Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Blaðsíða 17
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 17 Bróðir minn Ijónshjarta í kvöld Sænska kvikmyndin Bróðirminn ijóns- hjarta verður sýnd í kvöld kl. 201 Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði á vegum Kvik- myndasafns Islands. Myndina gerði Olle Hellbom eftir sögu Astridar Lindgren um bræðurna Snúð og Jónatan. Snúður er 9 ára og dauðvona og reynir Jónatan, eldri bróðir hans, hughreysta bróðursinn með því að draga upp mynd aftöfralandinu Nagijala. Myndin höfðar ekki síður til full- orðinna en barna og er hún með íslensk- um texta.Myndin verður endursýnd á laugardaginn kl. 16. Skemmtilegur og sæmilega heill á geði „Draumaprinsinn minn þarf að vera sæmilega heill á geði og það er ekki verra ef hann er skemmtilegur," segir Þóra Sigurðardóttir, annar umsjónar- manna Stundarinnar okkar. „Útlit skiptir jú einhverju máli en þessir tveir eiginleikar skipa mun hærri sess. Ekki er verra ef hann er handlag- inn og hann þarf helst að vera einhleyp- ur. Algjört skilyrði er að hann hafi áhuga á mér. Ég lýsi hér með formlega eftir þessum draumaprinsi, hann má gjarnan gefa sig fram við mia, ef hann er til!" [Draumaprinsinn) BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆSIBÆ / V sími 553 3366 - www.oo.is „Svo erum við með þessi hugsanatengsl, eins skrítið og það hljómar... við vitum alltafhvor afannarri þarna uppi í hausnum." gerlega sama lífi sem börn og fram á unglingsár. Þá hafi þær þroskast meira sín í hvoru lagi. „Ég var lengi að læra að segja „ég viT', þar sem ég hafði alltaf talað um „við“,“ seg- ir Linda, „við vorum náttúrulega alltaf saman og vildum svo sem ekkert hafa það neitt öðruvísi. Við lifðum sama lífl. Það hefur breyst eftir því sem við höfum elst. Núna deilum við lífinu hvor með annarri." Það er margt sem foreldrar tvíbura verða að hafa hugfast við uppeldið. Tvíburar eru tveir einstaklingar Tvíburar eiga oft í erfiðleikum með persónuleikaþróun vegna þess að þeir geta ekki greint sig hvor frá öðrum. Á íslandi verða um 60 til 90 tví- burafæðingar á ári hverju. Síðustu 15 árin hefur verið mikil aukning á fjölburafæðingum og er fjölgun í tæknifrjóvgunum ástæða þess. Meiri lfkur eru á fjölburafæðingu við tæknifrjóvganir vegna þess að gjarnan eru frjóvguð fleiri en eitt egg í hvert sinn. Á síðustu árum hefur verið vaxandi tilhneiging til að koma fyrir færri fósturvísum til að fækka fjölburafæðingum. Fleiri þættir spila inn í ástæður fyrir fjöl- burafæðingum. Það að eignast tví- eggja tvíbura gengur að einhverju leyti í erfðir og erfist ffá móður. Því eru tvíburafæðingar algengari í sumum fjölskyldum en öðrum. Lík- urnar á tvíburameðgöngu aukast eftir því sem líður á barneignaaldur konunnar. Þannig eru tíu sinnum meiri líkur á tvíburaþungun hjá konum á milli 35-39 ára en hjá kon- um á milli tvítugs og þrítugs. Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Tvíeggja tvíburar eru mun algengari og verða þeir til úr tveim- ur eggjum og tveimur sæðisfrum- um og eru slíkir tvlburar ekkert lík- ari heldur en systkini, geta verið ólfkir í útliti og af sitt hvoru kyni. Eineggja tvíburar verða til úr sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru því líkir að flestu leyti og eru alltaf af sama kyni. Eineggja tvíburar eru þó aldrei alveg eins í einu og öllu og sannar það að genin ráða ekki öllu um þroska einstaklingsins. Mikil áhersla er lögð á það hjá tvíburaforeldrum að hjálpa börn- um sínum að þroskast sem sjálf- stæðir einstaklingar. Þónokkur til- hneiging er hjá fólki að líta á tví- bura sem eina og sömu manneskj- una, þeir kallaðir tvíburarnir, skírð- ir nánast eins nöfnum, klæddir eins og alltaf talað til þeirra beggja eins og þeir séu ein manneskja. Rann- sóknir hafa sýnt að tvíburar eiga í erfiðleikum með því að aðgreina sig hvorn frá öðrum og er persónu- leikaþróun þeirra flóknari. Tví- buraforeldrar og aðstandendur tví- bura verða að vera varkárir og passa sig á að líta á tvfbura sem tvo einstaklinga. Gott er að hvetja þá til að leika sér við önnur börn og fá ættingja og vini til að taka annað barnið með sér í heimsókn, bíltúr eða annað þannig að tvíburarnir upplifi atburði hvor í sínu lagi. Þannig á tvíburinn að getað skynj- að að hann er einstakur og sjálf- stæður persónuleiki, en ekki hluti af öðrum. Tvíburaforeldrar standa frammi fyrir öðruvísi vandamálum en for- eldrar sem eignast eitt barn. Þegar tvö börn eru til staðar, á sama aldri, sem þarf að fæða jafnt og veita jafna athygli getur orðið svo að lengri tíma geti tekið að mynda tengsl á milli foreldra og barna. Þegar tvíburarnir eldast geta þeir lent í samkeppni um athygli for- eldranna. Foreldrar tvíbura verða að gefa sér tíma til að sinna tví- burunum hvorum fyrir sig og ekki afgreiða báða í einu út af málum sem koma aðeins öðrum þeirra við. Þrátt fyrir að mikill tími og fyrir- höfn geti farið í að vera með tvö börn á sama aldri njóta tvíburafor- eldrar þess að börnin hafa félags- skap hvort af öðru. Á heimasíðu tví- burafélagsins, tbf.is, má finna ýms- ar upplýsingar um tvíbura og fjöl- bura og hægt er að hafa samband við forsvarsmenn félagsins vilji fólk vera með í félaginu eða vanti það ráð og upplýsingar. Búin að missa fyrstu tönnina Barn vikunnar er að þessu sinni sex ára Neskaupstaðarmey sem heitir Draumey Ósk Ómarsdóttir. Hún heldur úti flottri heimasíðu á Barnalandsvefnum og í byrjun mánaðarins missti hún fyrstu tönnina. Eins og reglur gera ráð fyrir setti hún hana undir koddann sinn og hefur líklegast fengið einhvern pening fyrir. Draumey Ósk finnst gaman að vera byrjuð aftur I skólanum eftir verkfallið og hún er dugieg að læra. Henni finnst gaman að teikna, föndra og leika sér og hún dýrkar Birgittu Haukdal söngkonu. Barn vikunnar Námskeið fyrir systkini Systkina- smiðjan er fyrir krakka á aldrin- um 8 til 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. Syskinasmiðjan stendur fyrir nám- skeiði þar sem börnum er skipt í hópa eftir aldri. í hverjum hópi eru sex til tíu börn með tveimur til þremur leiðbeinendum. Hægt er að kynna sér málið á vefnum www.verumsaman.is. BURRVTOS MED NAUIAHAKKI MeðhrísgriónuinsalaUoðsósu j. Langholtsvegi 89 • 104 Reykjavík Sími 588 7999 • texmex@texmex.is 155/80R13 frá/cr. 4.335 5.9VÖ ,1| 185/65R14 frá kr. 5.300 7Æ0 viM 195/65R15 frá kr. 5.900 8.590 195/70R15 8 pr.sendib.frá kr.8.415 JJsTOO THT %4 Léttg reiðslur bilko.is II! FJOLSKYLDU- 06 H05ÞÝRACARÐURINN Opið alla daga frá kl. 10-17 Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 FRÁBÆRJÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.