Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Qupperneq 10
70 ÞRIÐJUDAGUR23. NÓVEMBER 2004 Fréttir DV Katrín er sögð skemmtileg og mikill húmoristi, vinur vina sinna og jafnan hrókur alls fagnaðar. Hún er sögð vinna verk sín á Alþingi aföryggi og festu, flanar ekki að neinu. Katrín er sögð réttsýn og trú sínum hugsjónum. Katrín er dugleg og sögð eiga mikið inni í þingmennskunni. Katrín hefur verið gagnrýnd fyrir að færa ekki til þingsins þau sjónarmið sem hún áður hélt á lofti. Katrín er sögð fylgja flokkslínunni, vera ögn sjálfhverf. Katrín er sögð hafa óþolandi mikinn áhuga á Friends-seríunni. „Kata er mjög mikill húmoristi, hress og skemmtileg. Það er aldrei leiðinlegt þegar Kata er með i för. Hún er einhleyp, sem mér finnst ótvi- ræður kostur. Vona að hún fari ekki að ganga út. Eini gallinn er sá að hún er með æði fyrir Fri- ends sem ég hefekki og fyrir vikið á ég erfitt með að taka þátt íþeim umræðum." Marta María Jónasdóttir, blaðamaður. „Ég myndi telja helstu kosti Katrínar þá að hún hefur afskaplega gott hjarta. Er llklega sú besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún hefur mikinn metn- að og er svo auövitað meö skýra sýn á því sem hún ætlar sér að gera hverju sinni sem hef- ur komið henni þangað sem hún er i dag. Ég á hreinlega erfitt með að koma auga á gall- ana.Ætli það megi ekki helst telja til að hún tekur oft ofmikið afverkefnum að sérí einu en það er hluti afmetnaði hennar í þvíað ná langt, það eldist vonandi afhenni." Hjálmar Blöndal, æskufélagi og nemi. „Katrín er afbragðs manneskja og einhver dyggasti vinur vina sinna sem ég hefkynnst. Trú sinni sannfæringu, sem hefur hleypt henni áfram í póli- tíkinni. Hún hikar ekki við að standa á sínu,jafnvel þó á móti blási. Allir hafa galla en þá hætti maður að sjá eftir margra ára vinátttu, þannig að ég man ekki eftir neinum." Björgvin G Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Katrln Júlíusdóttir er fædd I Reykjavlk 23. nóvember 1974. ólst upp I Kópavogi. Út- skrifaðist frá Menntaskólann IKópavogi 1994. Katrín nam I mannfræði við Háskóla Islands en starfaði lengstum sem ráögjafi hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Innn hf. Katrln hefur verið virk i pólitísku starfi frá ung- lingsaldri. Hún var meðal annars formaður Ungra jafnaðarmanna. Tók sæti á Alþingi árið 2002. Katrln er einhleyp en á soninn Júllus, fæddan 1999, með Flosa Eiríkssyni, bæjarfulltrúa I Kópavogi. Farþegar stálu bílnum Maður tilkynnti að bíl hans hefði verið stolið þeg- ar hann var að afhenda pitsur. Að sögn lögreglunn- ar í Reykjavík hafði hann tekið farþega upp í bflinn, skilið bflinn eftir í gangi á meðan hann sinnti starfi sínu og þá notuðu far- þegarnir tækifærið og óku á brott. Bifreiðin fannst svo óskemmd í bflastæði skammt frá. Stefnir í þrefalda húsfylli á styrktartónleikum í Hallgrímskirkju. Tónleikahaldar- inn, Ólafur M. Magnússon, vonast til að geta látið krabbameinsveikum börnum í té fimm milljónir króna. Jóhann Friðgeir Valdimarsson var fenginn til að fylla skarð Kristjáns Jóhannssonar en sættir náðust og báðir mæta. Þrennir tónleikar sem haldnir verða í Hallgrímskirkju til styrktar krabbameinssjúkum börnum munu væntanlega gefa af sér fimm milljónir króna. Stórstjörnur á borð við Kristján Jóhanns- son, Birgittu Haukdal og Jóhann Friðgeir Valdimarsson leggja tónleikunum lið. Kristján segist hafa gert að skilyrði að aðgangs- eyrir rynni óskiptur til veiku barnanna. Ólafur M. Magnússon tónleika- haldari segir marga gefa alla sínu viimu til að tónleikamir verði að veruleika. Þá segir hann að stefht sé að því að sem stærstur hluti aðgangs- eyrisins renni til barnanna. í því skyni hafi verið fengnir öflugir styrkt- araðilar á borð við KB banka sem taki á sig kostnað við listamenn og fleira en þetta séu mjög dýrir tónleikar. Sumir taka „láqmarksgjald" Sjálfur tók Olafur fjárhagslega ábyrgð á tónleikunum og hefði því fengið mikinn skell ef tónleikamir hefðu ekki gengið upp. „Ég gef sjálfur alla mína vinnu en ég get ekki gengið um allan bæinn og sagt öðmm að gefa sína vinnu. Sum- ir gefa vinnuna á meðan aðrir taka lágmarksgjald. Það verður hver að eiga við sína samvisku hvernig hann kemur að málinu," segir Ólafur M. Um tíma leit út fyrir að stór- söngvarinn Kristján Jóhannsson yrði ekki þátttakandi í tónleikunum eins og í fyrra og var Jóhann Frið- geir Valdimarsson tenór fenginn til að koma í hans stað. Samningar tókust seinna við Kristján um