Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 11 Áttræð í bikim Jerry Hall hefur gefið þá yfirlýsingu að hún muni halda áfram að klæð- ast bikim', jafnvel á áttræðisaldrinum. Þessi fyrrum eigin- kona Mick Jagger segir í samtali við Daily Mirror að hún muni halda áfram sem módel svo lengi sem hún fái borgað fyrir það. Hún hefur þó þurft að endurskoða ýmsan klæðnað sökum ald- urs. „Ég verð að klæðast að- eins látlausari fötum,“ segir hún. „En ég hef ennþá frá- bæra fótleggi svo pínupils eru í lagi. Eg mun halda áfram að klæðast bikini þar til ég verð áttræð." Jerry ætl- ar sér að eldast virðulega, opinberlega, en óvirðulega í einkah'finu. Óeírðir er dýrlingurinn dó ekki Miklar óeirðir brutust út meðal áhangenda Hindu-dýrlings í austur- hluta Indlands þegar hann dó ekki á réttum tíma. Yfir 15 þúsund manns mættu til að fylgjast með boðuðu ferðalagi dýrlingsins til himna. Hann hafði sagst myndu ná ‘ichha mri- tyu“ eða dauða með eig- in vilja. Þegar dýrlingn- um mistókst ætlunar- verk sitt þrátt fyrir íhug- un og miklar bænir urðu áhangendumir ævareið- ir. Átti lögreglan í fullu fangi við að hafa stjóm á lýðnum. Ekki fylgir sög- unni hvort dýrlingurinn ætlar að reyna við ‘ichha mrityu" á nýjan leik. Slegist um e-mail nöfn Uppboðið er hafið á eBay og óhætt að segja að slegist sé um bestu bitana. Um er að ræða uppboð Micro- soft á ýmsum gæða e- mail nöfnum en hagnaðurinn af sölu þeirra fer til góðgerð- armála. James- bond@hotmail.co.uk er þegar komið í 1.500 pund, Darthvadar er komið í 51 pund og prinsessa í 61 pund. Að sögn breska blaðsins The Sun em átta konur nú að slást um e- mailið bridgetjones og stóð hæsta boð í 27 pundum eftir 36 tíma baráttu. Með Björn og buxurnar á hælunum Mér finnst gaman að strauja. Það er róar hugann. Ég var að strauja í gær. Þar sem ég stóð á nærbuxun- um í stofunni heima hjá mér og straujaði buxurnar mínar, læddist Teitur Atlason var að strauja heima hjá sér og hlustaði á útvarpið á meöan. að mér hrollvekjandi hugsun. Út- varpið var að segja frá hugmynd- um Björns Bjarnasonar um stofti- um leynilögreglu á íslandi. Sérstök stofnum sem fylgist með fólki. Þetta hemaðar-leynilögreglu-eftir- Uts-hlemnar raup í Birni hefur löngum farið í taugarnar á mér (og fleirum). En hlemnar- og eftirlits- raupið í Birni hefur aldrei farið neitt lengra en það. f versta falli hef ég vorkennt kallinum að U'ða svona Ula. En í gær læddist að mér hroU- ur, ekki vegna þess að ég var buxnalaus, og stóð á nærbuxunum í stofunni heima hjá mér, heldur vegna þess að ég hugsaði; Svona byrjar þetta! Svona læðist fasismi inn í samfélagið. Hann byrjar sem saklaust raup sem hægt er að hrista hausinn yfir, en getur endað í stjórnlausum hryUingi. í besta faUi endar það í aðeins verra samfélagi. Fasismi nær að skjóta rótum í sam- félaginu okkar þegar okkur stendur á sama um það. Þegar við hættum að veita viðnám ógeðfeUdu raupi í óvönduðu fóUd. Ef einhver hefði sagt mér fyrir fimm árum síðan að Jón Steinar væri orðin hæstaréttardómari og að rflds- stjórn íslands, nei