 2005 en nú er móttakan band þegar norska kvikmyndastofnunin opn- sjónvarpsiðnaði að skammt er til þess að opn- um’ ‘ versta falli norrænum. hlefur einhver um heimilistölvu i sjónvarpið. aði fyrir þjónustu og lagði til i fyrsta úrval yfir að verði fyrir tilboð í dönsku sjónvarpsstöð- áhuga á að kaupa danska sjónvarpsstöð?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.