að mæta og báðir söngvararnir munu gleðja áheyrendur með flutningi sínum á fimmtudagskvöld klukkan 20, og á sama tíma á föstudags- kvöldið, í Hallgrímskirkju. Þriðju tónleikarnir verða á laugardag klukkan 16. Hvorki Ólafur né Krist- ján vildu tjá sig um þessar svipting- ar. Fæ bara fargjald og jeppa Eftir sambærilega tónleika á sein- asta ári runnu, að sögn Ólafs, fjórar milljónir króna til bamanna. Hann vill gera enn betur að þessu sinni. „Ég væri ánægður ef við gætum lagt til fimm milljónir króna að þessu sinni,“ segir Ólafur. Ólafur segir að einungis megi selja takmarkað inn í kirkjuna eða sem nemur 800 manns. það þýðir að 600 til 700 aðgöngumiðar verða seldir á 3500 krónur hver. Að sögn Ólafs stefiiir í að uppselt verði á alla tónleikana. Alls mun því aðgangseyrir nema 7 milljónum króna. „Ég setti það skilyrði að allur að- gangseyrir rynni til barnanna. Þetta er rosalegt batterí og mikið er reytt af því og því gæti orðið tiltölulega lítið eftir. Ég tek sjálfur ekkert nema fargjaldið fyrir þetta. Það verður ekki skorið af innkomunni," segir Ólafur M. Magnússon Stendur fyrirþrenn- um tónleikum í Hallgrímskirkju og vonarað þeir gefi afsér fimm milljónir til langveikra barna. Jóhann Friðgeir Valdimarsson Tenórinn átti að fylla skarð Kristjáns Jóhannssonar en báðirmæta. Kristján og vill ekki kannast við að fá styrki að öðru leyti en því að Toyota láni honum jeppa. Kórinn of lélegur Á tónleikunum i fyrra varð mik ið uppnám þegar Kristján þvertók fyrir að vinna með karlakómum Radd bandinu áður en haldið var með tón- leikana til Akur- eyrar. „Ég rak kórinn vegna þess að hann var lélegur. Nú höfum við 100 manna karlakór sem samanstendur \ af Fóst- bræðrum og Karlakór Kjalnesinga," segir hann. Stórsöngvarinn stað- hæfir að hann hafi ekki í annan tíma heyrt fegurri hljóma frá karla- kór á íslandi og tónleikarnir verði hreint út stórkostlegir: „Ég lofa að þetta verður betri konsert," segir hann. rt@dv.is Kristján Jó- hannsson Rakkórinní fyrra og er hæstánægður meðnýja 100 manna kórinn Olíutunnur grafnar upp og burtreknum starfsmanni kennt um Spilliefni grafin í jörð við Kárahnjúka Impregilo lét í gær grafa upp það sem þeir segja að hafi verið þrjár olíutunnur með afgangsolíu. í yfir- lýsingu frá fyrirtækinu segir að starfsmaður beri ábyrgð á þvf að spilliefni voru grafin í jörð við að- göng 3, en að efnin hafi verið grafin þar í óþökk fyrirtækisins. DV var á ferð um vinnusvæðið við Kárahnjúka nú um helgina og við það tækifæri vísuðu tveir starfs- menn á staðinn þar sem þeir sögðu að olíuafgangar og járnarusl hefði verið grafið niður, en slíkt er strang- lega bannað samkvæmt lögum. Var haft samband við Heilbrigðiseftirlit Austurlands vegna þessa en for- stjóri stofnunarinnar hafði þá ekk- ert heyrt af málinu en ekki náðist samband við eftirlitsaðila Lands- virkjunar eða Impregilo vegna málsins. Síðdegis í gær barst svo yfirlýsing frá Impregilo þar sem fullyrt var að ítalskur starfsmaður bæri ábyrgð á því að oh'an var grafin í jörðina og hann sagður hafa verið látinn taka pokann sinn. Fyrirtækið er jafnlfamt sagt harma að svo hafi farið. Samkvæmt heimildum DV var maðurinn sem Impregilo segir hafa grafið tunnurnar látinn hætta hjá fyrirtækinu fyrir allnokkru vegna annarra óskyldra mála. Hann er sagður hafa grafið spilliefnin til að létta sér vinnu við að koma þeim á þar til gerðan geymslustað, en í næsta nágrenni við þann stað sem DV var bent á - og sagt að þar lægju tunnurnar grafnar - er gámur sem inniheldur olítunnur sem þar eru geymdar þar til þeim er keyrt af fjallinu lflct og öðrum úrgangi. helgi@dv.is Olían var grafin hér Starfsmenn sem DV ræddi við um helgina bentu á þennan stað og sögðu að hér væri olla grafin. Hún hefur nú verið grafín upp og starfsmanni sem hefur veriö sagt upp kennt um. Ekkert innbrot um helgina Óhætt að segja að helgin hafi verið fremur tíðindalítil hjá lögregl- unni í Kópavogi. Athygli vekur að ekkert innbrot var tilkynnt til lög- reglu um helgina, hvorki í bifreiðar né húsnæði. Tilkynnt var um fimm árekstra sem allir reyndust minni- háttar. Allnokkrir ökumenn voru kærðir fyrir brot gegn umferðar- lögum m.a. vegna of hraðs aksturs, fyrir að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar svo og fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur. Lögreglan í Kópavogi mun leggja sérstaka áherslu á eftirlit með því síðastnefrida á komandi vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.