afsakið Davíð Oddson, hefði sett landið á furðu- lega samsettan lista þeirra sem styðja viðbjóðslegt stríð Bandarík- janna um olíu þá hefði ég sagt við- komandi að gleyma ekki að taka töflurnar sínar. í nýrri leynilegri skýrslu sem sérfræðingar Tony Blair hafa útbúið fyrir Downing- street 10 kemur fram að fíkniefnastríðið sé tapað. Þrátt fyrir 130 ára baráttu Vest- urlanda og milljarða á milljarða ofan punda sem eytt hefur verið gegn fíkniefnum er nú hægt að fá hreinni og ódýrari heróín, kókaín og amfetamín á mun einfaldari hátt en áður f nýrri leynilegri skýrslu sem hópur sérfræðinga á vegum breska forsætisráðuneytisins hefur tekið saman fyrir Tony Blair kemur fram að hertar aðgerðir gegn fíkniefnavandanum muni ekki Breska blaðið Daily Mirror segir í ítarlegri úttekt um málið að fíkni- efnastríðið sé tapað. Þrátt fyrir 130 ára baráttu Vesturlanda og milljarða á milljarða ofan punda sem eytt hef- ur verið í baráttunni gegn fíkniefhum er nú hægt að fá hreinni og ódýrari heróín, kókaín og amfetamín eftir einfaldari leiðum en áður. Harðari dómar til einskis í niðurstöðu hópsins, sem geng- ur undir nafninu The Strategy Unit, kemur meðal annars fram að harð- ari dómar og fangelsisvist muni ekki hafa nein áhrif á fíkniefnasöluna. Raunar aðeins gera vandamálið verra hvað glæpi tengda henni varð- ar. Ef ráðist er á götusalana hefur slíkt aðeins í för með sér að verðið á fíkniefnunum hæltkar og þar með aukast glæpir þeirra sem verða að stunda þá til að eiga fyrir dýrari fíkniefnum. Mirror heldur því fram að Tony Blair muni ekki taka mark á þessum niðurstöðum The Strategy Unit og muni í dag flytja ræðu þar sem hann boði hertar aðgerðir gegn fíkniefn- um sem eitt af fykilatriðum í næstu kosningabaráttu sinni. Lögleiðing fíkniefna Mirror eftidi til skoðannakönn- unar um máhð meðal lesenda sinna og í ljós kom að nærri tveir þriðju þeirra telja að lögleiða eigi fíknieftii og að sölu þeirra skuli vera stjórnað af yfirvöldum og að læknar og lyfsal- ar eigi að geta ávísað á þau. Könnunin leiddi einnig í ljós að 76% aðspurðra telji að Blair hafi tap- að fíkniefriastríðinu. Og 95% telja að bregðast eigi við fíkniefnaneyslu á annan hátt en með sektum og dóm- um. Aðeins 15% vildu herða viður- lög við fíkniefnaneyslu. Nokkrar staðreyndir Blaðið birtir nokkrar staðreyndir um fíkniefnavandann í Bretlandi og víðar. Fram kemur að 42% af 11 til 15 ára börnum í Bretlandi var boðið fíkniefrii í fyrra. 55% af innbrotsþjóf- um eru með hörð fíkniefni í blóði sínu þegar þeir nást. 80 milljón Bandaríkjamanna segjast hafa notað fíkniefni ein- hvern tíma á ævinni. Yfir fjórar milljónir hassreykingamanna voru handteknir í tíð Bill Clinton. Og í Bandaríkjunum afplánar nú um hálf milljón manna dóma vegna fíkniefnaneyslu en það er meira en nemur öllum föngum í Vestur-Evr- ópu. Velta á við olíusöluna Sameinuðu þjóðirnar hafa áætí- að að veltan í ffkniefnasölunni á heimsvísu nemi um 300 milljörðum dollara en það er svipað og veltan er af allri olíusölu í heiminum eða vopnasölu. Talið er að