Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 5
4. Þyri Lovísa Karólína Amalía Ágústa Elísabet, fædd 14. marz 1880.
5. Kristján Friðrekur Vilhjálmur Valdemar Gústav, fæddur 4. marz 1887.
6. Dagmar Lovísa Elísabet, fædd 23. maí 1890, gift 23. nóv. 1922 Hof-
jægermester Kammerjunker Jörgeti Karl Gustav Castenskiold á Kong-
stedlund, fæddum 30. nóv. 1893.
Samkvæmt lögum um ákvörðun tímans 16. nóv. 1907 skal hvarvetna á
íslandi telja tímann eftir miðtíma á 15. lengdarstigi fyrir vestan Greenwich.
/ almanaki þessu eru því allar stundir taldar eftir þessum svonefnda íslenzka
miðtíma, 27 mínútum 43,2 sekúndum á undan miðtíma Reykjavíkur.
Hver dagur er talinn frá því klukkan er 12 að nóttu (miðnætti) til sömu
stundar næstu nótt, svo að þær 12 stundir, sem eru frá miðnætti til klukkan
12 að degi (miðdegis), eru táknaðar með »f. m.« (fyrir miðdegi), en hinar 12
frá miðdegi til miðnættis með »e. m.« (eftir miðdegi).
Með lögum nr. 8 16. febr. 1917 er ríkisstjórninni heimilað að flýta klukk-
unni, ef það þykir henta (»sumartími«), og verður, ef það er gert, að sjálfsögðu
að taka tillit til þess við notkun almanaksins.
(3)