Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 16
76 ÞRIÐJUDACUR 23. NÓVEMBER2004 Fréttir DV Hugum að líðan barnanna Heimili og skóli, Landssamtök for- eldra, hvetja kennara og foreldra til að sýna börnunum, sem nú setjast aftur á skólabekk eftir erfitt og langt óvissu- tímabil, nærgætni og umhyggju," seg- ir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Ennfremur er minnt á að mörg börn hafi verið óörugg og kvíðin undanfar- ið og sum þeirra séu það enn. Sam- tökin hvetja alla kennara, skólastjórn- endur og ráðamenn sveitarfélaga til að setja líðan barnanna í öndvegi og minna á að kjaradeila sveitarfélaga og kennara hafi bitnað á börnunum sem séu saklaus fórnarlömb og mörg hver eigi um sárt að binda. Mikið uppbygg- ingarstarf sé framundan í grunnskól- unum sem kennarar og foreldrar þurfi að vinna að í sameiningu. Nú er kom- ið að því að taka höndum saman og bæta börnunum þann skaða sem verkfallið hefur valdið þeim. Hver vaskar upp heima hjá þér ZðaStneAu5.bekkA«st«rJ jarskóla. Jg, systur mínar og mamma siáum uppvaskiö. Við ^ , Nícole Buot bekk Austu baejarskóla. Frægir tvíburar Hvernig er að eiga tvíbura og hvernig er að vera tviburi? DV ræddi við for- eldra tvíburasystra og þær sjálfar. Anna María Sampsted og Garð- ar Guðmundsson eru foreldrar Lindu og Lilju sem eru 24 ára tví- burar. Þau segja að það að ala upp tvíbura hafi ekki verið ólíkt öðru barnauppeldi en fyrir áttu þau tvær dætur. Anna María segir undirbúninginn ekki hafa verið öðruvísi nema að því leyti að meira var að prjóna. „Ég var líka svo heppin að vera heimavinn- andi. Það var þó vissulega mikið álag að hafa þær tvær fyrsta árið. Við þurftum að skipuleggja tím- ann vel. Það er nauðsynlegt þegar þú ert með tvö börn að hafa reglu á hlutunum. Passa sig að hvílast vel því það getur gengið mikið á á matar- og baðtímum, í kringum þvotta, tiltekt og þrif. Ég átti ekki í vandræðum með að mynda tengsl við þær, þær urðu strax miklar mömmustelpur en rifust aldrei um athyglina." „Double trouble" Anna María og Garðar segja að stelpunum hafi alla tíð komið vel saman og það hafi hjálpað mikið við að létta af álaginu þar sem þær höfðu alltaf félagsskap hvor af annarri. „Þær vildu aldrei fara sín í hvora áttina og við leyfðum þeim að ráða. Við pössuðum okkur á að gera ekki upp á milli þeirra og þær hafa alla vega aldrei verið afbrýði- samar hvor út í aðra. Helsta vandamálið með þær var í kring- um gelgjuna, það var „double trouble". Það gekk mikið á hjá þeim og svo báru þær blak hvor af annarri. En það er kannski ekkert óeðlilegt þegar þú ert með jafn- gamlar systur og bestu vinkonur inni á heimilinu. Svo var stundum smá vesen með heimalærdóminn. Þær voru náttúrulega saman í bekk og þótti stundum nóg að önnur lærði heima." Þau segja að það að eignast tvíbura hafi verið skemmtileg upplifun. „Við erum afar ánægð með að hafa fengið þær og aldrei fundist það vera erf- iðara en hvað annað." Tala saman oft á dag „Það er æðislegt að vera tvfburi, ég myndi ekki vilja skipta því fyrir neitt," segir Lilja, „svo er ég lfka svo heppin með systur." Linda systir hennar tekur í sama streng. „Við erum bestu vinkonur og höf- um alltaf verið, mér hefur aldrei leiðst á ævinni og mun aldrei leið- ast á meðan ég hef Lilju systur. Það er frábært að hafa fæðst með bestu vinkonu sinni." Systurnar búa saman og gera nánast allt í sameiningu. „Við tölum saman minnst sex sinnum á dag," segja þær en þær vinna hvor hjá sínu símafyrirtækinu. Hugsanatengsl Systurnar eru alveg eins í útliti og það hefur valdið smá vandræð- um hjá fólki. „Ég er oft að heilsa einhverju fólki í Kringlunni," segir Linda, „það heldur náttúrulega að ég sé Lilja. Ég heilsa þá bara fyrir hennar hönd." Lilja segir að hún lendi oft í því að fólk hafi rekist á „hana" á hinum og þessum stöð- um. „Svo getur það verið vand- ræðalegt þegar fólk okkur náið hefur ruglast. Kærastarnir okkar hafa alveg tekið feil á hvor er hvað. Það hefur truflað þá svolítið. Svo höfum við nú alveg leikið ljóta hrekki í kringum það hve lfkar við erum, en það hafa ekki orðið al- varlegar afleiðingar, bara svona saklaust grín." Stelpurnar segja að þær séu einnig lfkar í fasi og hegðan, hreyfi sig eins og geri stundum nákvæm- lega sömu hreyfingarnar á sama tíma. Einnig hafi það verið mikið vandamál hve gjarnar þær eru að mæta í partí í eins fötum. Til að fyrirbyggja þetta hringja þær sig cúltaf saman áður en farið er út svo að þær mæti ekki eins klæddar á alla staði. „Svo erum við með þessi hugsanatengsl, eins skrítið og það hljómar," segir Linda, „við vitum alltaf hvor af annarri þarna uppi í hausnum. Ég tek upp símann og þá hringir Lilja, við vitum hvernig hinni líður og svona." Þær segjast samt hafa ólíka persónuleika og vera eins og svart og hvítt að því leyti. Deila lífinu Stelpurnar segjast hafa lifað al- itUpp.Ég hjálpahenni 5. bekk Austurbæj- stundum hjálpa ég tll." Þuríður Benediktsdóttir, nemi f 5. bekk Austurbæjarskóla. 'arY jJÉj ‘Æ Olsen systumar, Mary Kate og Ashley, hafa leik- ið I fjölda mynda. Þær byrjuðu ferilinn þegar þær voru litlar og léku þá til skiptis I fram- haldsmyndaþætti. Sið- an hefur frægðarsól þeirra risið hratt og þær eru í dag frægastu tvíbura- leikkonur Bandarikjanna. Þær segjast vera mjög nánar og eru miklar vinkonur og mæta iðulega hvor með annarri á rauða dregilinn. - W ^í* W ■ i - Tvíburarnir og KR-ing- arnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa vakið athygli fyrir hæfi- leika á veliinum og fyrir útlitið enda eru báðir bráðmyndarlegir. Fólk á stundum í erfiðleikum með að þekkja þá i sundur en bræðurnir hafa litið kippt sér upp við það. Þeir eru góðir vinir og spila vel saman. Dætur Bush Bandaríkja- forseta, Barbara og Jenna, eru fríðar og föngulegar og hafa verið mikið ( blöðun- um vestan hafs og eru þekktar fyrir að vera miklar partistelpur. Sögur hafa gengið um meinta eiturlyfjanotkun þeirra og áfengisdrykkju. Stelp- urnar eru mikið saman og standa saman með föður sínum (baráttunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.