Bandaríkjamenn neyti um 12,5% af öllum fíkniefhum sem til staðar eru en þar í landi er talið að um 14 milljónir manni reyki mari- júana daglega. Árið 1971 var talið að um 5.000 fíkniefnaneytendur væru „til vandræða“ í Bretíandi. í dag er þessi tala um 280.000 manns. Flogið með karrýrétt yfir Atlantshaf Beyonce úr Destiny’s Child gæddi sér á karrýrétti í veisluíNew York sem Virgin Record stjórinn Tony Matthews hélt um helgina. Þetta væri svo sem ekki í frá- sögur færandi nema að karrý- rétturinn var frá skyndibita- staðnum Muhib Miah í Bret- landi og var flogið með hann 4.500 kílómetra í veisluna. Uppátækið kostaði Matthews um hálfa milljón króna. Hann segist hafa efni á sfíku. Þess utan sé ekki hægt að fá al- mennilega karrýrétti utan Bretlands. Matthews mundi eftir Muhib Miah frá árinu 1998 er hann fékk mat þaðan fyrir Spice Girls. Bréf frá morðingja Lincoln Rannsókn á Bloody Sunday að ljúka Slegið á fimm milljónir króna Bréf skrifað af morðingja Abra- ham Lincoln um tveimur mánuðum fyrir morðið var sett á uppboð um helgina og seldist á um fimm millj- ónir króna. Mun það vera nýtt met. Bréf frá morðingja Lincolns, John Wilkes Booth, eru mjög sjald- gæf því þeir sem áttu slíkt í fórum sínum eftir morðið brenndu þau til að vera ekki grunaðir um aðild að morðinu. í bréfinu, sem dagsett er 9. febr- úar 1865, biður Booth vin sinn að senda sér mynd af sér með „staf og svart bindi“ en mynd þessi var síðar notuð á veggspjöld þar sem lýst var eftir Booth að morðinu loknu. Fyrra metverð fyrir bréf frá Booth var tæplega 3 milljónir króna. Að sögn kaupandans Joe Maddalena sem selur söguleg skjöl í Beverly Hills er undirskrift Booth ein sú sjaldgæfasta í Bandaríkjun- um þótt vitað sé að hann skrifaði Booth I bréfínu sem dagsett er 9. febrúar 1865 biður Booh vin sinn að senda sér mynd afsér með„stafog svart bindi”. þúsundir bréfa. I dag er aðeins vit- að um 17 af bréfum háns í einka- eigu. Lengsta rannsókn í lagasögu Bretlands Rannsókn á Bloody Sunday, eða drápi á flórtán manns í mót- mælagöngu í London- derry 1972, er brátt að ljúka sex árum eftir að hún hófst. Talið er að það taki tvo daga að lesa upp skýrsluna um niður- stöður rannsóknarinn- ar sem er sú lengsta í lagasögu Bret- lands. Stjórnvöld létu undan mikl- um þrýstingi aðstenda hinna látnu árið 1998 og komu á fót nefnd und- ir forystu Lord Saville. Niðurstöðurnar fylla tíu þykkar möppur. Alls var rætt við 900 vitni að atburðinum 1972. Finna átti út hvers vegna meðlimir í fall- hlífasveitum breska hersins hófu skothríð á friðsamlega mót- mælagöngu fyrir auknum mannrétt- indum þannig að fjórtán mótmælend- anna létust og fjöldi særðist. Hermennirn- ir hafa ætíð borið því við að þeir hafi verið að svara skothríð frá göngumönn- unum. Spurningunum sem nefninni er ætíað að svara er: „Var virkilega skotið á þá fyrst og var reynt að leyna því sem raunverulega gerð- ist?“ Ekki er reiknað með að niður- stöður rannsóknarinnar verði gerð- ar opinberar fyrr en næsta sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.