Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 27
Winston Churchill.
Þess eru engin dæmi, aS enska þjóðin hafi nokltru
sínni verið jafnsammála um, hver verða skyldi
forsætisráðherra, og við síðustu stjórnarskipti. Þá
var ekki minnzt á neinn annan er Churchill til þess
starfa. Lengi var hann þó að komast til æðstu valda.
Hann var fyrst kosinn á þing árið 1900, en 40 árum
siðar varð hann forsætisráðherra, og hafði þá oltið
ýmsu hjá honum um dagana.
Churchill er fæddur 1874 og, er i föðurætt kom-
inn af gömlum aðalsættum. Meðal forfeðra hans er
Churchill fyrsti hertogi af Marlborough, d. 1722, er
frægastur hefur verið enskra hershöfðingja. Faðir
hans var Rando’ph Churchill, er um skeið var einn
af helztu stjórnmálamönnum Breta og var meðal
annars fjármálaráðherra. Stjórnmálaferill hans var
þó skammur, enda dó hann ungur. Hann þótti líka
ráðríkur, einþykkur og þoldi illa flokksagann og
lenti oft í deilum við foringjana. Þetta hefur gengið
í arf til sonarins. W. Churchill hefur aldrei getað
verið í neinum flokki til lengdar né sætt sig við
forræði annarra. Þess vegna hefur hann fallið oft-
ar við þingkosningar en nokkur annar enskur
stjórnmálamaður. Það hefur verið sagt um hann, að
enginn hafi unnið þvilíka sigra og enginn beðið
slíka ósigra á stjórnmálasviðinu.
Margir af forfeðrum Churchills hafa verið her-
menn, stjórnmálamenn og rithöfundar. Yegurinn
sýnist því hafa verið ákveðinn, er hann skyldi keppa
eftir. Honum þykir þó kippa allmikið i kyn til móð-
ur sinnar, en hún var amerísk, dóttir athafnamikils
fjármálamanns í Bandaríkjunum.
Churchill gekk ekki á háskóla, eins og mjög er títt
um enska höfðingjasyni, heldur stundaði hann nám
við herforingjaskólann í Sandhurst. Hann lauk þar
(25) 2