Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 Fréttir DV Ræddu um Davíð George W. Bush forseti Bandaríkjanna og Colin Powell fráfarandi utanríkis- ráðherra ræddu um varnar- mál íslands og varnar- samninginn við Bandaríkin áður en Powell hitti Davíð Oddsson utanríkisráðherra í Washington í síðustu viku. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í gær. Hann sagðist hafa rætt stuttíega við Bush í Arkansas og fullyrti að hann fylgdist vel með málarekstri á íslandi. Bush og Powell ræddu því saman um ísland daginn sem Powell tilkynnti að hann myndi hætta í ríkisstjóm Bush. Högg braut hliðarspegil Ökumaður grárrar Nissan Primera bifreiðar mætti bifreið við Þrengslaveg klukkan 18 á sunnudag og fékk högg á hliðarspegil sem eyði- lagðist. Ekki er vitað hver þar var á ferð en ef ein- hver býr yfir vitneskju um málið er hann beð- inn að hafa samband við lögregluna á Selfossi. Sölvi Blöndal tónlistarmaður „Við erum eins kristin og við verðum. Margir segja að kristni hafi aldrei að hafa verið tekin almennilega, en ég held að á þúsund árum hafi þetta síast inn. Kristin trú, kapltalismi og aukin eigingirni geta alveg far- ið vet saman. Okkar siðferðis- materað miklu ieyti byggt á kristni. Þjóðkirkjugreyið er samtsvolftið bitlaust orðið. Ég reyndar sagði mig úrhenni 18 ára, en það erspurning hvort ég geng I hana aftur?" Hann segir / Hún segir „Nei, ekki er hægt að segja það beint. Ég held að þeir trúi bara á það sem þeim sýnist. Mér finnst enginn sérstakur kristinn samhijómur hjá þjóðinni. Ég hefaldrei verið þeirrar skoðun- arað Islendingar séu sérstak- lega guðræknir eða kristnir. Þeir trúa meira svona prívat- trú, hver fyrir sig, sem er það eina rétta. Ég held að fólk þurfi meira og meira á einhvers konar trú að halda eftir þvl sem heimurinn verður harð- ari.“ Margrét Kristfn Blöndal tónlistarmaður Tökum á Áramótaskaupinu er að ljúka. Spaugstofan leitaði til annarra grínhópa eftir aðstoð og réð leikstjóra frá sænska sjónvarpinu til að halda utan um grínið. Jon Gnarr og Sveppi með Spaunstofnnni Spaugstofan Fékk Eddu-verðlaunin 2004 og Áramótaskaupið líka. „Við erum á síðustu dögunum Pálmi Gestsson í Spaugstofunni sem er að Ijúka. Spaugstofan fer á kostum í Skaupinu að þessu sinnir enda við mikið að keppa þegar horft er til Áramótaskaups Óskars Jónassonar undanfarin ár. En Spaugstofan ætlar að standa fyrir sínu. Því lofar Pálmi Gestsson: De-luxe „Það hefur svo margt gerst á ár- inu þó allt sem birtist í Skaupinu sé og eigi að vera top-secret. En ég minni bara á nýafstaðið kennara- verkfall, heimastjórnarafinæli og stólaskipti forsætisráðherra svo eitt- hvað sé nefnt," segir Pálmi sem vill þó ekki taka undir að Áramóta- skaupið í ár sé einhvers konar de- luxe útgáfa af Spaugstofunni. Segir þá félaga hafa viljað gera eitthvað ferskt og öðruvísi í tilefni áramót- anna. Skipt um stjóra Til dæmis náðum við í pródúsent til sænska sjónvarpsins en það er Gunnlaugur Jónasson sem starfað hefur í Svíþjóð í 14 ár. Þá erum við með fjöldann allan af gestaleikurum og nægir þar að nefiia menn eins og Jón Gnarr og Sveppa. Við erum allir í toppstandi,“segir Pálmi. og þetta kemur vel út," segir um tökur á Áramótaskaupinu Fram til þessa hefur Björn Emils- son framleitt og stjórnað upptökum á Spaugstofunni en hann fékk ekki að spreyta sig á Skaupinu. Pálmi segir það allt gert í fullri sátt: „Því annað hvort var það þannig að Björn hefði þurft að fá sér nýja leikara eða við nýjan pródúsent. Það síðarnefnda varð fyrir valinu," segir hann. 53 mínútur Áramótskaupið verður að venju sýnt á gamlárs- kvöld á milli kvöld- máltíðar og flugelda eins og hefð er fyrir. Er fátt sem bendir til að sú venja verði aflögð enda nær ekkert sjónvarpsefni öðru eins áhorfi svo ekki sé minnst á athygli og umtal. Áramótaskaupið er 53 mínútur að lengd og ekki veit Pálmi Gestsson hvað framleiðslan kostar: „Vit á peningum og aurum er ekki til í genum mínum. Ef Skaupið er mjög dýrt þá vona ég bara að einhver hlutí þeirra peninga renni til mín,“ segir hann og veit ekki meira um þá hlið mála. Upptökur á Áramótaskaupinu standa í tvær vikur og er það töluvert rýmri tími en Spaugstofumenn hafa átt að venjast á undanförnum árum Spaug- stofan hefur yfirleitt ver- ið tekin upp á einum degi. Sveppi Gengur tii iiðs við Spaugstof- una um áramót. Jon Gnarr Ems og fæðubótarefni í mat- reiðslu Spaugstofunn ar á atburðum liðins árs. sas í mál viö Kínversku kjötbollugerðina Flaugá hausinn í Nauthólsvík Rafnhildur E. fvarsdóttir, 46 ára gömul Reykjavíkurmær, hefur farið í mál við Kínversku kjötbollugerðina eftir að hún flaug á höfuðið á Kaffi Nauthól við sólbaðsströndina í Nauthólsvík. Rafnhildur kom til að fá sér að borða á Kaffi Nauthól eitt fallegt frostkvöld. Þegar hún gekk eftir sól- pallinum steig hún á hálkublett og flaug aftur fyrir sig, samkvæmt frá- sögn lögmanns hennar. Hún lenti á öxlinni og slasaðist nokkuð illilega. Kínverska kjötbollugerðin átti og rak kaffihúsið. Telur Rafnhildur að fýrirtækið sé ábyrgt fyrir því að hún rann og féll á pallinn. Kjötbollugerð- in hefur ábyrgðartryggingu hjá Sjó- vá-Almennum, sem viðurkenna ekki bótarétt Rafnhildar. Lögmaður Kaffi Nauthóll Reykvlsk kona steig Ihálku- blett á sólpalli strandkaffihússins. Rafnhildar segir að hún ætíi að bíða með að tjá sig þar til dómur falli, væntanlega í byrjun næsta árs. Ragnar Kristinsson, einn núver- andi eigenda staðarins, segir að ekki sé sleipt á sólpallinum. „ Vitnin segja að hún hafi verið dauðadrukkin og að þetta hafi eiginlega verið henni að kenna. En þetta gerðist áður en við eignuðumst staðinn. Ég veit alls ekki tíl þess að fólk hafi verið að detta á sólpallinum." Harry Belafonte hjá Sævari Karli í Bankastræti Keypti föt fyrir 400 þúsund Ferð stórsöngvarans Harry Belafonte í verslun Sævars Karls í Bankastræti hefur vakið athygli hér á landi og jafnvel víðar. Hefur starfs- fólki og stjórn íslandsdeildar Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna ekki verið skemmt yfir fréttum þess efnis að söngvarinn hafi keypt föt þar fyr- ir hátt í milljón eftir að ferðatöskur hans misfórust á leið til landsins. í raun var aldrei ljóst fyrir hversu háa upphæð Belafonte keypti í Bankastrætinu en í frétt DV stóð orðrétt: „Miðað við verðlag í verslun Sævars Karls í Bankastræti má var- lega áætía að Belafonte hafi keypt föt fyrir hátt í milljón á meðan á við- dvölinni stóð. „Svo kom hann aftur í gærmorgun og vildi meira," sagði Sævar Karl. Samkvæmt heimildum sem DV telur áreiðanlegar og rekja má beint til vitna sem voru að fatakaupum velgjörðarsendiherra Bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna keypti Harry Belafonte föt hjá Sævari Karli fyrir 400 þúsund krónur. Um vandaðan fatnað var að ræða eins og sjónvarpsáhorfend- ur fengu að sjá í laugardags- þætti Gísla Marteins í Ríkissjón- varpinu svo og á blaða- ljósmynd- um sem birtust af kappanum við góðgerð- arstörf sín hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.